Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Qupperneq 121

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Qupperneq 121
SVEINBJÖRN SVEINBJ ÖRNSSON TÓNSKÁLD 121 dóttir Lárusar Knudsens, dansks kaupmanns í Reykjavík. Hún var systir Guðrúnar, konu Péturs Guðjohnsens. Móðir þeirra systra var Margrét Hölter, beykis í Stykkis- hólmi. Frá Margréti er mikill ættbálkur kominn og hafa margir niðjar hennar látið að sér kveða í leiklistar- og tónlistarlífi Reykjavíkur. Á sviði leiklistarinnar má nefna dætur Indriða Einarssonar rithöfundar og Lárus Sigurbjörnsson rithöfund. A sviði tónlistar- innar Ernil Thoroddsen tónskáld, Jón Halldórsson söngstjóra „Fóstbræðra“ og Jórunni Viðar, píanóleikara og tónskáld. Þegar Sveinbjörn var 4 ára gamall fluttu foreldrar hans til Reykjavíkur. Tíu ára gam- all var hann settur í Latínuskólann. Úr Latínuskólanum fór hann i Prestaskólann og út- skrifaðist þaðan vorið 1868, aðeins 21 árs að aldri. Prestaefnum mun þá ekki hafa verið veitt prestsvígsla eða brauð fyrr en 25 ára að aldri. Það hefði þó mátt búast við, að liann myndi, þegar hann hefði aldur til, verða prestur. Það lá beint við. Ekki myndi öll- um þykja það í kot vísað. Það vakti því nokkra furðu, er það fréttist, að hann — maður- inn með embættisprófi — ætlaði að gera píanóleik að lífsstarfi. Píanóspil, eins og það var kallað í þá daga, var svo að segja ekkert á veg komið hér á landi. Langspilið og fiðlan höfðu verið algeng hljóðfæri fram eftir 19. öld. Síðan komu stofuorgelin. Magnús Stephensen konferenzráð hafði átt lítið orgel um og eftir aldamótin 1800, en í sjálfa dómkirkjuna kom slíkt hljóðfæri fyrst árið 1840. Píanóin komu síðar og voru enn sjald- gæfari. Eg veit ekki, hvenær píanó var fyrst flutt hingað til landsins. I ævisögu Péturs Guðjohnsens, eftir séra Einar í Kirkjubæ, er getið um, að hann hafi átt píanó, er nem- endur Latínuskólans gáfu honum, og lærðu dætur hans að leika á það. Guðmundur Thorgrímsen kom með píanó til Eyrarbakka 1847. Ida Pfeiffer, þýzk ferðakona, telur árið 1845 sex píanó i Reykjavík og eitt í Hafnarfirði. Um 1888 telur Ólafur Davíðsson talsvert af píanóum í Reykjavík, og ef til vill í einstaka kaupstað, en aðeins eitt upp til sveita. Stóð svo fram yfir aldamótin 1900, að fáir komust lengra í píanóleik en að leika létt lög, enda voru jjeir ekki margir, sem höfðu ánægju af að hlusta á þyngri verk og vandasamari. Af þessu má marka, að tónlistarlíf í Reykjavík hefir verið mjög fátæklegt á uppvaxtar- árum Sveinbjarnar. Hann lærði þó að leika á píanó hjá Ástríði Melsted, dóttur Helga biskups Thordersens, en hún var gift Sigurði Melsted kennara við Prestaskólann. Einnig hafði hann lært söng og söngfræði hjá Pétri Guðjohnsen, sem var kvæntur móðursystur hans, eins og áður er tekið fram. Sveinbjörn hefir vafalaust haft svo mikla trú á hæfileikum sínum, að hann hefir talið það næstum víst, að hann gæti rutt sér braut til frægðar erlendis sem píanóleikari og tónskáld. Hann vissi vel, að hér heima gat enginn haft tónlist að aðalstarfi. Hér var ekki feitan gölt að flá. Jafnvel Pétur Guðjohnsen varð að hafa tónlistarstörfin í hjáverkum, og eins varð raunin um eftirmann hans í organistastarfinu við dómkirkjuna, Jónas Helgason. Hann stundaði járnsmíði langt fram eftir ævi. Það var og fyrst og fremst fyrir enska heiminn, sem Sveinbjörn samdi tónsmíðar sínar allt fram að fimmtugu. Haustið 1868, eftir að hann hafði lokið prófi við Prestaskólann, tók hann sér far með litlu seglskipi til Kaupmannahafnar. Hann hreppti harða útivist og hraktist skipið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.