Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Page 130

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Page 130
130 BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON TÓNSKÁLD inn sjálfan.“ Áður er vikið að andúð hans á „tónjöfrum Winnipegborgar“, en um starfsbræður þeirra yfirleitt hefir hann þetta að segja meðal annars: „Annars hafa tónmenntasérfræðingar alltof undantekningarlítið löngum komið mér fyrir sjónir sem hrokafullir og listheimskir oflátungar, og við að kynnast þeim hefi ég einkum lært - að fyrirlíta þá. Það helzta, sem þeim er til lista lagt, er að gera allt að engu, því að ekkert er það eina, sem ekki getur skyggt á ekkert, en svei þeirri list.“ Þegar allt þetta er haft í huga, verður þess naumast vænzt, að tveggja vetra nám Björgvins í Royal College of Music í Lundúnum markaði djúp spor í þróunarferil hans eða bæri svipaðan árangur og mátt hefði vænta, hefði hann getað gefið sig við náminu svo sem 10 eða 15 árum fyrr, áður en venjur hans og viðhorf voru orðin svo fast mótuð. Enda lætur hann lítið af skólavistinni, þótt honum liggi vel orð til kennara sinna. Hann átti við augnveiki að stríða um þetta leyti, og hefir hún eflaust háð honum verulega við nám og störf. Sjálfur telur Björgvin sig hafa verið lítinn námsmann og víkur að því oftar en einu sinni. Hafi svo verið, hefir það fremur verið sökum viljaskorts en gáfna, því að Björgvin var mjög vel greindur maður og minnugur, svo sem öllum er kunnugt, er honum kynntust, og vel má marka af ýmsu því, er hann hefir látið frá sér fara í rituðu máli. Sama segir mér kunnugur maður (Sigfús Halldórs frá Höfnum) um systkini hans. Víst er um það, að Björgvin lauk tilskildu prófi í Lundúnum og hlaut lærdómstitilinn A.R.C.M. (Associate of the Royal College of Music). Eftir hann liggur frá þessum tíma talsvert af inventionum, fúgum og annarri slíkri „skólavinnu“, en ekki verður séð, að nein teljandi breyting eða varanleg hafi orðið á stíl hans eða starfsaðferðum. Þeir Stephan G. Stephansson og Björgvin voru góðkunningjar, og hafði Björgvin talfært við Stephan að yrkja fyrir sig óratóríutexta. Stephan varð við þeim tilmælum, orti Þiðrandakviðu sína og sendi Björgvin hana til Lundúna skömmu fyrir andlát sitt. Segir Björgvin hann jafnframt hafa gefið sér leyfi til að fella úr kvæðinu og „prjóna inn í“ það, eftir því sem hann teldi nauðsyn krefja. Tók Björgvin þegar að velta fyrir sér efninu, og fyrstu drög að Orlagagátunni, en svo nefndi Björgvin tónverk sitt við þennan texta, urðu til í Lundúnum sumarið 1927. Eftir Lundúnadvölina starfaði Björgvin aðallega að tónlistarkennslu og söngstjórn í Winnipeg næstu ár. En „kreppan mikla“ var í aðsigi: nemendurnir urðu færri og kennslulaunin lægri en vænzt hafði verið og afkoman ekki betri en svo, að stundum varð að leita til annarra starfa til þess að sjá fjölskyldunni farborða. Vorið 1929 samdi Björgvin kantötuna Islands þásund ár við Alþingishátiðarljóð Davíðs Stefáns- sonar frá Fagraskógi. 1 sambandi við þetta verk og frumflutning þess í Winnipeg 3. marz 1931 varð Björgvin enn fyrir ýmislegum vonbrigðum og sárum leiðindum, sem höfðu á hann langvinn og lamandi áhrif, og andrúmsloftið í tónlistarlífi Winnipegborg- ar mun ekki hafa verið honum geðfellt eftir þetta. Þrátt fyrir langa útivist hafði Björgvin alla tíð verið mikill Islendingur, og var fastheldni hans við þjóðerni sitt mjög í samræmi við eðli hans allt. Hann hélt alltaf íslenzkum þegnrétti, og undir niðri hafði hann alltaf langað heim. Hann tók því
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.