Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Side 142
142
U M HANDRIT ÞORSTEINS ERLINGSSONAR
19. Séra Friðrik Eggerz og Guðrún dóttir hans, r. 147-149.
20. Sveinn Pétursson, r. 149-150.
21. [Fellt úr sögunni unr Sigurð Breiðvíking], r. 155-158.
Engin þessara sagna er heldur í þjóðsagnaútgáfunni.
Þorsteinn Erlingsson hafði mikinn áhuga á rímum og safnaði þeim, bæði prent-
uðum og skrifuðum, auk þess sem hann skrifaði töluvert upp af þeim sjálfur. Ut í þá
sálma verður ekki nánar farið hér, það yrði of langt mál.
A Hafnarárum sínum mun Þorsteinn hafa fengizt töluvert við að eftirrita handrit
fyrir ýmsa menn. Má þar til dæmis nefna rithöfundatal Hallgríms Jónssonar djákna,
nú ÍB. 385, 4to. Ekki er vitað, hvar það eftirrit er nú niðurkomið, en Sighvatur Borg-
firðingur hefir skrifað það upp, og er eftirrit Sighvats nú Lbs. 2343, 4to, en á titil-
síðu segir hann um handrit Þorsteins: „Handrit það sem hér er ritað eftir, hefir cand.
phil. Þorsteinn skáld Erlingsson skrifað í Kaupmannahöfn, í Júlí, August og Septemher,
1890, eftir eigin handarriti höfundar í Handritasafni Bókmentafélagsins, No. 385.
4to ...“
Þá er þess næst að geta, að varðveitzt hafa nokkur dagbókarbrot Þorsteins, en
ekki samfelldar dagbækur um langan tíma (Lbs. 4180, 4to). Fyrsta brotið byrjar
12. nóv. 1875 og nær til 16. apríi 1877. Fyrri hluti þessa brots virðist vera hreinrit
eldri dagbókar, því að allt er brotið skrifað í Almanak Þjóðvinafélagsins 1877. Til
þess benda og greinargerðir fyrir framan árið 1875 og 1876. Greinargerðin fyrir
árið 1875 er svohljóðandi: „Vorið 1875 fór jeg fyrsta sinn til Rvk, og þá talað[ij
jeg við St. Th„ M. J. og G. Magnússon og ljet þá heira kvæði þau, er jeg þá átti;
og hvöttu þeir mig til að koma til sín næsta vetur. Seinna um sumarið reit M. J.
Jóni söðlasmið um sama efni. Það sumar var jeg fyrir austan. Loks varð af því, að
jeg færi suður, og lagði jeg af stað hinn 5. Nóvember og kom þangað hinn 10. sama
mánaðar . ..“ Síðan kemur „Dagbók þann vetur,“ þar sem Þorsteinn greinir m. a.
frá tímakennslu, sem hann naut þann vetur og ýmsu fleiru forvitnilegu. Greinar-
gerðin fyrir árið 1876 er aftur á móti á þessa leið: „Sumarið 1876 var jeg heima;
þá var síra Skúli Gíslason biðinn að kenna mjer næsta vetur, en hann treysti sjer ekki
til þess; sömuleiðis síra Isl. Gíslason, og gat hann það ei heldur. í september komu
austur St. Th. og M. J„ og afgjörðist þá, að jeg færi suður. Þegar jeg kvaddi gáfu
mjer til ferðarinnar síra Skúli 50 kr„ síra Hannes 38 kr„ Jón Sig. 10, G. Pálsdóttir
9, Sigurður á Barkast. 10, Sæm. 4, G. Þ. Árkvörn 3, Sólveig Múla 3, Lindi 1, Pápi
3, Jónsi 1, G. Un. 5, Bergst. tösku. Alls 183.“ Ekki eru þetta nema 137 kr„ svo að lík-
lega hefir taskan kostað 46 kr.
Því eru þessar greinir birtar hér, að oftast hefir verið talið, að Steingrímur Thor-
steinsson og síra Matthías Jochumsson hafi fundið Þorstein svo sem eins og af til-
viljun austur í Fljótshlíð sumarið 1876, séð, hvað í honum bjó, og viljað koma
honum til mennta. Hafa menn síður lagt trúnað á,að Fljótshlíðarpilturinnhafihaftein-
urð til þess að ganga fyrir skáldhöfðingjana og sýna þeim kvæði sín. Síra Matthías seg-
ir í Söguköflum sínum, Akureyri 1922, bls. 295: „Þá vil ég geta þess, að við Steingrím-
A