Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Síða 119

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Síða 119
BALDUR ANDRÉSSON: Sveinbjörn Sveinbjömsson tónskáld Sú hefir lengi verið venjan, að póstskipin frá íslandi kæmu á ferðum sínum við í Leith. Það var einhverju sinni laust fyrir aldamótin síðustu, að íslenzkum farþega flaug í hug, meðan skipið stóð við, að heimsækja tónskáldið Sveinbjörn Sveinbjörnsson, sem bjó þá í Edinborg. Honum var vel fagnað á heimili tónskáldsins og hann sá, að húsbónd- inn bjó við góð efni — var húseigandi — og allt gekk honum í haginn. Þegar liann kom heim til íslands, skrifaði hann greinarkorn um þessa heimsókn í Þjóðólf 29. jan. 1897. Þar segir meðal annars svo: „Hið gullfallega lag við þjóðhátíðarsöng Matthíasar: „0, guð vors lands“, er hið eina lag, senr Sveinbjörn hefir samið við íslenzkan texta, en það er líka nóg til að halda nafni hans uppi hér á landi. Hann er nú á fimmtugs aldrinum og er auðséð á honum, að hann hefir unnið mikið, enda er eigi auðhlaupið að því fyrir útlending að komast jafn vel áfram í ókunnu landi algerlega upp á eigin spýtur, eins og Sveinbjörn hefir gert, og það í þeirri grein, sem margir iðka í stórborgum, eins og söngfræði og sönglist, og eigi þykir mjög arðberandi fyrir meðalmann.“ Það er sérstaklega eftirtektarvert við þessa frásögn, að Sveinbjörn hafði ekki samið nema eitt lag við íslenzkan texta fram að fimmtugsaldri. Og þetta eina lag hafði hann meira að segja samið eftir beiðni textahöfundar. Matthías fékk hann til þess. Eins og að líkindum lætur hafði Sveinbjörn þó allan aldur sinn verið köllun sinni trúr og samið tónsmíðar. Um fimmtugt lá eftir hann fjöldi sönglaga við enska texta, píanótónsmíðar og hljómsveitarverk. Blaðið Scotsman í Edinborg minnist á hann 3. apríl 1897 og telur hann mikinn píanóleikara og tónskáld. Sama blað minnist á hann aftur tveim árurn síðar á þessa leið: „Hinn íslenzki uppruni hans og þó öllu fremur hinn norræni svipur á söng- lögum hans hafa skapað honum sérstöðu í tónlistarlífi höfuðborgarinnar. Þau eru ekki mörg sönglögin, sem koma fram nú á dögum, er taka fram að andagift og þrótti sönglög- um hans. Hann hefir mikla ljóðræna gáfu og túlkar harm á áhrifamikinn hátt, svo að bæði söngvarinn fær notið sín og áheyrendur verða ánægðir.“ Þetta eru mjög lofsamleg ummæli. A svipaðan hátt minnast skozk blöð, sem ég hefi átt kost á að kynna mér, á hann á þessum tíma. En það kvað við annan tón um tónskáldið í dönskum blöðum eftir hjómleika hans í Kaupmannahöfn 1909. Að því verður vikið nánar síðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.