Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Qupperneq 129

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Qupperneq 129
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON TÓNSKÁLD 129 gerði hann sér góðar vonir um, að flutningur hennar á hátíð þessari og ef til vill útgáfa á vegum þeirra aðilja, er að hátíðinni stóðu, gæti orðið sér til nokkurs fram- dráttar. En ekkert varð úr þessu, og stóð meira að segja í stappi að ná handritinu aftur. Þegar það loks kom, lét Björgvin það verða sitt fyrsta verk að rífa af því titilblaðið með tileinkuninni. En nú hugkvæmdist Björgvin að efna sjálfur til flutnings á kantötunni í Winnipeg og fékk til þess liðveizlu ýmissa góðvina sinna. Þessir tónleikar fóru fram 23. febrúar 1926, og voru þar flutt eingöngu verk eftir Björgvin. A fyrra hluta efnisskrárinnar voru ýmis smærri verk og tveir kórar úr Strengleikum, en á síðara hlutanum kantatan, sem var aðalviðfangsefnið. Hér kvaddi Björgvin sér hljóðs með þeim hætti, sem eftir- tekt hlaut að vekja, enda mörkuðu tónleikarnir þáttaskil á ferli hans. Upp úr þessu bundust landar vestra samtökum um að styrkja hann til náms, og fór hann með fjöl- skyldu sína til Lundúna þeirra erinda haustið 1926, sem fyrr segir, þá orðinn hálf- fertugur að aldri. Þegar hér var komið sögu, má segja, að Björgvin væri fullmótað tónskáld, og við- horf hans til lífs og listar munu ekki hafa breytzt úr þessu, svo að teljandi sé. Hann hafði starfað ósleitilega að tónsmíðum meira en hálfan annan áratug og átti í fórum sínum nokkuð á annað hundrað tónverka, stórra og smárra, þar á meðal tvær óratóríur (eða söngdrápur, eins og Björgvin nefndi slik verk sín), ekki litlar í sniðum, og eina kantötu. Hann hafði skapað sér ákveðinn tónlistarstíl, að vísu mjög undir áhrifum þeirra höfunda, sem honum voru kunnastir og kærastir, en engu að síður, að ég hygg, í samhljóman við hans innri rödd. Björgvin var að eðlisfari ákaflega við- kvæmur maður, eins og áður hefir verið vikið að, hrifnæmur og einlægur. En hann var ekki haldinn óþoli leitandans, og hann hafði alla tíð illan bifur á hverju því, sem honum fannst bera keim af nýjungagirni, og lagði slíkt út til léttúðar og flysjungs- háttar. Allur „módernismi“ í tónlist — og hann skildi það orð mjög víðum skilningi — var eitur í hans beinum. Hann hafði fundið sína fegurðarhugsjón og undi við hana glaður. Fastheldnin og tryggðin við það, sem honum var kært, var honum ásköpuð. „Það sem ég held að hafi einkum einkennt mig í æsku,“ segir hann, „... var óvenju mikil vanafesta, eins konar trygglyndi og trúhneigð. Að vísu lagði Mamma mikið kapp á að innræta okkur trúhneigðina, en eigi að síður hygg ég, að hún hafi verið mér í hlóð borin. Svo vanafastur var ég, að mér sárnaði mjög að sjá t. d. steina færða úr stað eða nokkrar breytingar gerðar kringum bæinn eða í túninu.“ Björgvin var náttúrubarn, „einfaldur“ maður í góðri merkingu þess orðs, og vildi vera það. „Þegar ég hugsa til þess fólks, sem ég var samvistum við á bernskuárum mínum, verður að sönnu ekki fyrir mér neitt lærdóms- eða menntafólk, vísindalega sinnað, en það vissi sínu viti fyrir því, var ósvikið afsprengi feðra sinna og mæðra og talaði móðurmál sitt í raun og sannleika. Og ég er þakklátur fyrir áhrifin, sem ég, barnið, varð fyrir frá þessu fólki .. .,“ segir hann á öðrum stað. Og hann kemst að þeirri niðurstöðu, „að sá fáfróði risti stundum dýpra í sínum nakta einfaldleik en hinn margskólaði, sem oft virðist hlaðinn slíkum menntadúðum, að hvergi grillir í mann- 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.