Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Qupperneq 31

Frjáls verslun - 01.04.1955, Qupperneq 31
Olafur G. Eyjólfsson, skólastjóri 1905—1915. Jón Sivertsen, skólastjóri 1915—1931. Vilhjálmur Þ. Gíslason, skólastjóri 1931—1953. Jón Gtslason, skólastjóri frá 1953. 1943. Lærdómsdeildarbekkiriiir eru tveir, 5. og G. bekkur. Fyrstu stúdentarnir frá Verzlunar- skólanum brautskráðust vorið 1945. Eiga þeir því nú á vori komanda tíu ára stúdentsafmæli. Lengi stóð það Verzlunarskólanum mjög fyrir þrifum, að allir kennarar við hann voru stunda- kennarar. Arið' 1941 var fyrst ráðinn einn fastur kennari við' skólann, en 1944 voru ráðnir fjórir fastir kennarar til viðbótar. Nú starfa sex kenn- arar fastráðnir við skólann auk skólastjóra. Stundakennarar eru sextán. Er Vilhjálmur Þ. Gíslason var skipaður út- Varpsstjóri árið 1953, tók Jón Gíslason við skóla- stjórninni. A síðastliðnu sumri var hafizt handa um verulegar endurbætur og endurnýjun á gamla skólahúsinu. Þó að því verki sé eigi að fullu lokið, þá eru umskiptin til hins betra stórmikil. Að ýmsum nytsemdarmálum og nauð’synja- málum skólans er nú verið að vinna. Hið helzta þeirra er húsbyggingarmálið. Hefur það lengi verið á döfinni. Flestir virðast nú vera komnir á þá skoðun, að skólinn muni einnig í framtíð- inni bezt settur, þar sem hann er núna. Er það kappsmál þeirra, sem að skólanum standa, að allar ákvarðanir í þessu máli liafi verið teknar, áður en skólinn heldur hátíðlegt fimmtugsaf- mæli sitt, svo að gömlum nemendum og nýjum gefist kostur á að athuga við þetta tækifæri framtíðarfyrirætlanir skóla síns og leggja þeim lið í orði eða verki. Hér að framan hefur verið drepið á nokkur meginatriði í sögu Verzlunarskólans. Þessi skóli hefur mótazt af þeirri stefnu, sem honum var mörkuð í upphafi: að efla menningu og þroska verzlunarstéttarinnar með sérhæfingu á traustri undirstöðu almennrar menntunar. Þótt ekki hafi alltaf blásið byrlega, munu menn yfirleitt sam- dóma um, að skólinn hafi átt verulegan þátt í að' mynda hæfa, framtakssama innlenda verzl- unarstétt. Verzlunin er og verður hyrningarsteinn undir sjálfstæði voru. En verzlun og viðskipti verða aldrei rekin, svo að í lagi sé, nema af gagnmennt- uðum og víðsýnum mönnum. Það er ekki á færi nema fárra afbragðsmanna að læra svo vel í skóla reynslunnar einum saman að geta komizt af án undirbúningsmenntunar í skóla. Flestum er skólaganga nauðsynleg og ómissandi. Frá Verzlunarskóla Islands hafa líka komið ýmsir þeirra manna, sem drýgstan þátt hafa átt í því að' flytja \7erzlunina úr höndum útlendinga í liendur landsmanna sjálfra. Skólinn hefur þannig verið vagga og skjól vaxandi framtaki og mann- dáð með þjóð vorri á þessu mikilvæga sviði. Hin unga kaupsýslustétt vor hefur verið einn helzti fulltrúi vor út á við í vaxandi samskipt- um vorum \'ið önnur lönd. Hennar hlutverk 'hef- ur það verið að kynna þjóð vorri nýjungar sið- menningarinnar og tækninnar. Hefur það átt mikilvægan þátt í að lyfta atvinnuvegum vor- um og daglegum lífsvenjum á það stig, sem hæf- ir nútíma menningarþjóð. En þessu Grettistaki hefði aldrei verið unnt að lyfta á jafnskömmum tíma og raun ber vitni, ef verzlunaraienn vorir hefðu ekki í byrjun þessarar aldar lagt grund- völl að traustri innlendri menntun stéttar sinnar með stofnun Verzlunarskóla íslands. Heillavænlegur fyrirboði var það fyrir framtíð skólans, er hin sömu félagasamtök, sem stóðu að' stofnun hans fvrir hálfri öld, skyldu nú á fimmtugasta starfsári lians bera gæfu til að leysa vandamál sín í bróðerni og sameinast um veg- lega gjöf til þessarar menntastofnunar sinnar. FRJÁLS VERZLUN 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.