Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Side 173

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Side 173
í SLENDINGUR í LIBRARY OF CONGRESS 173 Chicago. Hvort hann hefur hlotið þar einhverja framhaldsmenntun, er mér ókunnugt um, en um skeið mun hann meðal annars hafa unnið við píanóflutninga. En árið 1892 er hann orðinn bókavörður við Newberry Library í Chicago. Bandarískur bókavörður, að nafni Felix Neumann, segir frá því, að hann hafi dag einn hitt að máli yfirbókavörð safnsins, Mr. N. Poole, og hann hafi þegar orðið svo hrifinn af Steingrími, að hann réð hann til starfa fyrir safnið samstundis.5 Neumann getur þess einnig, að Steingrímur hafi komið til Bandaríkjanna árið 1890, en það bendir til þess, að hann hafi verið lengur við nám í Kaupmannahöfn en frá greinir í bók- inni „Hafnarstúdentar", enda segir í skýrslu frá forstöðumanni Librarv of Congress,0 að Steingrímur hafi stundað nám við Hafnarháskóla 1882-1886 og tekið próf í sál- fræði og stærðfræði. - Hér er þó að líkindum eitlhvað málum blandað, því að ekki tókst mér að fá staðfestingu á öðrum prófum Steingríms í Höfn en heimspekiprófi og inntökuprófinu í Fjöllistaskólann, sem áður er á minnzt. Þess verður oft vart, að leiðir Islendinga liggj a, þrátt fyrir fámenni þeirra, oft sam- an á hinum ólíklegustu stöðum. Þannig hittust Jón Olafsson og Steingrímur í Chicago 1893 og síðan aftur árið eftir í Newberrysafninu, en þar fór Jón Ólafsson einnig að vinna og kynna sér bókasafnsfræði. Jón skrifaði grein um Steingrím í „Old- ina“, sem hann gaf út í Winnipeg. Birtist greinin 1896 og var endurprentuð í „Nýju öldinni“. Jón lýsir fyrstu kynnum sínum af Steingrími á þennan hátt:7 „Það var vorið 1881, að ég kom fyrsta sinn á þing. Ég hafði komið með strand- ferðaskipinu að austan og norður um land, og varð ég þar samferða ýmsum inum merkustu samþingismönnum mínum, svo sem séra Arnljóti, Einari í Nesi, Tryggva og ýmsum fleiri. Næsta þing á undan hafði vald og vegur Gríms Thomsen og hans manna verið sem mestur, og voru allmargir óánægðir með þeirra frammistöðu. Höfð- um við því tekið ráð vor saman á leiðinni um að koma nýju skipulagi á, og voru fyrstu sporin til þess, að ráða kosningu embættismanna þingsins og skipulagi helztu nefnda. Þegar til Víkur kom, varð að ná í aðra þingmenn og halda fund meðal þeirra, er í þessum ráðum voru, daginn fyrir þingsetningu. Mér var sjálfsagt eins mikill áhugi og nokkrum hinna á því, að samtök vor gengj- ust greiðlega og tækjust vel. Ég hafði boðizt til að eiga tal við séra Þórarin í Görð- um og fá hann á fund með oss, og svo varð. Það er um sama leyti á vorin, að þing er sett og skóla sagt upp. Ég man eftir því enn í dag, glöggt, að þegar á fundinn kom, þá var séra Þórarinn alltaf að grobba af einhverjum dæmalausum gáfnavarg, sem var að útskrifast úr skóla og hafði fengið ágætiseinkunn í flestöllum námsgreinum. Mér var þetta hin mesta raun, að áhuginn hjá honum sýndist vera miklu minni á samtökum okkar en á orðstír þessa imga sveins, sem ég þekkti ekki. Ég hafði barizt fyrir, að séra Þórarinn yrði varaforseti (eins og líka varð), en nú sýndist hann hugsa meira um þennan nýbakaða stúdent heldur en um alla pólitíkina, sem svall sjóðheit í mér - nýgræðingnum í þingmennskunni. Hann hafði kennt þessum pilti undir skóla og víst kostað hann til náms og var alltaf að segja mér sögur af þeim merkilegu gáfum, sem í honum væru.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.