Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Síða 99

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Síða 99
VÖLUSPÁ KONUNGSBÓKAR 99 Lóðurr. Af öllum orðum, sem verið gætu skyld þessu nafni, er kvenkynsorðið lóð lík- ast, en það merkir í fornu máli afrakstur, ávöxt jarðar, m. a. gras, enda í hljóðskipta- venzlum við láð: land. Einnig hefur þess verið getið til, að Lóðurr væri skylt þýzku sögninni lodern, sem þýðir að loga. En þess ber vel að gæta, að sú merking hinnar þýzku sagnar þekkist ekki fyrr en á 15. öld og þá sennilega til komin fyrir áhrif nafn- orðsins Lohe, sem er skylt íslenzka orðinu logi. Upphaflega þýðir sögnin lodern: vaxa, dafna (Kluge-Götze: Etymol. Wörterb., o. fl.). Ber því hvort tveggja að sama brunni. Lóðurr gæti merkt þann, sem veitir vöxt og viðgang. Verkaskipting Burs sona við sköpun mannsins hefur e. t. v. verið þessi: Óðinn réð því, að Askur og Embla urðu lifendur, þ. e. blés þeim lífsanda í brjóst. Lífsandanum hefur sjálfsagt fylgt blóðrás, sem er óaðskiljanleg andardrætti og sameiginleg dýrum og mönnum eins og hann. Hœnir gaf það, sem greindi manninn frá dýrunum og gerði hann aðlaðandi: óð, þ. e. manvit. Lóðurr veitti hárvöxt og litu góða, þ. e. gott yfir- bragð, en hvort tveggja mætti skoða sem tákn vaxtar og viðgangs. Þess hefði mátt vænta, að Oðinn, guð skáldskapar og vizku, hefði veitt manninum „óð“. Ef til vill er þó ekki minni rökvísi að láta höfðingja ása gera sama fyrir Ask og Emblu og „dróttinn dverga“ (9. v.) gerði fyrir „manlíkun“ (10. v.). Ættfaðir jötna, Ymir, varð til úr eitri, enda atall, illur. Ættfaðir ása, Búri, leyndist í grjóti. Forfaðir dverga, Mótsognir, var gerður úr sjó og grjóti, en dvergalýður úr mold. Forfaðir manna, Askur, og kona hans, Embla, voru tré. Þegar þess er gætt, að mold er afkvæmi grjóts og sjávar, en tré gróður moldar, er ljóst, að í heiðinni sköp- unarsögu er maðurinn kóróna lífsins. Sbr. sögu jarðar: Ymir (frumefni jarðar) •— niu heimar í sjó (björg á sjávarbotni) — jörð ofan sjávar (mold) — askurinn Ygg- drasill (jörð í blóma). 7. ATRIÐI, 19. og 20. VÍSA: HEIMSMYNDIN 19. Ask veit ek standa, heitir Yggdrasill. Hór baðmr, ausinn hvítaauri, — þaðan koma dpggvar, þærs í dala falla, — stendr æ yfir grœnn Urðarbrunni. 20. Þaðan koma meyjar margs vitandi þríar ór þeim sæ, es und þolli stendr. Urð hétu eina, aðra Verðandi, —skgru á skíði, — Skuld ena þriðju, þær lgg Iggðu, þær líf kuru alda hprnum, — prlpg seggja. —
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.