Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Síða 11

Frjáls verslun - 01.04.1955, Síða 11
hætti en þeim, að menn skiptist á vörum, léti skreið og lýsi eða þá landvörur, kjöt og ullar- vörur fyrir erlendar vörur. Hér kom því að réttu lagi ekki til greina almenn verðhækk- un vegna lækkandi verðgildis peninga. Hitt er heldur, að' verðhækkunin hafi verið nokkuð mis- jöfn á vöruflokkum og ísienzka varan sum eða jafnvel öll hafi hækkað hlutfallslega minna en hin erlenda og hafi þetta valdið þyngri verzlun- arkjörum. Þetta efni hefur ekki verið rannsak- að, enda mun sú ransnókn torveld, ef hún ætti að ná til nógu langs tíma og nógu margra vöru- flokka, svo að allt lægi ljóst fyrir. Mætti ef til vill fá með hægara móti nokkra vitneskju um þetta, er betri væri en ekki. Tökum dæmi. Arið 1589 kostar tunna Iýsis ytra 71/* dal. Sama ár er lest fiska seld fyrir 54 dali. Nú er ekki ætíð fullljóst, hversu margar vættir skuli leggja í lest. Kristján skrifari virðist telja 24 vættir í lest um 1550 og íyrrum eru jafnvel 30 vættir taldar í lest. Sé reiknað meðallag og 27 vættir í lest, þá fást 2 dalir fyrir vættina 1589. Nú virð'ist verðlagið á skreið í viðskiptum við er- lenda kaupmenn frá um 1420—1550 hafa verið Sþrj vætt í hundraði og hundraðið á 16. öld venjulega metið á 4 dali. Hér er þá verðið á skreið 1589 í hlutfalli við hið gamla verð 7 : 4. Líkt verður uppi á teningnum, ef athugað er lýsisverðið. 1589 er lýsistunnan sem fyrr segir 7V> dalur; gamla verðið var 4 vættir, þ. e. rúmir 4 dalir, eða 7x/> : rúml. 4. Þetta er svipað hlut- fall og ber vott um það, að hin almenna verð- hækkun aldarinnar hafi fullkomlega komið fram á þessum höfuðgjaldeyrisvörutegundum þjóðar- innar. Að sinni hef ég ekki fyrir höndum gögn um verðlagsbreytingar á einstökum vörutegund- um ytra um þetta bil, en naumast er að gera ráð' fyrir stórum frávikum frá því almenna, þótt hugsazt gæti það um einstaka vörutegund á til- teknu árabili, en naumast til lengdar. En þegar litið er til verðlags hér í sambandi við það mark- aðsverð íslenzkrar gjaldvöru, er fyrr var greint 1589, þá sést, ef saman er borið' verðlag frá fyrra hluta 16. aldar og verðlag á Vestfjörðum á 7. —8. tugi aldarinnar, að erlenda varan hefur hækkað allt að þriðjungi, en innlenda varan stendur í stað. Og þessi hækkun erlendu vörunn- ar heldur áfram. Einmitt árið 1589 lætur Magn- ús prúði dóm ganga um verzlun Þjóðverja að Tungu í Örlygshöfn. Þar kemur í Ijós, að menn hafi orðið að kaupa mjöltunnuna fyrir allt að 2 vættir hjá Þjóðverjum. Miðað' við verð skreið- ar í Englandi þetta ár, sbr. það sem fyrr var sagt, hafa Þjáðverjamir tekið sem svaraði 4 rd. eða hundraðs virði fyrir eina tunnu af mjöli. Til samanburðar má geta þess, að á árunum 1530 —46 eru 4 tn. mjöls lagðar í hundrað. Verðið er því í raun og veru ferfalt við það sem fyrrum var og að vísu helmingi hærra en það hefði átt að vera, ef gert er ráð fyrir jafnri verðhækkun á mjöli og skreið ytra á tímabili þessu vegna verðlækkunar peninga. Með öð'rum orðum, kaupmenn, í þessu faJli Þjóðverjar, hafa lítið sem ekkert tillit tekið til verðhækkunar innlendu vörunnar en fært erlendu vöruna fram fullkom- lega eða því sem næst. Fer þá að verða skiljan- legt, að heldur tæki að hallast hagur þjóðar- innar yfirleitt á síðari hluta aldarinnar, er henni voru þvílík verzlunarkjör boðin, enda valda þau þá þegar augljósri kreppu og atvinnubresti, sem glögglega kemur fram í hinum mörgu dómum og samþykktum þessara ára um sveitarómaga og umferðafólk. Niðurlag Hér hefur verið gert yfirlit um höfuðþætti verzlunarsögunnar frá því um miðja 15. öld og fram til loka ríkisstjórna.r Eriðriks konungs II. Hann andaðist 1588 eftir tæpra 30 ára ríkis- stjórn. Kom þá til ríkis sonur hans Kristján IV., þá 11 ára að aldri. Svo sem vænt mátti var ríkisstjórnin fyrst um sinn í höndum ríkisráðs- ins, en þar var þá einna mestur áhrifamaður Kristoffer Valkendorff, er hér var hirðstjóri 1569 og talinn er meðal hinna rnikilhæfustu stjórn- málamanna er Danir hafa átt, fjármálamaður mikill og stjórnsamur. Hélt hann fast við þá stefnu í verzlunarmálum Islands, er Friðrik II. hafði upp tekið, og svo Kristján konungur IV., er hann tók sjálfur við ríkisstjórn. Kvartanir Is- lendinga og óskir um frjálsa verzlun að fyrra hætti fengu ekki áheyrn nú fremur en 1574 og 1576, sem áður var á drepið. Gagngerðasta til- raunin til þess að koma slíkum óskum á fram- færi var gerð 1592, er Jón Jónsson lögmaður var utan sendur með erindum landsmanna að samþykkt alþingis. Sii bænarskrá þekkist nú ekki nema ein grein hennar, er um annað efni hljóðar, en af svari stjórnarinnar 1593 má sjá, hvert var höfuðefni þess hluta bænarskrárinn- ar, sem um verzlunina fjallaði. Kært var yfir FH.TÁUS VERZLUN 35

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar: 3.-4. tölublað - Megintexti (01.04.1955)
https://timarit.is/issue/232629

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

3.-4. tölublað - Megintexti (01.04.1955)

Gongd: