Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Page 16

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Page 16
16 GUÐBRANDUR JÓNSSON PRÓFESSOR önnur útvarpserindi (1934), Innan um grafir dauðra (1938), Lögreglan í Reykjavík (1938), Þjóðir sem ég kynntist (1938), Að utan og sunnan. Greinar um sundurleit efni (1940), Furður Frakklands (1948), Herra Jón Arason (1950), Sjö dauðasyndir (1951). Auk þess þýddi hann ýmsar bækur og sá um útgáfur rita. Guðbrandur var léttur á fæti og sópaði að honum, hvar sem hann fór. Hann var skemmtinn maður og hress í máli, hvort sem móti blés eða með, hafði jafnan gaman- yrði á hraðbergi og miðlaði óspart af margháttaðri þekkingu á mönnum og málefnum að fornu og nýju. Leituðu margir til hans um hin ólikustu úrlausnarefni og komu sjald- an að tómum kofunum. Hann var hjálpfús að eðlisfari og naut þess að rniðla fróðleik, þegar hans var leitað. Vini sína rækti hann af alúð og var minnugur á allt, sem honum þótti sér vel gert. Hins vegar gat hann verið harður í horn að taka, þunghöggur og lang- minnugur, þegar honum þótti gert á hluta sinn. Ungur að aldri komst Guðbrandur í kynni við söfn og fræðimennsku undir handar- jaðri föður síns, og það mun hafa verið draumur hans að hljóta framtíðarstöðu við Þjóðskjalasafnið, sem faðir hans hafði lagt grundvöll að og skipulagt með mikilli elju. Sá draumur rættist ekki. Hann varð að heyja harða lífsbaráttu á öðrum vettvangi, sem sleit kröftum hans fyrir aldur fram, svo að þegar hann loks á sextugsaldri hlaut geð- fellda stöðu við Landsbókasafnið, var starfsþrek hans tekið að dofna. I Landsbókasafn- inu undi hann sér vel í sambýli við bækur og handrit. Samstarfsmönnum sínum þar var hann greiðasamur og jafnan boðinn og búinn að hlaupa í skarð fyrir hvern sem var, ef á þurfti að halda. Síðustu orð hans við mig, fám dögum fyrir andlát hans, er Lands- bókasafnið bar í tal, voru: „Eg vildi ég væri kominn þangað til ykkar.“ F. S.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.