Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Síða 99
VÖLUSPÁ KONUNGSBÓKAR
99
Lóðurr. Af öllum orðum, sem verið gætu skyld þessu nafni, er kvenkynsorðið lóð lík-
ast, en það merkir í fornu máli afrakstur, ávöxt jarðar, m. a. gras, enda í hljóðskipta-
venzlum við láð: land. Einnig hefur þess verið getið til, að Lóðurr væri skylt þýzku
sögninni lodern, sem þýðir að loga. En þess ber vel að gæta, að sú merking hinnar
þýzku sagnar þekkist ekki fyrr en á 15. öld og þá sennilega til komin fyrir áhrif nafn-
orðsins Lohe, sem er skylt íslenzka orðinu logi. Upphaflega þýðir sögnin lodern: vaxa,
dafna (Kluge-Götze: Etymol. Wörterb., o. fl.). Ber því hvort tveggja að sama brunni.
Lóðurr gæti merkt þann, sem veitir vöxt og viðgang.
Verkaskipting Burs sona við sköpun mannsins hefur e. t. v. verið þessi: Óðinn réð
því, að Askur og Embla urðu lifendur, þ. e. blés þeim lífsanda í brjóst. Lífsandanum
hefur sjálfsagt fylgt blóðrás, sem er óaðskiljanleg andardrætti og sameiginleg dýrum
og mönnum eins og hann. Hœnir gaf það, sem greindi manninn frá dýrunum og gerði
hann aðlaðandi: óð, þ. e. manvit. Lóðurr veitti hárvöxt og litu góða, þ. e. gott yfir-
bragð, en hvort tveggja mætti skoða sem tákn vaxtar og viðgangs.
Þess hefði mátt vænta, að Oðinn, guð skáldskapar og vizku, hefði veitt manninum
„óð“. Ef til vill er þó ekki minni rökvísi að láta höfðingja ása gera sama fyrir Ask og
Emblu og „dróttinn dverga“ (9. v.) gerði fyrir „manlíkun“ (10. v.).
Ættfaðir jötna, Ymir, varð til úr eitri, enda atall, illur. Ættfaðir ása, Búri, leyndist í
grjóti. Forfaðir dverga, Mótsognir, var gerður úr sjó og grjóti, en dvergalýður úr
mold. Forfaðir manna, Askur, og kona hans, Embla, voru tré. Þegar þess er gætt, að
mold er afkvæmi grjóts og sjávar, en tré gróður moldar, er ljóst, að í heiðinni sköp-
unarsögu er maðurinn kóróna lífsins. Sbr. sögu jarðar: Ymir (frumefni jarðar) •—
niu heimar í sjó (björg á sjávarbotni) — jörð ofan sjávar (mold) — askurinn Ygg-
drasill (jörð í blóma).
7. ATRIÐI, 19. og 20. VÍSA:
HEIMSMYNDIN
19. Ask veit ek standa,
heitir Yggdrasill.
Hór baðmr, ausinn
hvítaauri,
— þaðan koma dpggvar,
þærs í dala falla, —
stendr æ yfir grœnn
Urðarbrunni.
20. Þaðan koma meyjar
margs vitandi
þríar ór þeim sæ,
es und þolli stendr.
Urð hétu eina,
aðra Verðandi,
—skgru á skíði, —
Skuld ena þriðju,
þær lgg Iggðu,
þær líf kuru
alda hprnum,
— prlpg seggja. —