Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Page 137

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Page 137
PÉTUR SIGURÐSSON NIELS JESPERSEN, GRADUAL 1573 Landsbókasafn á gott eintak af þessari fágætu bók. Það vekur athygli, að pappír í titil- blaði er með öðrum blæ en annar pappír í bókinni, auðsæilega 19. eða 20. aldar skrif- pappír. Titilblað er ekki að öðru leyti frábrugðið, prentað með svörtum og rauðum lit og nokkru flúri, en aftan á því mynd konungsins, Friðriks II. Sami skrifpappír er í aftasta blaði bókarinnar, en á fremri síðu þess er niðurlag registurs, en aftari síðan er auð. Það er ljóst, að þessi tvö blöð hafa glatazt úr bókinni og verið endurgerð með mestu nákvæmni. I Ritaukaskrá Landsbókasafns 1939, bls. 58, hef ég gizkað á, að þau hafi verið ljósprentuð, þó að þau séu raunar ekki þessleg, enda er saga þeirra önnur. Hún er á þessa leið, sögð mér af Guðmundi Gamalíelssyni bókaútgefanda. Guðmundur lærði bókbandsiðn í bókbandsstofu ísafoldar, en þar voru þá bundnar bækur Landsbókasafns. Var hann á námstíma sínum oft sendur á milli safns og bók- bands og varð þá málkunnugur Hallgrími Melsteð landsbókaverði. Þegar Guðmundur um aldamótin hafði lokið námstíma sínum, hélt hann til Kaupmannahafnar til frekara náms, en í síðustu ferð sinni í safnið sagði hann landsbókaverði frá þeirri fyrirætlan. Bað landsbókavörður liann að skilnaði að gera safninu þann greiða að fara í Konungs- bókblöðu og skrifa upp titilblaðið á Graduali Jespersens og aftasta blaðið. Guðmundur gekk í danska bókbindarafélagið og sótti fundi þess. Kynntist hann þar ýmsum iðnaðarmönnum. Meðal þeirra var tréskurðarmaður, Frederik Hendriksen, venjulega kenndur við iðn sína, sem var að skera í tré myndamót til prentunar, og nefndur Xylograf Hendriksen. Þótti enginn þar í landi snjallari í þeirri grein. Má um hann lesa í Haandbog i Bibliotekskundskab (Svend Dahl), Kh. 1924, bls. 214 og 289. Nú kemur að því, að Guðmundur hyggst reka erindi landsbókavarðar. Hafði hann ekki fyrr komið í safnið, og þar sem hann stendur þar utan dyra og hugsar sitt ráð, kemur þar aðvífandi Xylograf Hendriksen og tekur hann tali. Segir Guðmundur hon- um erindi sitt. „Láttu mig um það,“ segir Hendriksen. Nokkru síðar afhenti hann Guðmundi titilblaðið og aftasta blaðið prentað. Titillinn er prentaður í tveim litum, rauðum og svörtum, og verður að skera sitt mótið fyrir hvorn litinn. A bakhlið titilblaðsins er mynd af konunginum, Friðriki II, og loks er næstaftasta síðan með registri, alls fjögur myndamót.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.