Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Síða 149

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Síða 149
CLARENDON PRESS OG KENNETH SISAM 149 tjóðraður við orðabækurnar - Oxford-orðabókina og hina amerísku. Því miður fyrir okkur. En lítum nú stuttlega yfir æviferil Sisams, mannsins, sem gerði mikið fyrir okk- ur, en hafði löngun til að gera svo miklu meira.4 Ekki undarlegt, að okkur sé forvitni á að vita, hver hann var. Foreldrar hans voru enskt bændafólk, fluttu til Nýja Sjálands, nyrðri eyjarinnar, um 1863, settust að þar sem heitir Optiki og stunduðu þar búskap, en einhverja smávægilega embættisstöðu virðist faðir hans hafa haft, sennilega eitthvað svipaða stöðu hreppstjórans hjá okkur. Af sjö hörn- um hjónanna var Kenneth yngstur, fæddur þarna 2. seplember 1887. Þar sótti hann barnaskóla og varð dag hvern að fara langa leið fótgangandi í skólann. ffann var látinn hafa með sér bita til að borða um miðjan daginn. En svo hagaði til, að leið hans lá fram hjá býli einu, þar sem var hundur illa haldinn og síhungraður. Honum gaf drengurinn nestisbitann sinn og vandist þannig á að borða engan miðdegismat. Þeim vana hélt hann síðan ævilangt. Ekki var nema einn kennari í skóla þessum, og má vel vera, að hörnin hafi lært vel hjá honum. En ómildur var hann og taldi það skyldu sína að láta þau að staðaldri óspart kenna á vendinum. Má ætla, að hann hafi haft í huga orð Salómons um það forna uppeldistæki. Eitt er víst: Kenneth lærði — lærði svo að með ein- dæmum var, og því einsætt að láta ekki staðar numið við þenna skóla. Hann var sendur á latínuskólann í Auckland og þaðan á háskólann í sömu borg. Þar var frammistaða lians slík, að óumdeilanlega átti hann rétt á styrk (Rhodes scliolarship) til þess að halda áfram námi í Oxford. Þangað kom hann 1910 og settist í Merton College. Ekki gat kennurum þar dulizt það lengi, hve hann bar af öðrum náms- mönnum, og ekki aðeins um námsgáfur, heldur og þroska og persónuleik. Þessu fylgdi prúðmannleg og aðlaðandi framkoma. Brátt varð það eins og sjálfsagður hlutur, að félagar hans kæmu til hans í trúnaði með öll sín vandamál, ekki aðeins þau, er að náminu lulu, heldur og hvers konar vanda, er þeim bar að höndum. Þeir fundu, að jafnt mátti treysta þegnskap hans sem skilningi og ráðsnilli. Á sama hátt neyttu háskólakennararnir yfirhurða hans, og árið 1912 tók prófessorinn í ensku, A. S. Napier, hann sér til aðstoðarmanns, svo að hann flutti fyrirlestra áður en hann hafði tekið nokkurt próf í Oxford. Að því er Sisam sagði sjálfur, kenndi Napier honum frumatriði vísindalegra rannsókna og tók hann líka með sér á Bod- leian Library, þar sem hann ávann sér hyHi lærdómsmannsins Edmond Bishop’s, er veitti honurn frekari leiðbeiningu. Því miður varð honum sem fleirum, að hann þoldi illa loftslagið í Oxford. Og þó að aldrei fengist til fulls úr því skorið, hvað háði honum, bilaði heilsa hans svo al- varlega, að hann endurheimti hana aldrei til fulls. Einkum var heilsa hans bágborin sumarið 1914 og fram eftir næsta ári. Eigi að síður lauk hann þó baccalaureusprófi 1915, og var verkefnið að búa til prentunar hinn svokallaða Salisbury Psalter. Hand- rit þetta er talið harla merkilegt, bæði kirkjusögulega og málsögulega. Latneski text- inn er ritaður seint á tíundu öld (eða nálægt 975) og er breyttur frá eldri gerð. En
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.