Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Page 148
NOKKURAR SÖGUR ... í HJÁVERKUM UPPSKRIFAÐAR
148
sonar, Steins þáttur Skaptasonar, Þórodds þáttur Snorrasonar, Gellis þáttur Þorkels-
sonar.
Hér verður ekki kannað, hverjar heimildir þeir bræður hafa haft, að hve miklu leyti
þeir hafa ritað eftir prentuðum sögum eða stuðzt við handrit ein. I lok sögunnar af
Þorgrimi prúða og Víglundi, syni hans, segir Guðmundur svo í sínu bindi (402. bls.):
Skrifuð af G. Magnússyni á Breiðabólstað eptir brotnum blöðum, og sum orð varð ég
að smíða.
Ljóst er, að Guðmundur hefur haft nokkra minnimáttarkennd gagnvart Guðlaugi,
bróður sínum, fundið sem var, að hann var honum mun síðri skrifari. En Guðmundur
segir í lok fyrri bókarinnar, að hún sé „enduð 20. marz 1875 . . . og illa skrifuð".
En hverjir voru þeir þessir bræður og eljunfræknu skrifarar? Þeir voru synir Magn-
úsar Magnússonar (f. 22.2.1820) og Guðrúnar Jónsdóttur (f. 28.5.1820) í Arnarbæli
á Fellsströnd, en þau dóu hæði sama árið, 1858, frá tíu hörnum. Jón Thoroddsen orti
eftirmæli eftir þau, og eru þau prentuð í kvæðum lians 1871, 152.-54. bls. I eftir-
mælunum er m. a. þetta erindi:
Ástsæl þau voru
og orð sér gátu
gott hjá guma mengi;
hnigu þau að hauðri
um hádag ævi,
og það góðir grétu.
Guðlaugur Magnússon var fæddur 21. nóvember 1848 í Arnarbæli. Eftir lát foreldra
sinna fór hann að Hafursstöðum á Fellsströnd til Kristínar Jónsdóttur, móðursystur
sinnar, og Eiríks Jónssonar, manns hennar, og var hjá þeim, unz hann fluttist vestur
um haf síðla sumars 1874 ásamt Jóhannesi, bróður sínum. Þeir voru um veturinn
skammt frá bænum Kinmount i Ontario, en héldu haustið 1875 í fjölmennum hópi
Islendinga vestur til Manitoba og settust að í Árnessbyggð í Nýja-Islandi. Þeir bræður
bjuggu samtýnis og kölluðu háðar jarðirnar einu nafni Dögurðarnes, eftir Dagverðar-
nesi á Skarðsströnd.
Þegar Guðlaugur nokkru eftir aldamót gerðist póstafgreiðslumaður, nefndi hann
pósthúsið Nes, þóttist vita, að Dögurðarnes yrði nokkuð ótamt í munni enskra.
Guðlaugur sat um hríð í stjórn Gimlisveitar og lét jafnan málefni hennar til sín taka,
hélt t. a. m. stundum uppi vörnum fyrir Nýja ísland í Lögbergi, þegar hallað var á það
í Heimskringlu.
Guðlaugur varð fyrstur til að fjalla rækilega um nauðsyn þess, að rituð yrði saga
íslendinga í Vesturheimi, samdi um það efni grein í 7. tbl. Lögbergs 1889. í greininni
segir Guðlaugur m. a.:
„Ef farið verður að rita sögu íslendinga hér, þá þarf sú saga að geta allra þeirra ís-
lenzkra manna, sem stigið hafa fæti á ameríkanska grund, síðan vesturflutningar hóf-
ust frá íslandi, þótt ekki væri nema aðeins að nefna suma þeirra á nafn í sögunni. Sem