Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 35
svona íyrirtækis. Engin reynsla um rekstur
millilandaskipa var fyrir hendi, lítil eða engin
sérþekking íslendinga í tæknilegum efnum, en
samt var ráð'izt í þessa félagsstofnun.
Sú saga hefur oft verið sögð, en sarnt er það
vafamál, hvort menn gera sér fyllilega ljóst, hví-
líkt feikna átak var gert hér með stofnun Eim-
skipafélags íslands fyrir rúmum 40 árum. Skal
því bent á nokkur atriði, sem sanna það.
----o-----
úti á ytri höfn, sem nú er köíluð' svo. í slæmu
veðri var alis ekki hægt að fást við uppskipun
á vörum, og skipin gátu oft legið þar dögum
saman, án þess að hægt væri að afgreiða þau,
einkum ef um þráláta norðanátt var að ræða,
Vörunum var skipað upp og út í stórum ára-
bátum, svonefndum uppskipunarbátum. Engir
bílar voru þá til á Islandi (hinir fyrstu komu
hingað sumarið 1913). Vörunum var því ekið á
handvögnum, eða þær bornar á bakinu upp
bryggjurnar, sem uppskipunarbátarnir lögðust
við, í vörugeymsluhúsin. Síðan var þeim ekið
á handvögnum eða hestvögnum og jafnvel í
hjólbörum í verzlanirnar. Rafmagn var ekkert
í Reykjavík, og engin gata malbikuð. En svo
var stærsta atriðið: Peninga áttu menn varla til.
Innstæður í bönkunum liér, Landsbankanum
og' Islandsbanka, námu samtals 5—6 miljónum
króna, og seðlaveltan vai um 2 miljónir, eð'a um
23 kr. á mann, bankainnstæðurnar voru um 67
krónur á mann. Kauptaxti verkamanna var 25
—30 aurar um klukkustund, og mánaðarkaup
starfandi manna algengt 60—80 kr. Við svona
aðstæður hefja þessir bjartsýnu menn barátt-
una. fyrir stofnun Eimskipafélagsins.
Þótt hugsunarhátturinn hafi, eins og fyrr seg-
ir breytzt allmikið á þessum 40 árum, sem liðin
eru síðan þessi barátta hófst, er ekki víst nema
að mönnum þætti jafnvel nú á tímum í mikið
ráðizt, ef stoína ætti fyrirtæki, sem krefðist jafn
mikils fjárframlags og þá var beðið um, miðað
við núverandi aðstæður. Auk þess sem reynslan
Mönnum finnst ef til vill ekki mikið til um
stórar fjárhæðir nú á dögum, jafnvel þótt þær
skipti nokkrum miljónum. Hugsunarhátturinn
er svo breyttur, eftir tvær heimsstyrjaldir með
tilheyrandi dýrtíð og peningaflóði, að menn eiga
því nær ómögulegt með að setja sig í spor þeirra
manna, sem á þeim tímum töldu að við svo búið
mætti ekki standa lengur, og að við yrðum að
reyna að verða sjálfbjarga um siglingar okkar.
Til þess að geta gert sér þetta ljóst, verður að
líta á ástandið á sviði viðskipta og fjármála og
aðrar aðstæður hér á landi eins og það var um
þetta leyti, og bera það saman við núverandi
ástand.
I Reykjavík voru um 13 þúsund íbúar, en á
öllu íandinu um 86 þúsund manns. Nú eru hér
um 60 þúsund íbúar og landsmenn allir um 150
þúsund, að vísu ekki há tala, en samt er íbúa-
tala Reykjavíkur meira en ferföld nú og lands-
ins nærri tvmföld, miðað vdð árið 1912. Engin
höfn var þá hér í Reykjavík, skipin lágu lengst
Knudtzonsbryggja
og Reykjavíkurhöfn 1884
FRJÁLS VEUZLUN
59