Frjáls verslun - 01.04.1955, Page 62
Lög um siglingar og verzlun á íslandi
frá 15. apríl 1854
1. gr. Eptirleiðis skal öllum innanríkiskaup-
mönnum vera heimilt að taka utanríkisskip á
leigu, og hafa til verzlunar sinnar á íslandi, þó
skulu þeir gæta þess, sem fyrir er mælt í lögum
þessum.
2. gr. Utanríkisskipum skal einnig leyft vera
að hleypa inn á þessar liafnir á íslandi: Reykja-
vík, Vestmanneyjar, Stykkishólm, ísafjörð, Ak-
ureyri og Eskifjörð, þó ekki hafi þegnar Dana-
konúngs leigt þau. Þó eiga skipstjórar, undir eins
og þeir koma, að gefa lögreglustjóranum það til
vitundar, og séu þeir ekki útbúnir með tilhlýði-
leg heilbrigðisskýrteini, verða þeir að láta rann-
saka heilsufar skipverja, og í öllu hegða sér ept-
ir því, sem yfirvaldið segir fyrir. En ekki mega
þeir selja neitt af farminum né kaupa aðrar vör-
ur en þær, sem skipverjar þurfa sjálfir til nauð-
synja sinna eða skips síns, fyrri en heir hafa
fullnægt skilmálum þeim, sem settir eru til að
geta verzlað, og einkum útvegað sér íslenzkt leið-
arbréf, og skal yfirvaldið hafa vandlega gætur á
þessu.
3. gr. Svo skal einnig utanríkismönnum leyft
vera héðan í frá að sigla upp öll Iöggild kaup-
tún á íslandi og verzla har. Þó eiga öll utanríkis-
skip, sem koma beinlínis frá útlöndum, að koma
fyrst inn á einhverja af höfnum beim, sem nefnd-
ar eru í 2. grein, áður en hau sigla upp aðrar
hafnir á landinu, svo að þess verði gætt, sem
boðið er í téðri grein. Einnig mega utanríkis-
menn eins og innanríkismenn flytja vörur hafna
á milli á íslandi, og eins fara kaupferðir milli ís-
lands og annara landa Danaveldis, hó má ekki hafa
utanríkisskip 15 lesta og baðan af minni til vöru-
flutnínga, hvorki hafna á milli á íslandi, né milli
íslands og hinna hluta ríkisins. Að öðru leyti
mega bæði utanríkis- og innanríkismenn, án þess
að vera bundnir við nokkurn tíma, selja vörur
sínar eða leggja bær upp til sölu hjá fastakaup-
mönnum á öllum löggildum kauptúnum á ís-
landi, og eins verzla við landshúa í 4 vikur, þó
einúngis af skipi, á þann hátt, sem fyrr er skip-
að um verzlun lausakaupmanna, og má verzlun
þessi ekki fara fram á landi, hvorki í byrgjum,
húsum, tjöldum, né nokkru öðru skýli.
4. gr. Allir, hvort þeir eru innlendir eða út-
lendir, sem ætla að verzla á íslandi, og flytja
þángað eða þaðan vörur, eiga að kaupa íslenzkt
leiðarbréf fyrir hvert skip, er þeir hafa til slíkr-
ar verzlunar, og hverja ferð. Á leiðarbréfinu
skal standa nafn skipsins, heimili bess og stærð,
og einnig nafn skipstjóra, og skal útgerðarmað-
ur skipsins vitna að þetta sé rétt, og hinn danski
verzlunarfulltrúi, þar sem nokkur er, en annars
yfirvaldið á utanríkisstöðum, eða tollheimturáð
á innanríkisstöðum staðfesta þann vitnisburð.
Þegar Ieiðarbréfið er keypt handa skipi, sem fer
til íslands, gildir það fyrir ferðina þángað, fyrir
ferðir hafna á milli á íslandi — ef skipið ekki
um leið fer til annarar hafnar erlendis og fyrir
ferðina aptur til einhverrar hafnar fyrir utan ís-
land.
Ef leiðarbréf er keypt á íslandi fyrir skip,
sem annaðlivort á þar heima og fer þaðan, eða
sem komið er til íslands leiðarbréfslaust, en er
tekið á leigu af kaupmanni, sem býr þar, þá gild-
ir leiðarbréfið fyrir ferðina frá íslandi og til
íslands aptur, ef skipið kemur aptur áður en 9
mánuðir eru liðnir frá því að það fór af stað.
Þegar öðruvísi er ástatt, og leiðarbréf er keypt
á íslandi, og einkum þegar skipstjóri, sem kom-
inn er Ieiðarbréfslaus, vill kaupa það, til þess að
geta verzlað fyrir sjálfan sig, og flutt farm
frá íslandi, gildir Ieiðarbréfið aðeins fyrir þær
ferðir, sem farnar eru hafna á milli á íslandi, og
fyrir ferðina frá landinu.
5. gr. íslenzk leiðarbréf fást lijá stjórn inn-
anríkismálanna, hjá hinum dönsku verzlunar-
fulltrúum í heldri kaupstöðum í Norðurálfunni,
þeim er við sjó liggja, hjá lögreglustjórunum á
þeim sex höfnum á íslandi, sem að framan eru
nefndar, og hjá landfógetanum í Færeyjum.
86
FR.TÁLS VERZLUN