Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Síða 23

Frjáls verslun - 01.04.1955, Síða 23
Vilhjálmur Þ. Gíslason: Reykjavík, vagga frjálsrar verzlunar og félagsverzlunar Verzlunarfrelsið, sem gekk í gildi 1855, hefur haft margvísleg og mikil áhrif á allt þjóðlíf Is- lendinga síðan. Allir viðskiptahættir hafa breyzt og batnað. Verzlunum hefur fjölgað', til hag- ræðis fyrir kaupendur, sem eiga þannig styttra í kaupstað en áður var. Vöruval hefur orðið miklu meira en áður og verðlag í heild sinni hagstæðara. Allur svipur búðanna, skipulag þeirra og afgreiðsluhættir, hafa mjög breytzt til batnaðar og verzlunin orðið' meiri þjónusta við viðskiptamennina en áður var. Nýjar og glæsi- legar búðir, margar þeirra sérverzlanir, hafa komið í stað þröngra og oft óvistlegra og óhrein- legra samverzlana, sem áður tíðkuðust, þar sem öllu ægði saman og aðgerðalaust fólk hékk við' búðarborðið og hímdi þar yfir snöfsum eða lögg úr lekabyttunni. Verzlunarskuldirnar hafa horf- ið í sinni gömlu mynd, þar sem fjöldi efnalítilla manna var háður kaupmanni sínum ár fram af ári, hafði lítil eða engin peningaráð, en fleytti fram lífinu á innleggum og innskriftum. Síðast en ekki sízt: verzlunin hefur orðið alinnlend. Verzlunarfrelsið og fyrstu kaupmennirnir Þessar breytingar á verzlunarháttum og lifn- aðarháttum hafa sprottið upp af sæði verzlun- arfrelsisins. Það markar tímamót í allri hagsögu okkar. Verzlunarfrelsið kom að vísu hvorki óundir- búið né heldur stökk það alskapað út úr höfði löggjafa sinna. Langa baráttu og erfiða hafði þurft til þess að koma verzlunarfrelsinu á og það tók Islendinga síðan langan tíma að koma sér svo fýrir að þeir gætu hagnýtt sér þetta frelsi til fulls sjálfir og einir. Þeir áttu lengi við ramman reip að draga, þeir voru óvanir sjálf- stæðri verzlun, höfðu litil sambönd út á við og lítið fé til framkvæmda. Danskir kaupmenn réðu miklu eða mestu um íslenzka verzlun nær alla nítjándu öldina og leifar erlendra verzlana voru hér langt fram eftir þessari öld. En íslenzkir kaupsýslumenn sóttu mjög markvíst að því, að ná verzluninni í sínar hendui, þeir keyptu smá- saman upp það sem eftir var af erlendu verzl- ununum og stofnuðu nýjar innlendar verzlanir og einnig fór kaupfélagsskapur bændanna að taka til sín meira og meira af viðskiptalífi sveit- anna. Um aldamótin síðustu verða umskiptin mest. Þá kemur síminn og hann hafði meiri áhrif en nokkuð eitt mál annað á eflingu verzlunarinn- ar, með því að gera viðskiptin fljót og örugg. Bættar samgöngur innanlands og við útlönd áttu einnig sinn þátt í þessu. Aukin verzlunar- menntun, einkum með stofnun Verzlunarskól- ans, var einnig ein orsökin. Síðast en ekki sízt átti upphaf íslenzkrar heildsölu sinn mikla þátt í því að gera verzlunina örugglega innlenda. En allt kostaði þetta baráttu, oft langa og stranga, margar tilraunir, oft víxlspor, en reynsl- an sannaði að lokum þá spádóma forystumanna verzlunarfrelsisins, að það mundi verða íslenzku atvinnulíl'i mikil lyftistöng og öllu þjóðlífinu til góðs. Þetta var frá upphafi kenning hinna öt- ulustu oddvita og framsýnustu forystumanna Islendinga eins og Magnúsar Stephensen og Jóns Sigurðssonar. Elztu íslensku kaupmennirnir stefndu einnig í þessa átt, menn eins og Bjarni riddari og Guðmundur Scheving, þeir sönnuðu það, að íslendingar höfðu sjálfir hæfileika til þess að verzla vel og af hagsýni, þótt verzlunar- lag þeirra væri enn að mestu í gömlu formi á þeirrar tíðar vísu. Þegar verzlunarfrelsið komst á 1855 voru FRJÁLS VERZLUN 47

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.