Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Síða 61

Frjáls verslun - 01.04.1955, Síða 61
Dönum, ckki hvað sízt í ríkisþinginu. Létu þeir mjög til sín taka, þcgar hvorki gckk né rak um afgreiðslu málsins. Vcrzlunarmálið var fyrst lagt fyrir clanska þingið 1852. I apríl 1853 birtist grein í dönsku blaði (Berlinske Tidende), þar scm kröftuglega var mælt mcð því, að verzlunarfrelsi yrði lögleitt hið fyrsta á íslandi. Málið þæfðist mjög fyrir þinginu, eftir að það var aftur tckið fyrir á árinu 1853, en þeir þingmenn, sem gcrðust mál- svarar Islands, gengu drengilega fram fyrir skjöldu og létu einskis ófreistað að fá því komið sem fyrst og örugglegast í höfn. Aðalþófið var um lestargjaldið. Var ágreiningur um, hve hátt það skyldi vera, hvort lagt skyldi aukagjald á lausa- kaupmenn og kaupför þein-a landa, sem legðu hærri gjöld á kaupför Dana en sín eigin o. fl. Eftir að málið hafði hrakizt í danska þinginu í nálega tvö ár, — höfðu þá verið borin fram um það ein fjögur frumvörp, — leiddi þingið það loks til lykta 15. marz 1854. Vrumvarp til laga um siglingar og verzlun á Islandi var þann dag til síðustu umræðu í þjóðþinginu og var samþykkt í einu hljóði með 75 atkvæðum. Staðfestingu konungs hlaut frumvarpið 15. apríl 1854, og skyldu lögin öðlast gildi 1. apríl 1855. Nokkrir ann- markar þóttu a hinum nýju verzlunarlögum, en þeir feng- ust brátt Iagfærðir. Verzlunarmálið var þá loks til Iykta leitt, 60 árum eftir að Islendingar höfðu fyrst farið þess á leit við konung með almennri bænarskrá, að hann veitti þjóðinni fullt verzl- unarfrelsi. Sigurinn var engum einum manni eins mikið að þakka °g Joni Sigurðssyni. Hann hafði undirbúið hina miklu Ioka- sokn af stakri kostgæfni, og hann stjórnaði henni, bæði inn- anlands og utan, af slíkum skörungsskap, að kyrrstöðu- og andofsöflin fengu ekki nema skamma hríð rönd við reist. Þott málalokin yrðu nokkuð önnur en hann hefði kosið, let hann sér þau lynda. Hins vegar var J. S. stjórninni gramur yfir málsmeðferð hennar í þessum síðasta þætti. Kom það berlcga í Ijós síðar 1 Nýjum félagsritum (1861). Þar farast honum svo orð: íslendingar höfðu „nú unnið í verzlunarmálinu þann sigur, sem auðið var að vinna". „Stjórnin hafði að vísu bú- ið til nytt frumvarp til þess að láta sér ekki lynda frum- varp þjoðfundarins; hún liafði ckki heldur lagt frumvarp sitt fyrir alþingi, og ekki fyrir þingin í hertogadæmunum, eins og fyrrum tíðkaðist, hcldur lét hún ríkisþingið í Dan- mörku eitt fjalla um málið. En þótt þetta væri að form- inu til ber og einskær óréttindi, sem furða var, að þing- menn á ríkisþinginu skyldu vilja taka þátt í, þá var að efninu til engu því tapað, sem gat vegið upp í móti því, sem aunnið var, því að öll aðalatriðin af uppástungum al- þingis og þjoðfundarins stóðu svo föst, að þeim^varð ekki raskað, nema allt málið yrði fellt“, Rödd samtíðarinnar Þjóðin fagnaði unnum sigri. En flestum mun þó hafa verið ljóst, að varlegra myndi að gera sér ekki of bjartar vonir um snögg umskipti, enda margar tálmanir á vegi hinnar frjálsu vcrzlunar. — I grcin, — „Frjáls verzlun" •—, er birtist í Þjóðólfi 7. apríl 1855, þar sem verzlunarfrelsinu var fagnað, segir m. a. svo: „Verzlunin á Islandi varð frjáls 1. þ. m„ og raun mun gefa vitni um, þegar fram líða stundir, að hér hcfst nýtt og þýðingarmikið tímabil í sögu þessa lands, því nálega engin breyting má hafa eins miklar og almennar áhrifur og af- leiðingar fyrir lönd og lýð, sem veruleg breyting á verzl- unarkjörum manna. íslendingar hafa og kennt á aflciðing- um þessara breyringa. Meir en 2ja alda verzlunaránauð leiddi þá í eymd og volæði, já lét þá falla hungurmorða, og aflétting þessarar einokunar, með þcssu þumlungsfrclsi: að mega þó verzla við eina þjóð, án þcss að vera þræl- bundnir við vörutaxta, eða hvert hérað við sinn kaup- stað, hefir að vfsu við rétt hag vorn svo verulega um næst- liðin 70 ár, að það getur ekki dulizt fyrir neinum, já gegn- ir furðu, því þó oss sé enn í mörgu og miklu ábótavant, þá lýsir sér samt í svo afar mörgu hin miklu betri almenna mcgun og hagsæld fram yfir það, sem var hér á tímum hinn- ar einokuðu verzlunar, ekki aðeins betri aðbúnaður, betri húsakynni, sælla líf, heldur hefir og hinum 3 aðalatvinnu- vcgum vorum: sjávarútveg, jarðrækt og fjárrækt, stórum þokað áfram síðan, vér segjum stórum áfram, þó menn eigi enn í þessum efnum miklu meira ógert en gert“. Greinarhöfundur tekur fram, að reynsla allra þjóða á öllum öldum hafi verið sú „sama og vor í þessu cfni“, „að alfrjáls verzlun hefir reynzt hverri þjóð í heimi hagsæl og heilladrjúg til alls konar framfara og velmegunar“. Það megi hins vegar ekki koma neinum á óvart „nú í upphafi hinn- ar frjálsu verzlunar" — „þó hún nái ekki hjá oss jafn fljót- um og verulegum þrifum eða fljótséðum heillaríkum af- leiðingum, sem hcnni er eðlilegt og hún víst mundi áorka, eins hér sem annars staðar, ef ekki væri jafn margt til fyrir- stöðu“ — svo sem einangrun, víðátta, strjálbýli, vegleysur og óblítt náttúrufar landsins, vöntun vega, giæiðra sam- gangna, tíðra póstferða, lánstofnana og vátryggingafélaga, samfara stopulum atvinnuvegum og iélegum og ótryggum efnahag, vegna tíðra hallæra, vankunnáttu og ýmiss konar „óforsjálni sjálfra vor“. „En þó að svona sé margt athugavert við hina frjálsu verzlun, sem nú fer í hönd hér hjá oss, þá ber oss engu að síður að taka hcnni með gleði; ckki mcð fávfsum vonum um, að hún láti, þegar í stað, auðæfin rigna yfir sérhvern cinstak- an mann, hvort sem gjöri þar nokkuð að sjálfir með sam- tökum og fyrirhyggju og atorku eður ekki; heldur mcð ör- uggum hug og ásetningi að greiða henni veg, svo sem mögu- lcgt er, mcð skynsamlegum samtökum, alúð og árvekni". FRJÁLS VERZLUN 85

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.