Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Page 37

Frjáls verslun - 01.01.1974, Page 37
Myndin efst t. v. er tekin 1 skrifstofu forsetans á Bessa- stöðum. Þarna var áður íbúð foreldra Gríms Thomsen og þarna fæddist Grímur og andaðist. Bókaskápurinn var eins og flest húsgögn á Bessastöðum keyptur í Bret- landi eftir styrjöldina. Hægra megin heldur for- setinn á lítilli mynd af Bessastöðum 1878. Hana málaði Þóra, kona Þorvald- ar Thoroddsen. Borðstofan á Bessastöð- um, á myndinni í miðju, er þar sem áður voru tvær kennslustofur Bessastaða- skóla. Þar störfuðu nem- endurnir, sem að jafnaði voru rúmlega 30 talsins. Bessastaðastofa er frá 1767, en kirkjan er dálítið yngri. Bókhlaða var byggð við húsin á Bessastöðum 1964 og þar er nú myndarlegt bókasafn, að megmhluta til bækur úr safni Boga Ólafs- sonar. Á neðstu myndinni ræðir ritstjóri F.V. við for- setann í bókhlöðunni. Á síðunni til hægri er mynd af forsetahjónunum í aðalmóttökusal Bessastaða, en liann var byggður upp úr 1941. Gunnlaugur Hall- dórsson arkitekt byggði mót- tökusalinn og sá um endur- reisn gömlu húsanna og ný- byggingu á forsetasetrinu og kirkjunni. Á veggnum er málverk eftir danskan mál- ara, Fredrik Sörensen að nafni, sem gert var 1874, og sýnir siglingu skipa inn Faxaflóa.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.