Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Side 132

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Side 132
132 SIGURÐUR ÞÓRÐARSON TÓNSKÁLD tónsmíðar hans, sem prentaðar voru, komu út árið 1932 hjá Tonkunsller-Verlag í Vínarborg. Þær voru „Þrjú sönglög með píanóundirleik, Op. 1“, „Fimm lítil lög fyrir píanó, Op. 2“ og „Þrjú karlakórslög, Op. 3“. Þessar útgáfur geyma lög, sem mikilla vinsælda njóta með þjóðinni, svo sem „Stjarna stjörnum fegri“, „Sofðu, sofðu, litla barnið blíða“ og „Inn um gluggann“. Góðvinur SigurSar, Gunnar R. Pálsson söngv- ari, sem um langt skeið befur verið búsettur í Bandaríkjunum, gaf út hefti með fimm sönglögum hans árið 1944, og ári síðar tíu lög úr óperettunni „I álögum“. Einstök lög er svo að finna sérprentuð eða í söngvasöfnum og límaritum. Þá ber þess að geta, að árið 1960 gaf Menningarsjóður út 50 lög viS Passíusálmana, sem SigurSur hafði safnað og raddsett. Eru það gömul lög, sem sungin voru við Passíusálmana fyrr á öldum, en urðu á síðari hluta 19. aldar og í byrjun þessarar að víkja fyrir lögum, sem áhugasamir umbótamenn í kirkjusöng tóku upp og töldu enda hæfa betur nýjum tíma. Af þessum lögum er 22 að finna í hinu mikla þjóðlagasafni séra Bjarna Þor- steinssonar, en sjálfur leitaði Sigurður uppi og skráði 28 þeirra í hjáverkum á löngu árabili. Sum af þessum gömlu lögum lifðu aðeins á vörum örfárra karla og kvenna, og er því eins víst, að ekki hefðu þau öll geymzt framtíðinni, hefði ekki komið til óþreytandi áliugi SigurSar Þórðarsonar. Þegar „gömlu Passíusálmalögin“ í radd- setningu SigurSar voru fyrst sungin í dagskrá Ríkisútvarpsins, hófust ótrúleg skrif í dagblöð gegn fluLningi þeirra, og gætti þar oft furðumikillar þröngsýni. Áskell Snorrason tónskáld skrifaði þá nokkrar hlaðagreinar um málið af augljósri þekkingu og hógværð. í grein, sem birtist í ÞjóSviljamnn í marz 1963, segir Áskell m. a.: „Þessi lög eru, eins og íslenzku kvæðalögin og fjöldamörg önnur íslenzk þjóðlög, mjög ólík þjóðlögum annarra þjóða, alveg eins og íslenzk lunga, íslenzkur skáldskapur, venjur og þjóðhættir eru ólík tungum, skáldskap, venjum og þjóðháttum annarra þjóða. Þau eru þátlur af lífi þjóðarinnar, þáttur, sem hún getur ekki glatað, án þess að hún bíði tjón á sálu sinni. Og ég er sannfærður um það, að ef íslenzk tónlist á að geta orðið þjóðinni það, sem tónlist hinna mestu tónlistarþjóða er þeim, þá verður hún að byggja á tónskáldskap íslenzku alþýðunnar. — En hvað sem því líður, þá er það bæði nauðsyn og skylda að bjarga frá glötun og kynna þjóðinni þennan menningararf hennar, engu síður en önnur menningarverSmæti.------Og ég held að það verði seint fullmetið, hvers íslenzka þjóðin hefur farið á mis viS það, að kirkju- leg sönglist hennar hefur fengið á sig ljóma af útlendum perlum í stað þess að leit- aðar væru uppi, hreinsaðar og fágaðar þær dýrmælu perlur, sem hún hafði sjálf skapað af hjartablóði sínu í fátækt sinni og þrengingum, en hafði ekki verið þess umkomin aS smíða þeim viðeigandi umgerð - skapa úr þeim listræna íslenzka tón- list.“ Sigurði ÞórSarsyni var mikið í mun, að gömlu Passíusálmalögin glötuðust ekki. Honum varð að þeirri ósk. Þau eru ekki aðeins varðveitt á prenti, heldur hafa þau nú um áratug verið flutt í útvarpi, og þær raddir eru löngu þagnaðar, sem fyrir 10 árum vildu kveða niður þennan merka menningararf frá liðnum öldum. Enn gaf MenningarsjóSur út Sjö einsöngslög áriS 1965, er Sigurður varð sjötugur,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.