Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Side 148

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Side 148
NOKKURAR SÖGUR ... í HJÁVERKUM UPPSKRIFAÐAR 148 sonar, Steins þáttur Skaptasonar, Þórodds þáttur Snorrasonar, Gellis þáttur Þorkels- sonar. Hér verður ekki kannað, hverjar heimildir þeir bræður hafa haft, að hve miklu leyti þeir hafa ritað eftir prentuðum sögum eða stuðzt við handrit ein. I lok sögunnar af Þorgrimi prúða og Víglundi, syni hans, segir Guðmundur svo í sínu bindi (402. bls.): Skrifuð af G. Magnússyni á Breiðabólstað eptir brotnum blöðum, og sum orð varð ég að smíða. Ljóst er, að Guðmundur hefur haft nokkra minnimáttarkennd gagnvart Guðlaugi, bróður sínum, fundið sem var, að hann var honum mun síðri skrifari. En Guðmundur segir í lok fyrri bókarinnar, að hún sé „enduð 20. marz 1875 . . . og illa skrifuð". En hverjir voru þeir þessir bræður og eljunfræknu skrifarar? Þeir voru synir Magn- úsar Magnússonar (f. 22.2.1820) og Guðrúnar Jónsdóttur (f. 28.5.1820) í Arnarbæli á Fellsströnd, en þau dóu hæði sama árið, 1858, frá tíu hörnum. Jón Thoroddsen orti eftirmæli eftir þau, og eru þau prentuð í kvæðum lians 1871, 152.-54. bls. I eftir- mælunum er m. a. þetta erindi: Ástsæl þau voru og orð sér gátu gott hjá guma mengi; hnigu þau að hauðri um hádag ævi, og það góðir grétu. Guðlaugur Magnússon var fæddur 21. nóvember 1848 í Arnarbæli. Eftir lát foreldra sinna fór hann að Hafursstöðum á Fellsströnd til Kristínar Jónsdóttur, móðursystur sinnar, og Eiríks Jónssonar, manns hennar, og var hjá þeim, unz hann fluttist vestur um haf síðla sumars 1874 ásamt Jóhannesi, bróður sínum. Þeir voru um veturinn skammt frá bænum Kinmount i Ontario, en héldu haustið 1875 í fjölmennum hópi Islendinga vestur til Manitoba og settust að í Árnessbyggð í Nýja-Islandi. Þeir bræður bjuggu samtýnis og kölluðu háðar jarðirnar einu nafni Dögurðarnes, eftir Dagverðar- nesi á Skarðsströnd. Þegar Guðlaugur nokkru eftir aldamót gerðist póstafgreiðslumaður, nefndi hann pósthúsið Nes, þóttist vita, að Dögurðarnes yrði nokkuð ótamt í munni enskra. Guðlaugur sat um hríð í stjórn Gimlisveitar og lét jafnan málefni hennar til sín taka, hélt t. a. m. stundum uppi vörnum fyrir Nýja ísland í Lögbergi, þegar hallað var á það í Heimskringlu. Guðlaugur varð fyrstur til að fjalla rækilega um nauðsyn þess, að rituð yrði saga íslendinga í Vesturheimi, samdi um það efni grein í 7. tbl. Lögbergs 1889. í greininni segir Guðlaugur m. a.: „Ef farið verður að rita sögu íslendinga hér, þá þarf sú saga að geta allra þeirra ís- lenzkra manna, sem stigið hafa fæti á ameríkanska grund, síðan vesturflutningar hóf- ust frá íslandi, þótt ekki væri nema aðeins að nefna suma þeirra á nafn í sögunni. Sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.