Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.04.1955, Blaðsíða 63
Þegar búið en að nota Ieiðarbréfin, og skipið ætlar til útlanda, skal skila þeim til lögreglu- stjórans á þeim stað á íslandi, sem skipið fer seinast frá, en ef skipið fer til Danmerkur eða hertogadæmanna, til tollheimtumannsins á þeim stað, þar sem skipið leggur inn og segir til farms síns, og í Altóna til forseta bæjarstjórnarinnar. 6. gr. Fyrir sérhvert íslenzkt leiðarbréf, sem gefið er út samkvæmt ákvörðunum þeim, sem getið er í 4. gr. laga þessara, skal greiða 2 rd. gjald af hverju lestarrúmi í skipinu eptir dönsku máli, hvort heldur það er innlent eða útlent, og hvort heldur það liefir nokkurn farm eða ekki, eða hver farmur, sem á því er, og skal gjald það greiða áður en leiðarbréfið er látið af hendi. Þar á móti er afnumið leiðarbréfagjald það, sem áður hefir verið, gjald það, einn af hundraði, sem híngað til liefir verið greitt, þegar íslenzk- ar vörur voru fluttar úr Danmörku, og sömu- leiðis gjald það 2 rd. 32 sk. af liverri lest, sem híngað til hefur verið greitt af þeim skipum, er flutt hafa vörur til útlanda. 7. gr. Ef skipið á lieima í því ríki, þar sem lagður er hærri tollur á dönsk skip og farma þeirra en á þau skip, sem eiga heima í ríkinu sjálfu, ákveður konúngur, hvort og að hve miklu leyti borga skuli fyrir þau aukagjald til ríkis- sjóðsins fram yfir það, sem til er tekið í 6. gr. hér að framan. 8. gr. Hver sá utanríkismaður, sem frá út- löndum siglir til íslands til verzlunar, skal auk leiðarbréfs hafa vöruskrá, sem skýrir greinilega frá farminum, og skal hún vera staðfest af liin- um danska vezlunarfulltrúa, ef nokkur er þar, en annars af yfirvaldinu; sömuleiðis skal hann hafa fullgild skilríki fyrir því, að livorki mislíng- ar, né bóla, né aðrar næmar sóttir gángi þar sem skipið fer frá, eða meðal skipverja, og skulu skilríki þessi einnig vera staðfest af danska verzlunarfulltrúanum eða yfirvaldinu. Fyrir hvern flokk um sig af staðfestíngum bessum, og eins fyrir þá, sem nefnd er í 4. gr. laga þessara, á danski verzlunarfulltrúinn 6 sk. af liverri lest, sem skipið tekur, eptir dönsku máli. Slíka vöru- skrá skulu einnig þau skip hafa meðferðis, sem eptir 2. gr. Iaga þessara vilja verzla með vörur, sem þau flytja til íslands. Skip þau, sem koma til íslands frá tollstöð- um í ríkinu, mega í stað vöruskrár nota tollskrá þaðan sem þau fara, en dönsk skip, sem frá út- löndum sigla til íslands, verða að hafa vöruskrá og heilbrigðis-skýrteini, eins og áður er sagt um utanríkisskip. Jafnskjótt og skipið hefir hafnað sig á ís- landi, skal sýna Iögreglustjóranum bæði leiðar- bréfið og hin önnur skilríki, sem nú voru talin, og ritar hann á þau; á hann fyrir það 16 sk. af lestarrúmi hverju í skipinu eptir dönsku máli, ef skipið er að fullu affermt eða fermt innan hans Iögdæmis, en ef skipið affermir eða fermir í höfnum sem ekki liggja undir sama lögdæmi, skal greiða helmíng af téðu gjaldi til lögreglu- stjórans á hverjum stað, þar sem skipið er af- fermt eða fermt. Á hverjum stað, þar sem nokkuð er fermt eða affermt, skal gefa lögreglustjóranum skýrslu um það. Allt, sem affermt er, skal rita á vöruskrána eða tollskrána, en á seinasta staðnum, sem skip- ið kemur á, skal skila þessum skjölum til lög- reglustjórans, er sendir þau til stjórnar innan- ríkismálanna. 9. gr. Öll afbrigði gegn reglum þeim, sem framan eru taldar, nema stórglæpir sé, svo sem svik og falsan, varða 10 til 100 rd. sektum til fátækrasjóðs á þeim stað, en séu þau ítrekuð, þá tvöfalt meira, og má gánga svo eptir sektun- um, að leggja löghald á skip og farm, og selja á uppboðsþíngi svo mikið af farminum, sem barf í sektargjald og málskostnað. 10. gr. Að öðru leyti eru þeir utanríkismenn, sem sigla til íslands, skyldir að hegða sér eptir lögum þeim, sem þar gilda, einkum að bví er verzlun snertir, og á stjórn innanríkismálanna að sjá um, að prentað verði bæði á danska og frakkneska túngu ágrip af hinum helztu ákvörð- unum um verzlunina á íslandi og skal festa ágrip þetta við sérhvert íslenzkt leiðarbréf. Sérhver lögreglustjóri á íslandi skal sjá um, að utan- ríkismcnn gæti þeirra lagaboða, sem bá snerta. 11. gr. Konúngurinn hefir í hyggju að ákveða gjör og birta þær breytíngar á forminu á þvi, hvernig fá megi og nota islenzk leiðarbréf, sem þörf er á, þegar öllum innanríkismönnum nú er leyft að taka utanríkisskip á Ieigu, og utanríkis- mönnum að verzla á íslandi, eptir því í hverju skyni leiðarbréfið er veitt. 12. gr. Lög þessi fá gildi 1. dag April-mán- aðar 1855. Eptir þessu eiga allir hlutaðeigandur sér að hegða. Gefið út í höll Vorri Friðriksborg 15. dag Aprilmán. 1854. frjÁls verzlitn 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.