Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Page 150

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1966, Page 150
150 NOKKURAR SÖGUR ... í HJÁVERKUM UPPSKRIFAÐAR nærri má geta, yrði ritið of umfangsmikið og stórt, ef allra væri getið að miklu. Það helzta og líkasta í hvers eins sögukafla verður þetta, sem ég nú skal benda á. Skírnarnafn og föðurnafn kvenmanns sem karlmanns; eins auknefni, ef þau eru íslenzk, hvaða mennta- eða iðnaðargrein hver stundaði heima, og stöðu. Nafn og föður- nafn foreldra, og hvar þeir hafa verið á Islandi; jafnvel ætti að geta einhverra merkra manna í ættinni. Með því mætti heldur fyrirbyggja, að Atlantshafiö sliti ættliðina í sundur. Tilgreina hæ, sveit og sýslu, sem vesturfari var á síðast, hvaða ár liann flutti til Ameríku, og til hvaða bæjar eða borgar, héraðs (County), ríkis eða fylkis, í Banda- ríkjunum eða Canada. Landtakandi tilgreini nafn heimilis síns, því sumir hafa gefið nöfn bæjum sínum, og svo, hvar landiö liggur, í hvaða héraði o. s. frv. Tilgreina þá aðallegustu atvinnu, sem hver stundar, hverju nafni sem iðnargreinin nefnist, mennta- lega eða verklega stunduð; ennfremur þarf að geta hinna helztu atvika, t. d. færslu úr einum stað í annan o. fl. Það er óþolandi, að flestra saga hætti strax eftir að þeir stíga fæti sínum hér á land.“ Ritstjóri Lögbergs (að öllum líkindum Einar Hjörleifsson) reifar í 12. tbl. grein Guðlaugs og segir þar svo m. a.: „Það gladdi oss að fá þessa grein herra Guölaugs Magnússonar — ekki af því, að vér séum höfundinum samdóma, heldur af því, að hvergi hefur verið tekið jafnskýrt og skilmerkilega fram, hvað fyrir mönnum vakir með þessa íslendinga-sögu. Því að við það að bera þessa grein saman við aörar óljósari greinar um þetta efni, hefur oss skilizt svo sem það sama vaki fyrir öðrum, sem annast er um þetta mál, eins og fyrir herra Guðlaugi Magnússyni. Og nú þegar hugmyndir manna um þetta mál eru komnar j afngreinilega fram eins og þær hafa komið fram í grein G. M., er hægra að átta sig á málinu og tala um það, án þess menn þurfi að misskilja hverjir aðra. En vér erum á mjög svo annarri skoðun en hinn háttvirti höfundur. Eftir hans fyrir- hugun yrði sagan um menn, en ekki um málefni.“ Og síöar í greininni segir svo: „Eftir því sem oss viröist, er sjálfsagt að leggja aðal- áherzluna á scimanhengi viðburðanna, ef menn færu í raun og veru að brjótast í að semja þessa sögu og gefa hana út á prent,. Eftir því sem hr. G. M. setur sína sögu-hug- mynd fram, yrði ekkert samanhengi, engin heild í sögunni. Hún yrði ekki annað en registur yfir einstök atvik í lífi fáeinna merkra og fjölda ómerkra manna. Af henni gætu menn ekki séð nema óbeinlínis og í molum, hvernig íslendingum hér hefur í raun og veru liöið, hvað þeir hafa átt við að berjast, hvernig á örðugleikunum hefur staðið, hvað fyrir þeim hefur vakað, hvort þeim hefur farið fram eða aftur, né hvernig á þeirri framför eða afturför hefur staðið.“ Guðlaugur svaraði ritstjóranum í mjög hógværri grein í 21. tbl. Lögbergs 1889, og er sú grein birt í heilu lagi hér í Árbókinni til minningar um höfund sinn. Guðlaugur samdi síðar og birti í Almanaki Ólafs Thorgeirssonar 1899 merkan þátt um Landnám íslendinga í Nýja Islandi og ruddi þar braut frekari söguritun landanna vestra. Mun sr. Jón Bjarnason, er var manna kunnugastur sögu og kjörum Islendinga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.