Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Side 158

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1970, Side 158
158 FRÁ HALLGRÍMISCHEVING farandi kafla, er lýsir vel, hvað á daga hans dreif frá því að náminu lauk og unz hann hvarf að kennslustarfinu á Bessastöðum. Jón segir svo í fyrrgreindri útgáfu (20.-22. bls.): „Þeir Bj arni voru j afnan aldavinir og áttu mikið saman að sælda á Hafnarárunum. Tvö helztu viðfangsefni þeirra voru íslenzk málfræði og eddukvæði. Scheving varð styrkþegi úr sjóði Árna Magnússonar eftir að Árni Helgason hvarf frá sumarið 1808. Thorkelin fékk honum það kynlega verkefni að leggja stafsetningar- reglur Eggerts Ólafssonar út á latínu. Scheving skrifar Árnanefnd 29. marz 1809, að þetta sé að vinna fyrir gíg, þar eð sú bók eigi ekki erindi til útlendinga; þá vanhagi um íslenzka málfræði, en ekki kennslubók í stafselningu. Kveðst hann hafa fyrir allt að misseri tekið að semja íslenzka málfræði upp úr bók Jóns Magnússonar (fl738), og hafi Bjarni Thorarensen verið hvötuður sinn og samverkamaður; sé nú lokið kaflanum um nafnorðabeygingar, að einni fráskilinni, og nokkuð efni til um sagnir; og fer hann þess á leit að mega heldur gefa sig að þessu verki. Um leið skrifar Bjarni einum nefndarmanna, Cold etazráði, um sama efni: vill takast á hendur að húa til íslenzka málfræði í samvinnu við Hallgrím Scheving, annaðhvort á latínu eða dönsku, hyggur þó dönsku hentari. Nefndin tjáði sig samþykka þessari ætlan, minnir Bjarna þó um leið á útlegging norsku laganna, vill hafa málfræðina á dönsku og biður um sýnishorn. Þeir Hallgrímur svara 4. maí 1809, senda tvær fyrstu arkirnar hreinritaðar á latínu, vegna þess að þeir hafi átt þær tilbúnar á því máli, og spyrja um leið, hvort ekki muni ráðlegast að halda áfram samningunni á latínu, með því að Rasmus Rask hafi í smíðum rit sama efnis á dönsku. Ekki leið á löngu áður þeir félagar tæki að hasast upp á þessum slarfa. Bjarni varð undirkansellisti 25. ág. 1809, og mun þá að mestu hafa tekið fyrir önnur störf af lians hendi, og af bréfi Schevings til Árnanefndar 12. febr. 1810 er að ráða, að einnig hann sé orðinn málfræðinni að mestu afhuga. Segist hann nú hugsa til að hafa hana langa og rækilega til að rekast ekki á Rask, er ætli að láta styttri bók koma fyrir almennings sjónir í vor, og geti þá samningin tekið mörg ár. Rit Rasks birtist á til- settum tíma (Vejledning til det Islandske eller gamle Nordiske Sprog, 1811), og var nú ekki annarrar bókar þörf að sinni, ekki heldur á hvers manns færi um að bæta. Síðar eignaðist Rask drög þeirra Schevings, nú geymd í safni hans í Árnasafni: Rask 19. Svo er að sjá, að hugur þeirra Bjarna og Schevings hafi nú allur verið snúinn að eddukvæðum. Árnanefnd hafði tekið rögg á sig og gefið út eitt bindi þeirra 1787, en atorkan entist henni sjaldan til langframa, og lá framhaldið enn í salti. Bjarni tók sig til og skrifaði upp þau eddukvæði, sem þar voru ekki prentuð, á árunum 1809-10 (JS 223 4to). En Scheving talar í ofangreindu bréfi 12. febr. 1810 um þau verk, er sér leiki hugur á að vinna, og nefnir þar til þýðingar ásamt skýringum á Rígsþulu og Völuspá, orðasöfn við Konungs skuggsjá og Eyrbyggju, og athugasemdir við texta og þýðingar hins útgefna eddukvæðabindis. Til framhalds þessa verks hiður hann um að fá að láni óprentaðar eddukvæðauppskriftir í vörzlum Árnanefndar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.