Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Page 137

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Page 137
PETER G. FOOTE: r Latnesk þýðing eftir Arna Magnússon? í pappírshandritinu Ny kgl. sml. 1201 fol. hefur varðveitzt latnesk þýðing á Jóns sögu biskups hins helga. Handritið er frá 18. öld, bersýnilega hreinskrifuð afskrift en ekki frumrit. Sá texti Jóns sögu, sem hér er þýddur, tilheyrir 234-flokkinum (sem Guðbrand- ur Vigfússon kallar hina elztu sögu; hún er prentuð í Biskupa sögum I 151—202 eftir AM 234 fol. l. Nánari athuganir sýna, að þýðingin var gerð eftir texta Jóns sögu í handritinu 391 4to í Árnasafni. Arni Magnússon hafði sjálfur tekið afskrift af 234 (lík- lega þegar Bartholin fékk handritið að láni „nockrum árum fyrer hanns dauda11,1 og lét hann þá Gísla Einarsson, síðar prest i Múla, afrita annað eintak, 391, eftir sinni eigin afskrift. Arni gaf sitt afrit síra Þórði Jónssyni á Staðarstað, og eftir dauða hans (1720) eignaðist það Oddur Sigurðsson, sem átti það enn árið 1728, þótt nú virðist það glatað. Þessar upplýsingar gefur Árni á seðli framan við handritið 391; þar segir hann og, að Gísli væri „studiosus“, þegar hann skrifaði það. Gísli innritaðist við Hafnarháskóla 2/ j 1687, og Jón Halldórsson segir, að hann hefði verið tvö ár erlendis.2 Afskrift Gísla í 391 var ekki einkar nákvæm, en Arni hefur sjálfur farið yfir hana og leiðrétt talsvert, svo að eftir þessa endurskoðun stendur textinn mjög nærri frumtextan- um í 234. Samt lét Árni fáeinar villur standa, líklega þær sem voru í hans eigin afskrift, þótt það verði ekki fullsannað. Auk þessara leiðréttinga hefur Árni fært inn í textann eða bætt við á spássíu ýmsum orðum, sem vantar í 234, ásamt ártölum og nokkurum leiðréttingum á frumtextanum. Sum orð, sem vantar í 234, hefur Gísli sjálfur skrifað innan sviga í 391; efalaust voru þau skrifuð þannig í afriti Árna. Þær villur, sem finnast í 391, eru allar endurteknar í þýðingunni i 1201, og sama máli gegnir um leiðréttingar og orð, sem Árni hefur bætt inn í 391-textann. Nokkur ártöl eru einnig endurtekin í 1201 eftir 391. Villur, sem einkenna 391-textann, eru t. d.: Bpas. I 15410"-1 7 ísleifr . . . er allra manna vænstr 15527 láttu, herra, færa mér hörpu 19524—2r> ok tók upp ok varð fegin 1) Arne Magnussons ... Hándskri/tfortegnelser, 1909, bls. 6. — 2) Bjarni Jónsson, Islenzkir Hajn- arstúdentar, 1949, bls. 49; Biskupa sögur Jóns Halldórssonar, 1903—15, II 151—2.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.