Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Page 149

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Page 149
HANDRITIÐ GERM. QUART. 2065 149 Kaflinn í Kgs. 1945 75.11-78.9 er að líkindum ritaður af öðrum, þó að rithandir séu líkar. Annars þykir mér ekki efamál, að sama rithönd sé á Kgs. og á réttarbótunum, sem á eftir koma. — Ég hef ekki gert mun á u og v, enda oft erfitt að greina, hvort heldur sé. Þessum rittáknum er því skipt eftir löggildri stafsetningu. Hins vegar er sama táknið í hdr. notað fyrir d, og ð í mínum texta, í hdr. er leggurinn án þverstriks. Þá set ég y f. ý og ý, & f. og-tákn. Kaflarnir eru skrifaðir á góðri 16. aldar íslenzku. Miðað við útgáfuna 1945, sem prentuð er eftir aðalhandritinu (AM 243 ba fol.) og e, a, þar sem eyður eru, er Gq oft eðlilegra, hefur slípaðra mál, nær talmáli. Ritarinn virðist vera menntaður maður, sem skilur vel forrit sitt, hvort sem það er Y, sbr. L. H-O., eða annað náskylt því, og er sjálfstæður í rilhætti. Sömu einkenni þessa ritara finnum við í réttarbótunum. Hann brenglar ekki i og y, af því að þessi hljóð eru ekki fallin saman í framburði hans. Hann ritar t. d. fyrir, ekki firi. Þó má finna ósamkvæmni í mega og meigin, sem er hljóðfræðilega eðlilegt og sýnir hans eigin framburð. Onnur dæmi um rithátt: alltaf það fyrir þat, og f. ok, so f. svo, eða f. eður, a (= á) f. aa. Hann hefur lang- f. láng-, en aftur geingu f. giengu. Yfirleitt er ekki broddur yfir sérhljóðum nema stöku sinn- um í, sbr. upphafið. Þágufalls -i er nokkuð á reiki, ýmist -e eða -i. Ég hef ekki leitað að reglum fyrir því, en hér er sýnilega um framburð hans sjálfs að ræða í hverju einstaka tilfelli. Samkvæmt Ludvig Holm-Olsen skiptast handrit Konungsskuggsj ár í tvo flokka, sem hann nefnir A og B. A er forrit handritanna, sem að sönnu þarf ekki að vera milliliðalaust: a, c, 9 (d), i, k, q, 1913, 14, 17, f, g, h II. Þetta kemur nokkuð saman og heim við þann handritaflokk, sem hefur landaröðina írland, ísland, Grænland, þar sem B-flokkur hefur Island, írland, Grænland. Til B-flokks teljast ba (aðalhandritið), e, n og svo Gq 2065, auk þess tvö brot af einu hdr. táknuð þy. A grundvelli samanburðar L. H-O. 1952 um frávik innan B-flokksins hef ég talið dæmin frá bls. 22.7-35.16, sem taka til B -|- Gq 2065. Þar er ekki aðeins reiknað með innskoti cg úrfellingu orða, heldur og afbrigðilegri orðaröð. Höfundur gerir þar líka mismun á A- og B-flokki. Ég set það yfirlit fram í tölum. Af 80 dæmum um mis- mun A og B eru aðeins 17 dæmi um mismun innan B-flokksins (þar með talið hdr. Gq, sem sver sig ótvírætt í ættina). Þ. e. a. s. í 63 tilfellum eru B-handritin samhljóða. Aðalhandritið er táknað ba. I samanburðinum milli ba, e, n, Gq, hafa e, Gq: ba, n flest tilfelli sameiginleg eða 6 að tölu. Enda þarf ekki að fara í grafgötur um það, þótt e sé kcmið frá aðalhandritinu, ba, þá eru e og Gq skyldust. Nokkrar fleiri tölur: ha : Gq = 17 frávik. ba : e = 22 frávik. Tökum e og Gq saman, þá hafa þau í samein- ingu gagnvart aðalhandritinu ekki minna en 16 frávik í þessum stutta kafla. Hins vegar eru frávik eða munur á milli e og Gq aðeins í 9 dæmum. Þótt ritari Gq 2065 sé sjálfstæður í stafsetningu, hann ritar nokkurn veginn eftir eigin framhurði, þá virðist varla leika nokkur vafi á, að hann hefur fyrir sér sama forrit og ritari e, hann les það bara betur, þar sem hann ritar réttilega „biarkeyar-“ þar sem e hefur eyðu. Þetta forrit má kalla Y, eins og L. H-O. gerir. Aðalhdr., AM 243 ba fol., er talið vera
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.