Frjáls verslun - 01.04.1955, Síða 60
son) á eftir konungsfulltrúa, taldi, að ,,[icssi mótmæli og
samtök danskra eða útlenzkra kaupmanna" ættu ekki að-
cins að vera hvatning til þingsins um að ítrcka óskir sínar,
heldur einnig tilefni til ,,að sýna, hvað þau séu miður holl,
og hrekja þau“. Það gæfi þinginu og „tækifæri til að votta
gleði sína yfir því og viðurkenna, hversu stjórnin hefir fall-
izt á tillögur þjóðfundarins og hinna undanförnu alþinga í
verzlunarmálinu“. — 011 stefna þingsins í málinu mótaðist
af þessum sjónarmiðum.
Þingið lét sér nægja að þessu sinni að kjósa þrjá menn í
nefnd til að fjalla um verzlunarmálið, enda lá aðeins fyrir
að taka afstöðu til lagafrumvarpsins, sem stjórnin hafði lagt
fynr danska ríkisþmgið, og þeirrar gagnrým, er það hafði
sætt af hálfu kaupmanna. — Jón Sigurðsson átti ekki sæti
í nefndinni. Framsögumaður hennar var Jón Guðmundsson.
Nefndin tók bæði þessi atriði til meðferðar í áliti sínu.
Hún gat þcss, að þótt í frumvarpi stjórnarinnar væri í aðal-
atriðum fylgt sömu stefnu og í frumvarpi þjóðfundarins,
væri stórnarfrumvarpið í tveimur atriðum verulega frábrugð-
ið til tóns fyrir frjálsa verzlun:
1. Hvar útlendum farmönnum væri ætlað að leysa leið-
arbréf hér á landi, og
2. Á hvaða staði þeir mættu sigla til verzlunar.
I frumvarpi þjóðfundarins var ætlazt til, að hægt væri
að leysa lciðarbréf bæði hjá verzlunarfulltrúum (konsúlum)
Dana í öðrum ríkjum og hér á landi hjá amtmönum, sem
og lögreglustjórum á þeim 6 aðalverzlunarstöðum, sem út-
lendingar áttu fyrst að sigla til, áður en þcir færu að verzla
annars staðar. Stjórnarfrumvarpið gerði ráð fyrir, að amt-
mennirnir einir vcittu leiðarbréf hér á landi.
I tillögum Alþingis hafði verið lagt til, að útlendir
menn mættu verzla á öllum löggiltum höfnum, er þeir
höfðu vitjað einhverra hinna tilgreindu aðalkaupstaða. Sam-
kvæmt stjórnarfrumvarpinu máttu úflendir kaupmenn að-
eins verzla á 6 aðalhöfnum, nema þeir flyttu timbur.
Aðalbreytingarnar, sem kaupmcnn höfðu óskað eftir, að
stjórnin gerði á frumvarpi sínu, voru þessar:
1. Að hið almenna lestargjald yrði ákvcðið 5 rbd. (í stað
2 rbd. í frumvarpi þjóðfundarins).
2. Að öll verzlun innlendra og útlendra lausakaupmanna
yrði bönnuð.
3. Að engir nýir verzlunarstaðir yrðu löggiltir næstu
20 ár.
4. Að engir vöruflutningar yrðu leyfðir frá verzlunar-
stöðunum inn á firði eða víkur.
Kaupmenn höfðu lagt ríka áherzlu á að leiða ríkisþing-
inu fyrir sjónir, hversu mikið tjón verzlun og siglingum
danska ríkisins, og þó einkum íbúum Kaupmannahafnar,
væri búið, ef verzlunin væri gefin frjáls á þann hátt, sem
ráð var fyrir gert í stjórnarfrumvarpinu. I áliti þingnefndar-
innar segir m. a. um málflutning kaupmanna: „Þessir menn
hafa jafnvcl líka ■— víljað leíða rök að því, að sóma hinn-
ar dönsku þjóðar væri hneysa búin, ef jafn lítill hluti kon-
ungsveldisins, scm Island er, skyldi ná að setja þau lög, eða
gefa tilögur og tilefni til þeirra, sem væru jafnísjárverð og
skaðvænleg fyrir verzlun Dana yfirhöfuð að tala, cins og
þau lög mundu verða, og fyrirkomulag á íslenzku verzlun-
inni, sem frumvarp þjóðfundarins og frumvarp stjórnarinn-
ar, sem þar á var byggt, fer fram“.
Mjög litlar umræður urðu um verzlunarmálið á þing-
inu. Kom þingmönnum saman um, að ekki væri ástæða
til að bera fram bcinar tillögur varðandi ágalla þess. Hins
vegar töldu þingmenn rétt að innt væri að þessum ágöllum
í ávarpi þingsins til konungs, um leið og það tjáði honum
þakkir fyrir, „hvað mikinn og verulegan gaum hann hef-
ur gefið óskum og tillögum alþingis og landsbúa í þessu
mikilvæga aðalmáli Islendinga“. Aðaláherzlu bæri þó að
leggja á það að leiðir yrðu fundnar til að sigrast á þeirri
andspyrnu, er frumvarpið hefði sætt, og tilraunum þeitn,
sem gcrðar hefðu verið til að tefja framgang þess og spilia
því.
I ávarpi þingsins til konungs eru ræddar þær breytingar,
sem æskilegar voru taldar, og í niðurlagi þess segir svo:
„En þó þíngið telji það æskilegt, að þessum breytingum
gæti orðið framgeingt, þykir því þó hitt mestu skipta, að
frumvarpi því, sem yðar hátign létuð leggja fyrir ríkisþíng-
ið, geti í öllu verulegu orðið framgeingt, og það scm fyrst
náð lagagildi, og þess vegna Ieyfir þíngið sér allra-þegn-
samlcgast með samhljóða atkvæðum að bera þá bæn fram
fyrir yðar hátign:
að yðar hátign, af vísdómi yðar og landsföðurlegri
umönnun fyrir sannri velfarnan vor Islendínga, vilj-
ið allramildilegast bægja þeim mótspyrnum burtu,
sem reistar hafa verið gegn frumvarpi því til frjálsr-
ar verzlunar á Islandi, scm yðar hátign hefur látið
bera undir ríkisþíng Dana svo að þetta frumvarp fái
sem fyrst lagagildi".
Lokaþáttur
Tilraun danskra kaupmanna til að skara enn einu sinni
eld að sinni köku og vernda þann sérrétt, er þeir höfðu
haft til verzlunar hér á landi, bar ckki tilætlaðan árangur,
enda hefði það þverbrotið þá yfirlýstu stefnu stjórnarinnar
að skoða málið fyrst og fremst frá „sjónarmiði Islands". Nú
var og svo komið, að kaupmenn urðu ekki fyllilega sam-
mála. Augu sumra voru að opnast fyrir því, að hagur þeirra
og Islendinga gæti farið saman, ef rétt væri á haldið. Aðrir
voru svo skynbærir að sjá, að ekki þýddi lengur að spyrna
á móti broddunum. Hinni fornu sérréttindaaðstöðu yrði ekki
haldið lengur til streitu. Hún samþýddist ckki kröfum hins
nýja tíma um aukinn sjálfsákvörðunarrétt og aukið frelsi.
Og Islendingar eignuðust nú ýmsa öfluga málsvara með
84
FRJÁLS VERZLUN