Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Qupperneq 127
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON TÓNSKÁLD
127
að til þess yrði hann að komast í kynni
við fjölbreyttari tónlist en þá, sem iðkuð
var í Vopnafirði um þessar mundir. Björg-
vin hefir verið mjög tengdur átthögum sín-
um, og bera hinar glöggu bernskuminn-
ingar hans því meðal annars vitni. Hann
var líka alla ævi mjög heimakær maður,
tengsl hans við fjölskyldu sina óvenjusterk
og ástríki mikið með þeim systkinum og
móður þeirra. Aður hafði komið til orða,
þegar Björgvin var enn barn að aldri, að
fjölskylda hans flyttist búferlum í aðra
sveit. Fékk þetta svo mjög á drenginn, að
honum lá við algerri hugsýki, og munu
viðbrögð hans hafa ráðið úrslitum um,
að hætt var við þessa ráðagerð. Má því geta
nærri, að honum hefir ekki fallið létt að
taka sig upp og flytjast í aðra heimsálfu.
Þroskaskilyrði fyrir verðandi tónskáld
voru ekki stórum vænlegri á þeim slóðum,
sem Björgvin nú kannaði, en verið hafði í
Vopnafirði. En þess var naumast að vænta,
að Björgvin gerði sér grein fyrir því að
svo stöddu. Tónlistarlíf í Winnipeg var fá-
breytt og einhæft, þótt tónlistaráhugi væri verulegur, og íslendingar í Vatnabyggð
munu varla hafa staðið Vopnfirðingum miklu framar í tónmenningu. Lengst af varð
Björgvin að hafa ofan af fyrir sér með erfiðisvinnu, ýmist við byggingar í Winnipeg
eða bústrit vestur við vötnin. Má þakka það ódrepandi elju hans og óbilandi trú á
köllun sinni, að hann lét ekki með öllu hugfallast. Ýmsir urðu til að telja í hann kjark,
og mat Björgvin það jafnan mikils. A hinn bóginn var hann mjög viðkvæmur fyrir
því, ef á móti blés, einkum ef hann taldi sig verða varan við vantrú manna á hæfi-
leikum sínum eða tónsmíðastarfi. Þó er mér tjáð af kunnugum (Sigfúsi Halldórs
frá Höfnum), að sjaldan muni Björgvin hafa kvartað yfir hlutskipti sínu á þessum
árum, á meðan barátta hans var hörðust og horfur tvísýnastar.
Björgvin fer ekki dult með það, hvaða tónlist hafði dýpst áhrif á hann á þessum
fyrstu árum vestra: „Ég nötraði eins og espilauf, þegar ég heyrði tónlist, sem hreif
mig, einkum fjölradda (kontrapunktal) kóra, og þá sérstaklega eftir Hándel, ellegar
lagræna söngva. Setti þá oftast að mér ákafan grát, sem ég gat ekki haldið í skefjum,
hvernig sem á stóð. Að vísu fann ég, að þessi guðdómlega tónlist var mér með öllu
ofviða, en jafnframt þótti mér sem það væri einmitt svona tónlist, eða eitthvað henni
líkt, sem iðulega hefði hljómað í sál minni á unglingsárunum . .
Björgvin GnSmundsson