Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Síða 142

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Síða 142
142 U M HANDRIT ÞORSTEINS ERLINGSSONAR 19. Séra Friðrik Eggerz og Guðrún dóttir hans, r. 147-149. 20. Sveinn Pétursson, r. 149-150. 21. [Fellt úr sögunni unr Sigurð Breiðvíking], r. 155-158. Engin þessara sagna er heldur í þjóðsagnaútgáfunni. Þorsteinn Erlingsson hafði mikinn áhuga á rímum og safnaði þeim, bæði prent- uðum og skrifuðum, auk þess sem hann skrifaði töluvert upp af þeim sjálfur. Ut í þá sálma verður ekki nánar farið hér, það yrði of langt mál. A Hafnarárum sínum mun Þorsteinn hafa fengizt töluvert við að eftirrita handrit fyrir ýmsa menn. Má þar til dæmis nefna rithöfundatal Hallgríms Jónssonar djákna, nú ÍB. 385, 4to. Ekki er vitað, hvar það eftirrit er nú niðurkomið, en Sighvatur Borg- firðingur hefir skrifað það upp, og er eftirrit Sighvats nú Lbs. 2343, 4to, en á titil- síðu segir hann um handrit Þorsteins: „Handrit það sem hér er ritað eftir, hefir cand. phil. Þorsteinn skáld Erlingsson skrifað í Kaupmannahöfn, í Júlí, August og Septemher, 1890, eftir eigin handarriti höfundar í Handritasafni Bókmentafélagsins, No. 385. 4to ...“ Þá er þess næst að geta, að varðveitzt hafa nokkur dagbókarbrot Þorsteins, en ekki samfelldar dagbækur um langan tíma (Lbs. 4180, 4to). Fyrsta brotið byrjar 12. nóv. 1875 og nær til 16. apríi 1877. Fyrri hluti þessa brots virðist vera hreinrit eldri dagbókar, því að allt er brotið skrifað í Almanak Þjóðvinafélagsins 1877. Til þess benda og greinargerðir fyrir framan árið 1875 og 1876. Greinargerðin fyrir árið 1875 er svohljóðandi: „Vorið 1875 fór jeg fyrsta sinn til Rvk, og þá talað[ij jeg við St. Th„ M. J. og G. Magnússon og ljet þá heira kvæði þau, er jeg þá átti; og hvöttu þeir mig til að koma til sín næsta vetur. Seinna um sumarið reit M. J. Jóni söðlasmið um sama efni. Það sumar var jeg fyrir austan. Loks varð af því, að jeg færi suður, og lagði jeg af stað hinn 5. Nóvember og kom þangað hinn 10. sama mánaðar . ..“ Síðan kemur „Dagbók þann vetur,“ þar sem Þorsteinn greinir m. a. frá tímakennslu, sem hann naut þann vetur og ýmsu fleiru forvitnilegu. Greinar- gerðin fyrir árið 1876 er aftur á móti á þessa leið: „Sumarið 1876 var jeg heima; þá var síra Skúli Gíslason biðinn að kenna mjer næsta vetur, en hann treysti sjer ekki til þess; sömuleiðis síra Isl. Gíslason, og gat hann það ei heldur. í september komu austur St. Th. og M. J„ og afgjörðist þá, að jeg færi suður. Þegar jeg kvaddi gáfu mjer til ferðarinnar síra Skúli 50 kr„ síra Hannes 38 kr„ Jón Sig. 10, G. Pálsdóttir 9, Sigurður á Barkast. 10, Sæm. 4, G. Þ. Árkvörn 3, Sólveig Múla 3, Lindi 1, Pápi 3, Jónsi 1, G. Un. 5, Bergst. tösku. Alls 183.“ Ekki eru þetta nema 137 kr„ svo að lík- lega hefir taskan kostað 46 kr. Því eru þessar greinir birtar hér, að oftast hefir verið talið, að Steingrímur Thor- steinsson og síra Matthías Jochumsson hafi fundið Þorstein svo sem eins og af til- viljun austur í Fljótshlíð sumarið 1876, séð, hvað í honum bjó, og viljað koma honum til mennta. Hafa menn síður lagt trúnað á,að Fljótshlíðarpilturinnhafihaftein- urð til þess að ganga fyrir skáldhöfðingjana og sýna þeim kvæði sín. Síra Matthías seg- ir í Söguköflum sínum, Akureyri 1922, bls. 295: „Þá vil ég geta þess, að við Steingrím- A
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.