Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Qupperneq 137
PÉTUR SIGURÐSSON
NIELS JESPERSEN, GRADUAL 1573
Landsbókasafn á gott eintak af þessari fágætu bók. Það vekur athygli, að pappír í titil-
blaði er með öðrum blæ en annar pappír í bókinni, auðsæilega 19. eða 20. aldar skrif-
pappír. Titilblað er ekki að öðru leyti frábrugðið, prentað með svörtum og rauðum lit
og nokkru flúri, en aftan á því mynd konungsins, Friðriks II. Sami skrifpappír er
í aftasta blaði bókarinnar, en á fremri síðu þess er niðurlag registurs, en aftari síðan
er auð. Það er ljóst, að þessi tvö blöð hafa glatazt úr bókinni og verið endurgerð
með mestu nákvæmni. I Ritaukaskrá Landsbókasafns 1939, bls. 58, hef ég gizkað á, að
þau hafi verið ljósprentuð, þó að þau séu raunar ekki þessleg, enda er saga þeirra
önnur. Hún er á þessa leið, sögð mér af Guðmundi Gamalíelssyni bókaútgefanda.
Guðmundur lærði bókbandsiðn í bókbandsstofu ísafoldar, en þar voru þá bundnar
bækur Landsbókasafns. Var hann á námstíma sínum oft sendur á milli safns og bók-
bands og varð þá málkunnugur Hallgrími Melsteð landsbókaverði. Þegar Guðmundur
um aldamótin hafði lokið námstíma sínum, hélt hann til Kaupmannahafnar til frekara
náms, en í síðustu ferð sinni í safnið sagði hann landsbókaverði frá þeirri fyrirætlan.
Bað landsbókavörður liann að skilnaði að gera safninu þann greiða að fara í Konungs-
bókblöðu og skrifa upp titilblaðið á Graduali Jespersens og aftasta blaðið.
Guðmundur gekk í danska bókbindarafélagið og sótti fundi þess. Kynntist hann þar
ýmsum iðnaðarmönnum. Meðal þeirra var tréskurðarmaður, Frederik Hendriksen,
venjulega kenndur við iðn sína, sem var að skera í tré myndamót til prentunar, og
nefndur Xylograf Hendriksen. Þótti enginn þar í landi snjallari í þeirri grein. Má um
hann lesa í Haandbog i Bibliotekskundskab (Svend Dahl), Kh. 1924, bls. 214 og 289.
Nú kemur að því, að Guðmundur hyggst reka erindi landsbókavarðar. Hafði hann
ekki fyrr komið í safnið, og þar sem hann stendur þar utan dyra og hugsar sitt ráð,
kemur þar aðvífandi Xylograf Hendriksen og tekur hann tali. Segir Guðmundur hon-
um erindi sitt. „Láttu mig um það,“ segir Hendriksen. Nokkru síðar afhenti hann
Guðmundi titilblaðið og aftasta blaðið prentað.
Titillinn er prentaður í tveim litum, rauðum og svörtum, og verður að skera sitt
mótið fyrir hvorn litinn. A bakhlið titilblaðsins er mynd af konunginum, Friðriki II,
og loks er næstaftasta síðan með registri, alls fjögur myndamót.