Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Side 12

Frjáls verslun - 01.04.1955, Side 12
því, að kaupmenn tæki vörur af bændum „eftir gömlu kaupi, svo sem frá arildstíð hefur ver- ið sett og skikkað eftir því sem kaupmaðurinn vill“, en bændur verði liins vegar að „taka af kaupmanninum hans vöru svo dýrt sem hann hana setur eða upp á slær“. „Þar fyrir auð- mjúklega biðjandi, að það mætti vera hverjum sem vildi heimilt að sigla til ísland án pass- bréfa, og að sig’la á hverja höfn sem þeir vilja eður undir hverjum landsenda þá lystir, að' und- an teknum Vestmannaeyjum og þeim brenni- steinshöfnum, í hverjar vér [þ. e. kgr.] látum sigla með vorum skipum“. Þessu svarar stjórn- in svo, að í passbréfunum sé öllum boðið að flytja góða vöru og selja réttri mælingu að við- lagðri hegningu. „En eftir því það kann að finnast landinu og þess innbyggjurum að' vera til hins mesta skaða og fordjörfunar, að það skuli vera hverjum manni heimilt að sigla til landsins án vorra passbréfa, því kann það í eng- an máta til að látast eður til vilja gerast“. Hér var því um beint afsvar að ræða hjá stjórninni. I öndverðu var hin nýja verzlunarstefna hafin af stjórninni með fylgi hinnar dönsku borgara- stéttar, en þó var hún þá, eins og sýnt hefur verið hér að framan, iítils megnug. En nú var þetta breytt. A síðustu 30—40 árum hafði danska verzlunarstéttin eflzt, og þegar hér var komið sögu má fara nærri um það, að hún hafi fullkomlega stutt stjórnina í því, að slaka ekki á tökunum á Islandsverzluninni. Leið og að því, að hún yrði tekin enn fastari tökum. Þegar Kristján IV. tók við völdum 1596, skorti enn herzlumuninn, að hinni þýzku verzlun væri bol- að út á íslandi. En að því var nú hiklaust stefnt. Sex árum síðar komst verzlunareinokunin að fullu á laggimar. [Höfuðril: Páll Eggert Ólason: Menn og menntir. Jón J. Aðils: Saga einokunarverzhinar Dana á Islandi]. Frá hálfrar aldar afmæli verzlunarfrelsisins I. Tilviljanirnar eru jafnan skrítnar. — Svo vill til, að' við upphaf fyrra hálfrar aldar skeiðs frjálsrar verzlunar á íslandi og í lok þess háðu Rússar miklar styrjaldir í ves'tri og austri og fóru hrakfarir í báðum. Krímstríðið stóð árin 1854—56; fór þá vöruverð hækkandi í Norður- álfu, og íslenzkar vörur seldust fljótt í Kaup- mannahöfn. Stríð Itússa og Japana 1904—05 var fjarlægara. En frá styrjöldunum báðum er nákvæmlega skýrt í samtíðarblöðum íslenzkum. Fór því þó fjarri, að skortur væri markverðra tíðinda hér heima. Fjörutíu ára „ríkisstjórnar- afmæli“ Kristjáns konungs níunda var að vísu alls ekki haldið hátíðlegt í Reykjavík árið 1903. En 8. dag aprílmánaðar árið eftir var minnzt afmælis hans með átveizlu og dansleik. íslend- ingar fengu heimastjórn á öndverðu árinu 1904, og var þá veizla. Og næsta ár var liðin hálf öld frá gildistöku verzlunarfrelsislaganna. En hálfrar aldar afmæli frjálsrar verzlunar var þó haldið hátíðlegt. árið 1904. Komust tvö blöð' í Rvík að þeirri niðurstöðu, að það væri réttara, því að þá liafi mótspyrna Danastjómar verið brotin á bak og lögin staðfest. Annað blað kveður þó suma hafa „vakið máls á því að halda mætti 50 ára afmælið 1. apríl 1905“ (Þjóðvilj- inn, XVIII. árg., 50. bls.). Sé og um það spurt, hve lengi verzlunin hafi verið frjáls, ber vitan- lega að telja frá gildistökudeginum; þá varð verzlunin frjáls, en ekki fyrr. Þyki mönnum enn, að þetta orki tvímælis, geta hvorir tveggja verið ánægðir: Hátíðahöldin lentu á árinu 1904 og núna 1955. Svo skrifar Jón Olafsson, ritstjóri „Reykja- víkur“, að föstudaginn 15. apríl 1904 hafi bæð'i Reykjavík og náttúran verið „í sparifötunum“; var þá sólskin, logn og blíða eins og undanfarna daga. Fánar voru dregnir að hún, og lúð'rasveit- in hóf leik á Austurvelli kl. 8 stundvíslega. Öll- um verzlunum og skrifstofum var lokað kl. 11 og frí gefið í lærða skólanum. Allir verzlunar- rnenn o. fl. söfnuðust saman á Lækjartorgi á hádegi, og var síðan gengið fylktu liði suður í kirkjugarð undir hornablæstri og með þrjá fána í fylkingarbroddi: danska ríkisfánann, fána verzlunarmannafélagsins og skjaldarmerki ís- lands. Numið var staðar við leiði Jóns Sigurðs- sonar, þar sem lagður var mikill og fagur kranz ritstjóri talaði, stutt, en hlýlega. „Mesti fjöldi af fólki streymdi að úr öllum áttum. Öll sund Framhald á bls. 53. 36 FRJÁLS VEIfZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.