Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Side 32

Frjáls verslun - 01.04.1955, Side 32
Eggert P. Briem: Um það leyti, sem verzlunin var gefin frjáls árið 1855, var óbjörgulegt um að litast á Islandi. Fólksfjöldinn var um 60 þúsund, langpíndur af einokun og livers konar óáran. Enda þótt verzl- unin væri nú gefin frjáls, voru fáir eða engir íslendingar, sem treystu sér til þess, að' stofna til verzlunarreksturs. Erlendir kaupmenn, fyrst og fremst danskir, héldu því áfram að verzla við landsmenn, og flytja verzlunarágóðann úr lands, þrátt fyrir það, að fullt flutningsgjald daga núlifandi fólks. Sama máli var að gegna um siglingarnar. Þær voru í höndum erlendra manna og félaga. Það' varð meira að segja að borga þessum mönnum stórar upphæðir af almannafé, til þess að þeir fengjust til að sigla skipum sínum hingað til lands, þrátt fyrir það, að fullt flutningsgjald væri greitt fyrir vörurnar, sem skipin fluttu. Það var látið heita svo, að þessi greiðsla, sem lam 10 þúsund ríkisdölum á ári, væri fyrir að' 'v' 'a póst. Slíkt er engin smáræðisfúlga á nú- '' "amælikvarða, fyrir að koma nokkrum bréfum milli Danmerkur og íslands í þá daga. Danskt félag, er nefndist Ivoch & Henderson (en það varð seinna uppistaðan í Sameinaða gufuskipafélaginu), taldi sig þurfa þennan styrk til þess að fara 6 ferðir á ári milli Kaupmanna- liafnar og Reykjavíkur, frá því í apríl þangað' til í nóvember. Yfir veturinn voru engar ferðir til íslands. Það þótti auðvitað liátíð á íslandi, nð fá þarna ferð frá Danmörku á 5—6 vikna fresti yfir sumarmánuðina, hjá því að áður voru ferðir ekki nema þrjár á milli landanna á ári, enda segir í nefndaráliti frá Alþingi, þegar rætt var um þetta mál, að „ferðir þessar gætu haft ómetanleg áhrif á alla framför, velmegun og menntun þessa lands“. Með skipinu, sem fór þessar ferðir, mátti flytja 120 tonn af vörum í hverri ferð, eða allt að 720 tonn á ári, auk póstsins. Aðalvöruflutn- ingarnir til landsins fóru auðvitað fram á skip- um kaupmannanna sjálfra, en þarna opnaðist þó leið fyrir þá, sem ekki liöfðu sjálfir skip í förum, að fá fluttar vörur til landsins og frá því. Þetta fyrirkomulag hélzt þannig, þangað til Hið sameinaða. gufuskipafélag var stofnað árið 1866. Tók það félag þá við Islandssiglingunum, en lítil breyting varð þó á, að því er ferðafjölda snertir. Slcipin voru þó nokkru stærri, 7—800 tonn, í stað 4—500 tonna áður, þannig að hægt var að flytja meira af vörum árlega á milli, en verið haíði. Vitanlega fullnægðu þessar sigling- ar hvergi nærri þörfum landsmanna, og þó að viðkomur væru í Bretlandi, má geta nærri hvert gagn hefur verið að' þeim viðkomum, því að í 4 ferðum af 7 var komið við í Lerwick á Shet- landseyjum! Strandferðir voru auðvitað' engar, og ef menn þurftu að flytja eitthvað milli hafna hér á landi, var helzta úrræðið að flytja varn- inginn til Kaupmannahafnar og þaðan til ákvörðunarstaðarins, oft ekki fyrr en ári síðar. Islendingar réðu engu um fyrirkomulag sigling- anna, og voru sífellt að senda bænarskrár til Danakonungs, til þess að fá framgengt umbót- um í siglingamálum sem öðru, en að jafnaði báru slíkar bænarskrár lítinn árangur. 56 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.