Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Page 174

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Page 174
174 ÍSLENDINGUR í LIBRARY OF CONGRESS Jón Ólafsson skýrir frá, að veldi Steingríms í Newberrysafninu hafi verið víðtæk- ara en annarra manna. Hafði hann forráð fyrir þrem deildum: heimspekideild, tíma- ritadeild og almennri lestrardeild. A stóru bókasafni koma margir til að fræðast um ýmsa hluti. Stálminni Steingríms hefur komið honum í góðar þarfir, og oft mun hafa verið til hans leitað. Samkvæmt frásögn Jóns hefur Steingrímur verið mikill málagarpur. Hann segir:8 „Auk latnesku og grísku, Norðurlandamálanna, ensku, þýzku og frakknesku, skilur hann talsvert hin nýrri rómönsku mál, auk þess persnesku, og er víst nú að fást eitthvað við rússnesku.“ — Við þessa skrá má bæta málum, sem standa við nafn Steingríms í skýrslu forstöðumanns Congress-safnsins. Þar eru einnig talin upp hollenzka, dálítil þekking á engilsaxnesku, bæheimskri tungu, pólsku, gotnesku, rúmensku og nýgrísku. - Af þessari upptalningu má ljóst vera, að Stein- grímur hefur haft frábæra þekkingu á tungumálum. í Chicago kynntist Steingrímur norska hókaverðinum J. C. M. Hanson, sem árið 1897 varð forstöðumaður skráningardeildarinnar i Library of Congress. Þegar Han- son tók við stöðu sinni, tryggði hann sér þjónustu Steingríms hjá Library of Congress ásamt öðrum bókaverði að nafni Ch. Martel. Steingrímur varð næstæðsti maður í skráningardeildinni, og sýnir það vel traustið, sem Hanson bar til hans. Library of Congress var stofnað árið 1800. Það óx fremur hægt framan af og varð fyrir ýmsum áföllum af völdum stríðs og elds. Um aldamótin 1900 urðu ýmsar breyt- ingar og framfarir. Árið 1897 var lokið við nýbyggingu fyrir safnið. Árið 1899, sama ár og Steingrímur réðst til starfa hjá Library of Congress, tók við dugmikill forustu- maður að nafni Herbert Pulnam. Hann kom á spjaldskrárþjónuslu fyrir önnur söfn. En í skráningardeildinni varð það meðal annars starf Steingríms að sjá um efnisorðin, sem prentuð eru á spjaldfót. Það veit enginn nema sá, sem kynnist stórum bókaskrám og gerð þeirra, hvílíkt vandaverk Steingrímur hefur haft á hendi. Þar hefur hann notið þekkingar sinnar á tungumálum og ýmsum öðrum fræðum. Til þess að fá nánari vitneskju um manninn og útlit hans gef ég Jóni Olafssyni aftur orðið: „Steingrímur er mikill maður á velli, föngulegur og þróttlegur, yfir sex fet á hæð, herðibreiður og vöðvastæltur, en ekki feitlaginn, enda er hann gönguskarfur inn mesti og veitir sér þannig góða hkamshreyfingu. Ennið er hátt og hreitt, nefið í stærra lagi, en beint og vel lagað, augun skýr og glampa stundum einkennilega fallega og hýrlega, þegar hann talar eða glottir. Djúpur dráttur skáhallt upp með nefinu fyrir ofan munninn bendir á glaða lund og glettið bros, og er það tákn ólygið. Hárið er dökkjarpt og heldur þunnt og verður jafnvel alveg ósýnilegt á litlum bletti í hvirflin- um aftanverðum: en af því að maðurinn er hár, sér engin stúlka þetta, nema hann falli á kné fyrh henni og leggi höfuð í skaut henni: en enginn þykist til vita, að hann hafi enn á kné kropið. Skeggvöxurinn er heldur ekki mikill, en þó kampur á efri vör nægur til þess, að enginn getur hkt honum við Njál í því efni. Höfuðlagið er í bezta lagi, og væri auðið að opna kúpuna, mundi þar inni vera heilabú óvenju stórt, smágert í sér, þétt og þungt, og með þeim ótrúlegasta fjölda af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.