Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Side 127

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Side 127
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON TÓNSKÁLD 127 að til þess yrði hann að komast í kynni við fjölbreyttari tónlist en þá, sem iðkuð var í Vopnafirði um þessar mundir. Björg- vin hefir verið mjög tengdur átthögum sín- um, og bera hinar glöggu bernskuminn- ingar hans því meðal annars vitni. Hann var líka alla ævi mjög heimakær maður, tengsl hans við fjölskyldu sina óvenjusterk og ástríki mikið með þeim systkinum og móður þeirra. Aður hafði komið til orða, þegar Björgvin var enn barn að aldri, að fjölskylda hans flyttist búferlum í aðra sveit. Fékk þetta svo mjög á drenginn, að honum lá við algerri hugsýki, og munu viðbrögð hans hafa ráðið úrslitum um, að hætt var við þessa ráðagerð. Má því geta nærri, að honum hefir ekki fallið létt að taka sig upp og flytjast í aðra heimsálfu. Þroskaskilyrði fyrir verðandi tónskáld voru ekki stórum vænlegri á þeim slóðum, sem Björgvin nú kannaði, en verið hafði í Vopnafirði. En þess var naumast að vænta, að Björgvin gerði sér grein fyrir því að svo stöddu. Tónlistarlíf í Winnipeg var fá- breytt og einhæft, þótt tónlistaráhugi væri verulegur, og íslendingar í Vatnabyggð munu varla hafa staðið Vopnfirðingum miklu framar í tónmenningu. Lengst af varð Björgvin að hafa ofan af fyrir sér með erfiðisvinnu, ýmist við byggingar í Winnipeg eða bústrit vestur við vötnin. Má þakka það ódrepandi elju hans og óbilandi trú á köllun sinni, að hann lét ekki með öllu hugfallast. Ýmsir urðu til að telja í hann kjark, og mat Björgvin það jafnan mikils. A hinn bóginn var hann mjög viðkvæmur fyrir því, ef á móti blés, einkum ef hann taldi sig verða varan við vantrú manna á hæfi- leikum sínum eða tónsmíðastarfi. Þó er mér tjáð af kunnugum (Sigfúsi Halldórs frá Höfnum), að sjaldan muni Björgvin hafa kvartað yfir hlutskipti sínu á þessum árum, á meðan barátta hans var hörðust og horfur tvísýnastar. Björgvin fer ekki dult með það, hvaða tónlist hafði dýpst áhrif á hann á þessum fyrstu árum vestra: „Ég nötraði eins og espilauf, þegar ég heyrði tónlist, sem hreif mig, einkum fjölradda (kontrapunktal) kóra, og þá sérstaklega eftir Hándel, ellegar lagræna söngva. Setti þá oftast að mér ákafan grát, sem ég gat ekki haldið í skefjum, hvernig sem á stóð. Að vísu fann ég, að þessi guðdómlega tónlist var mér með öllu ofviða, en jafnframt þótti mér sem það væri einmitt svona tónlist, eða eitthvað henni líkt, sem iðulega hefði hljómað í sál minni á unglingsárunum . . Björgvin GnSmundsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.