Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Side 24

Frjáls verslun - 01.04.1955, Side 24
Gamall vatnsberi við vatnspóstinn l Aðalstrœti í Rc-ykjavílc. kaupmenn enn fáir (58) og flestir erlendir eða áttu heima utanlands. Allar götur fram að 1870 var meiri liluti íslenzkra verzlana enn í útlendri eign og jafnvel á fyrsta áratug þessarar aldar eru um 12 af hundraði verzlananna ennþá útlendar. Meðal elztu íslenzku kaupmannanna í Reykja- vík, sem ruddu nýjar brautir á ýmsan hátt, má nefna Hannes Johnsen, son Steingríms biskups. Úti um land voru þeir Thorlacius-feð'gar og þeir feðgarnir Ásgeir Ásgeirsson og Ásgeir sonur hans á ísafirði og merkur verzlunarstjóri eins og Guðmundur Thorgrímssen á Eyrarbakka. Þor- lákur O. Johnson kom með ýmsar nýjungar á síðasta fjórðungi nítjándu aldar. TJpp úr því, og einkum upp úr aidamótum, kemur hver ís- lenzki kaupsýslumaðurinn á fætur öðrum með nýtízku verzlanir, reknar af hagsýni og dugnaði og það eru ekki sízt verzlanirnar í Reykjavík, sem ráða stefnunni og efla hið nýja, viðskiptalíf á þjóðlegum grundvelli. Fyrsta hlutafélagið í Reykjavík hafð'i fyrir löngu verið lagður grundvöllur nýs atvinnulífs í landinu, þegar stofnaðar voru innrettingarnar, sem lcenndar eru við Skúla. Magnússon fógeta og alkunnar eru. Þá hófust þær tilraunir til iðnaðar, tii nýrrar útgerðar og til verzlunar, þar sem reynt var að brjóta. niður veldi hinna gömlu einokunarkaup- manna, sem mjög höfðu oftlega misbeitt valdi sínu og vanrækt köllun sína. Annars voru verzl- unarhættirnir sjálfir að ýmsu leyti þannig, að litlar breytingar urðu á, menn trúðu enn á gildi eða nauð'syn opinbers reksturs á verzluninni og 48 FKJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.