Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Page 175
ÍSLENDINGUR í LIBRARY OF CONGRESS
175
vistarverum og forðabúrum, sem auðið er að koma fyrir í einu mannshöfði. Því að
Steingrímur er ekki aðeins manna næmastur, heldur líka sá stálminnugasti maður, sem
ég hefi þekkt. Þegar þessar tvær gáfur verða samfara ágætum skilningi og skarpri dóm-
greind, eins og þær gerast hjá honum, og þar við bætist, að hann er smekkmaður, fjör-
maður, orðhagur og meinfyndinn, og hóksmoginn eins og mölur í öllum veraldarinnar
fræðigreiniun, skáldskap og vísdómi að fornu og nýju, þá er ekki kyn þótt hann geti
verið skemmtilegur, enda drekkur liann í sig daglega eins og þurr svampur sérhvern
nýjan straum, er opnast í æðum bókmenntanna.“
Steingrímur átti konu af írskum ættum. Mér er ekki kunnugt um, hvort þau áttu
nokkur börn. Engin bréf eru til í bréfasafni Landsbókasafns né í skrá Sverris Kristj-
ánssonar um bréf Islendinga í Kaupmannahöfn. Fyrirspurnir hjá Library of Congress
um fjölskyldumál Steingríms báru því miður engan árangur.
Arne Kildal getur þess í grein sinni, að stundum hafi Steingrímur brugðið sér í öl-
stofu í nánd við Congress-safnið og nefnt það að fara í sumarfrí.10 Aldrei mun Stein-
grímur hafa verið orðaður við óreglu, eftir að hann fluttist til Bandaríkjanna.
Steingrímur andaðist 4. maí 1913. Hann var 52 ára, þegar hann lézt. Yfirmaður
lians í skráningardeildinni, Hanson, skrifar um Steingrím meðal annars á þessa leið:
„Hann var andlegt og líkamlegt stórmenni, sem mjög sjaldgæft er að kynnast. Hann
var haldinn ákafri lestrarlöngun, og honum gáfust sjaldgæf tækifæri, fyrst í einka-
safni, síðan í latínuskólanum í Reykjavik, þar sem hann tók A.B.-gráðu, síðar fimm
ára nám við háskólann í Kaupmannahöfn, starf við Newberry bókasafnið 1892-1899
og síðar við Library of Congress. I þessu umhverfi hafði hann aflað sér óhemju-
mikils fróðleiks, sem er á fárra færi. Við þennan fróðleik bættist óskeikul, bókfræðileg
ratvísi. Hann virtist vita af getspeki, hvar leita ætti að beztri vitneskju um hvaða við-
fangsefni sem var. Honum var ekki ókunnugt um sögulegar stefnur eða einstaklinga,
samtíðarfólk eða skáldsagnapersónur í heimsbókmennlum, né framfarir á sviði þjóð-
félagsmála eða trúarbragða. Hann leit á það sem skyldu sína að fylgjast með öllu
markverðu, sem fram fór í veröldinni. Frábært minni hans, ásamt áunnum hæfileika
til þess að skilja meginkjarna í samtali, grein eða bók, víkkaði hið ótrúlega stóra
þekkingarsvið hans.
Hvort sem um var að kenna arfleifð frá víkingaforfeðrum hans eða eingöngu per-
sónulegri þrjózku, sem ekki er óalgengur eiginleiki meðal norrænna manna, þá var
aldrei hægt að fá hann til þess að miðla bókasafni, bókfræðitímariti eða öðrum af
þekkingu sinni. Aldrei fékkst hann til að taka þátt í þingum bókavarða eða öðrum
mannfundum. Hann varð að lifa lífinu eins og hann sá það, vera hann sjálfur eins og
Pétur Gautur. Þetta virtist honum nauðsyn til þess að öðlast hamingju.
Hann var aldrei ánægðari en þegar hann gat hjálpað öðrum til þess að leysa eitt-
hvert erfitt bókfræðilegt vandamál. Hann var ekki aðeiiis ómetanlegur til þess að gefa
svör við fyrirspurnum, heldur einnig í því starfi, sem hann hafði á hendi í skráningar-
deild Congress-safnsins sem aðalendurskoðandi skráningarspj alda. Ef bókaverðir hafa
komizt að raun tun, að efnisorðin, sem fyrirmæli er gefið um á prentuðum spjöldum