Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Side 6

Frjáls verslun - 01.04.1955, Side 6
menn hafi boð'ið sjómonnum betri kjör, ef í það fór. Leiddi þetta til kærumála á alþingi og- sam- þykkta, er bönnuðu vetursetu og sjávarútveg erlendum mönnum. Er ein kunnasta samþykkt þessa efnis Píningsdómur, er gekk á alþingi 1490, og gerði það a.ð útlegðarsök að hýsa eiienda menn vetrarlangt, aðra en sjúka menn eða skip- brotsmenn, og svo að Islendingar gengi í þjón- ustu hjá slíkum mönnum. Voru þessi hörðu ákvæði endurnýjuð a.lloft síðan, en það hefur sýnilega alls ekki hrifið'. Má þó vera, að hér eftir hafi menn svo sem fyrir siða sakir fremur liaft þann háttinn á, að leppa útgerð þessa í orði kveðnu, þannig, að skip og bátar var kallað eign íslenzkra manna, þótt svo væri ekki í raun réttri. Kvað einkum mikið að útvegi Hamborg- arkaupmanna um Suðurnes, svo að talið er, að þeir ætti þar 40—50 báta um 1540. Aí'tur á móti kvað mest að yfirgangi enskra kaupmanna í Vestmannaeyjum, bæði um verzlun og útveg. 1542 gaf Kristján konungur III. út bann við vetursetu útlendinga liér, er í raun réttri var aðeins ítrekun Píningsdóms og fleiri slíkra sarn- þykkta, en hér skyldi meira afl fylgja en áður, því að konungur lagð'i fyrir hirðstjóra sinn, Otta Stígsson, að fylgja boðum þessum fram af fullu afli. Þetta erindi rak Otti Stígsson svo rækilega, að hann gerði upptæka alla báta Þjóðverja um Suðurnes og aðrar eignir þeirra þar, og gekk um þetta dómur á alþingi 1544 og 1545. Svo sem vænta mátti, létu hinir þýzku kaupmenn, er urðu fyrir barðinu á Otta Stígssyni, en það voru einkum Hamborgarar, eigi kyrrt liggja, en því var að sinni enginn gaumur gefinn og varð' þeim ekkert ágengt meðan Otta Stígssonar naut við, en hann var hirðstjóri 1542—47. Sumarið 1547 var ný ráðstöfun á gerð um stjórn á Islandi, er konungur leigði bæjarstjórn Kaupmannahafnar landið allt með sköttum og skyldum hin næstu 10 ár, gegn föstu árlegu gjaldi, 1000 lybíkumörkum, er þó skyldi mega hækka að 3—4 árum liðnum. Gjald þetta, er svaraði rúmum 500 gildum dölum, var mjög lágt, er hér fylgdu með verzlunarréttindi óskor- uð, en að vísu einnig sú skylda að annast lands- stjórn. Bæjarstjórnin sendi svo hingað fulltrúa. sinn, Laurentius Mule, með hirðstjóravaldi, en hann gerði Kristján skrifara að fógeta sínum hér. Kom brátt í ljós, að stjórn þessa skorti bohnagn og allan skörungsskap til þess að' rísa undir þeim vanda, er hún hafði á hendur tekizt. Verzlun sú, er Danir gátu rekið hér, var harla lítilfjörleg. Höfðu þeir ein tvö skip í förum, en Hamborgarar 20. Réð'u Danir sem vænta mátti ekki neinu um verzlun þessa, en reyndu í þess stað að gera Þjóðverjum allt til meins, er þeir gátu, og héldu þá auðvitað í'yrst og fremst sem fastast við vetursetu- og útgerðarbannið. Kom þetta frani i nýjum eignaupptökum og varð af þessu mögnuð óvild, enda nutu Danir síður en svo stuðnings landsmanna um þessi efni og sízt eftir að Jón Arason hóf baráttu sína gegn konungsvaldinu. Komu Hamborgarar málum sínum svo við konung 1550, að hann bauð, að upptækum eigum þeirra yrði skilað og þeim leyft að' skilja hér eftir varn- ing sinn í vörzlu valin- kunnra manna. En lík- ast til hefur framkvæmd- ar samnings þessa leit- að verið heldur ómjúk- íega, enda ekki greið- lega undir vikizt af hálfu Ivristjáns skrifara. eða fylgjara hans, því að hér sló í hart og tóku Þjóðverjar Kristján höndum og varð hann að kaupa frelsi sitt með' 2 lestum skreiðar. Reiddist konungur sem vænta mátti til- tækjum þessum, en þó var málið til sætta lagt, Hamborgarar greiddu bætur, 2300 dala., en fengu af'tur eignir sínar og leyfi tif verzlunar sein áður, en bönnuð var þeim veturseta hér og útgerð og fékkst engin tilslökun um þetta. Landsstjórn var því næst tekin af borgarstjórninni og fengin Páli Hvilfeld 1553 og leigusamningurinn frá 1547 niður felldur, en svo sem í bótaskyni fékk bæjar- stjórnin Vestmannaeyjar að léni gegn 200 dala gjaldi. Geklc Dönum hér flest illa, og nutu þeir þó sérréttinda umfram aðra menn erlenda, t. d. um vetursetuleyfi Urðu þeir að sleppa Vest- mannaeyjum 1557. Lauk svo hinni fyrstu lotu með hálfgildings uppgjöf og ósigri. Aðdragandi Kristján konungur III. andaðist 1559 og kom þá til ríkis sonur hans, Friðrik II., d. 1589. Á fyrri hluta ríkisstjórnarára hans kom til ófriðar við Svía, 1563—70, og þótt Dönum veitti þar yfirleitt heldur betur, mátti kalla, að árangur þessa sjö ára ófriðar yrði enginn, nema sá, að Kristján III. 30 FRJÁLS VEHZLUN.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.