Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Síða 137
PETER G. FOOTE:
r
Latnesk þýðing eftir Arna Magnússon?
í pappírshandritinu Ny kgl. sml. 1201 fol. hefur varðveitzt latnesk þýðing á Jóns sögu
biskups hins helga. Handritið er frá 18. öld, bersýnilega hreinskrifuð afskrift en ekki
frumrit. Sá texti Jóns sögu, sem hér er þýddur, tilheyrir 234-flokkinum (sem Guðbrand-
ur Vigfússon kallar hina elztu sögu; hún er prentuð í Biskupa sögum I 151—202 eftir
AM 234 fol. l. Nánari athuganir sýna, að þýðingin var gerð eftir texta Jóns sögu í
handritinu 391 4to í Árnasafni. Arni Magnússon hafði sjálfur tekið afskrift af 234 (lík-
lega þegar Bartholin fékk handritið að láni „nockrum árum fyrer hanns dauda11,1 og
lét hann þá Gísla Einarsson, síðar prest i Múla, afrita annað eintak, 391, eftir sinni
eigin afskrift. Arni gaf sitt afrit síra Þórði Jónssyni á Staðarstað, og eftir dauða hans
(1720) eignaðist það Oddur Sigurðsson, sem átti það enn árið 1728, þótt nú virðist
það glatað. Þessar upplýsingar gefur Árni á seðli framan við handritið 391; þar segir
hann og, að Gísli væri „studiosus“, þegar hann skrifaði það. Gísli innritaðist við
Hafnarháskóla 2/ j 1687, og Jón Halldórsson segir, að hann hefði verið tvö ár erlendis.2
Afskrift Gísla í 391 var ekki einkar nákvæm, en Arni hefur sjálfur farið yfir hana og
leiðrétt talsvert, svo að eftir þessa endurskoðun stendur textinn mjög nærri frumtextan-
um í 234. Samt lét Árni fáeinar villur standa, líklega þær sem voru í hans eigin afskrift,
þótt það verði ekki fullsannað. Auk þessara leiðréttinga hefur Árni fært inn í textann
eða bætt við á spássíu ýmsum orðum, sem vantar í 234, ásamt ártölum og nokkurum
leiðréttingum á frumtextanum. Sum orð, sem vantar í 234, hefur Gísli sjálfur skrifað
innan sviga í 391; efalaust voru þau skrifuð þannig í afriti Árna.
Þær villur, sem finnast í 391, eru allar endurteknar í þýðingunni i 1201, og sama máli
gegnir um leiðréttingar og orð, sem Árni hefur bætt inn í 391-textann. Nokkur ártöl eru
einnig endurtekin í 1201 eftir 391. Villur, sem einkenna 391-textann, eru t. d.:
Bpas. I 15410"-1 7 ísleifr . . . er allra manna vænstr
15527 láttu, herra, færa mér hörpu
19524—2r> ok tók upp ok varð fegin
1) Arne Magnussons ... Hándskri/tfortegnelser, 1909, bls. 6. — 2) Bjarni Jónsson, Islenzkir Hajn-
arstúdentar, 1949, bls. 49; Biskupa sögur Jóns Halldórssonar, 1903—15, II 151—2.