Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1972, Side 176
176
ÍSLENDINGUR í LIBRARY OF CONGRESS
frá safninu, eru til hagræðis, þá ætti það að vera lýðum ljóst, að þeir standa í mestri
þakkarskuld við hr. Stefánsson. Ráðleggingar hans um bækur í hugvísindum og sögu
vísindanna voru ómetanlegar.“
Hér lýkur tilvitnun minni í grein Hansons, sem gerzt hafði háskólakennari í bóka-
safnsfræðum i Chicago árið 1910.
Þegar Arne Kildal, bókafulltrúi í Osló, frétti lát Steingríms, skrifaði hann minning-
argrein í Morgenavisen.12 Kildal lýkur grein sinni á þessa leið:
„Það er einkennilegt, að stóri skráningarsalurinn í Washington bergmálar ekki
lengur þunglamaleg skref hans (Steingríms). Hinn fyrirferðarmikli maður með góð-
lyndu, tryggu augun, gengur ekki framar á milli vinnuborðanna og eys af víðfeðmum
þekkingarforða sínum, segir ekki lengur brandara né veitir leiðbeiningar, hvetur og
vekur til umhugsunar og tekur skjótar ákvarðanir, sem standa ævinlega. En nú er
hann horfinn. Nafn hans náði ekki eins langt og það átti skilið, en í minningu þeirra,
sem lærðu að þekkja hann, lifir það með enn meiri þrótti. Við, sem vorum svo gæfu-
söm að verða nemendur hans eða svo lánsöm að verða vinir hans, minnumst hans með
þakklæti og höldum nafni hans í heiðri fyrir auðugt innsæi, sem hann gaf okkur á lífs-
leiðinni. Hann var einn af þeim, sem maður vex við að þekkja, sérstæður persónuleiki
og sjaldgæfur maður.“
Felix Neumann, bandaríski bókavörðurinn, sem ég hef áður nefnt, segir um Stein-
grím látinn:13 „Þegar Voltaire dó, var sagt um hann, að hann væri ekki einungis al-
fræðingur, heldur sjálfur sem alfræðibók. Um hr. Stefánsson mætti segja, að hann
var ekki einungis bókavörður, heldur einnig heilt bókasafn.“
Ég hygg, að verðugri eftirmæli geti vart nokkur bókavörður hlotið.
TILVITNANIR
1 Ame Kildal, „Bibliotekfolk jeg m0tte, Bibliotek og jorskning, Árbok, 6:16-17, Oslo 1957.
2 Grímur Thomsen, LjúSmœli, (London 1946), bls. 260.
3 Skýrsla um Hinn lœrSa skóla í Reykjavík skóla-áriS 1880-1881 (Rv. 1881), bls. 51.
4 Bjarni Jónsson frá Unnarholti, Islenzkir Hafnarstúdentar, (Ak. 1949), bls. 229-230.
5 Felix Neumann, „Louis C. Solyom - Steingrímur Snfánsson. ln memoriam“, ([Washington?]
1913) - (Sennilega einblöðungur.)
l’ Herbert Putnam (ed.), Report oj the Librarian of Congress, (Washington 1913), bls. 236.
7 Jón Ólafsson (útg.), „Steingrímur Stefánsson“, Nýja öldin, 3:3-4:212-213, Rv. 1900.
s Ibid., bls. 217.
o Ibid., bls. 214-215.
10 Kildal, op. cit.
11 J. C. M. Hanson, grein í Report oj Librarian of Congress, (Washington 1913), bls. 9-10.
12 Arne Kildal, „Steingrimur Stefánsson“, Morgenavisen, Oslo 10. júní 1913.
13 Neumann, op.cit.