Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1955, Page 149
149
U M ÍSLENZKA SÁLMA
sjálfs frá því um 1840. En þýðingin mun vera allmiklu eldri, ef dæma skal eftir oröum
höfundarins í „Eftirmála“. Hann segir þar: „Hymnus Prudentii in exeqviis. Fyrr út-
lagdur á Islendsku í Graduale Edit. XVI. [1755] Pag. 285. Syrgjum ecki sáluga Bræd-
ur. Pag. 286. Þennann Tíd, þúngbært Lýd &c. og aptanvid Sigurhrós-Psálma Síra
Christians Johannssonar.“ Hann heldur því fram m. ö. o., að sín þýðing sé eldri en
Magnúsar Stephensens, sem honum hlaut að vera kunnugt um að hafði verið tekin upp
í sálmabókina fyrir tuttugu árum og var þar enn. Hinsvegar er ekki að finna þessa þýð-
ingu Finns í eldri syrpum hans, sem hér eru geymdar, en það eru JS. 352 4to (skr.
1800—1810), Lbs. 1272 4to (1803—12 ) og ÍB. 434 4to (1802—30). Þýðing hans er
nokkuð sérstæð, styðst ekki við neina hinna fyrri og er hvorki betri né verri en þær
flestar, en þræðir þó einna bezt efni frumsálmsins. Fyrsta erindi:
Hvílist nú harmur ókáti,
hrelldar látið mæður af gráti.
Enginn víl um andaða nauði,
endurfæðing lífsins er dauði.
Enn er ógetið einnar þýðingar frá fyrstu áratugum 19. aldar, sem einnig er nokkuð
sérstæð í meðferð efnisins og vafalaust þýdd eftir frumtextanum, þó að líklega hafi
þýzkar eða danskar fyrirmyndir verið hafðar til hliðsjónar. Hún hefur aldrei verið
gefin út á prent, svo að mér sé kunnugt, fremur en þýðing Finns. Ég hef ekki rekizt á
hana nema á einum stað, en það er í Lbs. 1121 8vo. Þar er hún öll, 10 erindi. Þetta
handrit er, skv. skrá Páls Eggerts Olasonar, skrifað á árunum 1820—30 ca. með hendi
Halldórs Arnasonar lyfsalasveins í Nesi við Seltjörn og séra Ögmundar Sívertsens, sem
á nokkur kvæði aftast í bókinni, skrifuð með hans hendi. Meginið af bókinni er þá
skrifað af Halldóri þessum, en hann fer frá Nesi eða deyr 1825 og getur því ekkert af
uppskriftum hans verið yngra en frá því ári. En á bls. 103, innan um uppskriftir af
kvæðum og þýðingum séra Jóns Þorlákssonar á Bægisá, kemur þetta: „Nr. 52. Inter-
præs [svo] Tertius. iam mæsta &c. hymni Prudentiani.“ Þá er þýðingin, 10 erindi, og
upphafið svona:
Klögun hefti syrgjendur sára,
sinna bindist mæðurnar tára.
Börn sín engin burtdáin gráti.
betra líf þeim gefst í andláti.
Höggnir steinar, hvað skulu þýða,
hvað mun teikna grafir að prýða
utan: það sem á þau híbýli,
ei sé dautt, en sofandi hvíli.
Neðanmáls er klausa, sem auðsjáanlega er eftir skrifarann (Halldór), en ekki höfund
þýðingarinnar, og ber þeim talsvert á milli. Halldór segir í neðanmálsgrein þessari: „af