Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Page 43

Frjáls verslun - 01.01.1974, Page 43
þýtt fyrir vissa þjóðfélagshópa og fyrir langtímahagvöxt. Ef svo fer sem fram horfir, getum við brátt farið að læra af Suður-Ameríkumönn- um, hvernig stemma eigi stigu við verðbólgunni, en Brasil- íumönnum hefur tekizt að minnka hana úr 80-100% í 18%. HORFUR Á ÞESSU ÁRI Orkuskortur er ekki fyrir- sjáanlegur hér á landi. Hins vegar mun olía hækka veru- lega í verði og íþyngja þjóðar- búinu um nokkra milljarða. Verð afurða, sem unnar eru úr olíu, mun einnig þróast okkur í óhag. Samdráttur í flestnm iðnríkjum getur haft áhrif til lækkunar á útflutningsvörum okkar og minni eftirspurnar en ella. Því er afar líklegt, að við- skiptakjör stefni okkur í óhag á árinu 1974. Hins vegar er vart ástæða til að ætla. að svo verði til langframa, því að heimurinn þarf á eggjahvítu að halda. Af innlendum tilefnum er það einkum tvennt, sem veld- ur óvissu um framvindu efna- hagsmála, fyrir utan hina venjulegu óvissu um afla- brögð og tíðarfar. Annars veg- ar eru launasamningar opnir. Hins vegar eru fjárlögin opin í annan endann, eða réttara sagt lokuð, því að ríkisstjórn- in getur ekki svo glatt komið nýrri tekjuöflun í gegnum þingið, enda þótt útgjöldin vaxi. Samkomulag varð um fiskverð í yfirnefnd, sem bend- ir til þess, að ekki verði stöðv- un á útgerðinni. Það virðist vera farið gætilega í launa- samninga af ráðnum hug. Allt- af er hægt að bera því fyrir sig, að óvissan sé svo mikil, að hyggilegt sé að bíða. En senni- lega vill ríkisstjórnin fá frest til að glíma við efnahagsmálin. sem auðvitað hangir saman við áðurnefnda örðugleika að koma frumvörpum í gegnum þingið. Ekki er ólíklegt, að sveitar- stjórnarkosningar á þessu ári skipti einnig hér einhverju máli. GENGUR DÆMIÐ UPP? Ólíklegt er, að atvinnuveg- irnir þoli meiri gengishækkan- ir en orðið hafa og krónan reyndar verið að lækka aftur gagnvart Bandaríkjadal. Ef komizt verður hjá spreng- ingu í launamálum og útflutn- ingsverðmæti loðnunnar verða eins og efni standa til, getur ríkisstjórnin setið allróleg. Þensla innanlands umfram framleiðsluaukningu hlýtur að koma fram í versnandi við- skiptajöfnuði, ekki sízt þar sem líklegt er, að viðskiptakjör breytist okkur í óhag. Hins vegar er ólíklegt, að gripið verði til nokkurra meiri hátt- ar efnahagsráðstafana á með- an gjaldeyrisvarasjóður er fyr- ir hendi. Undanfarin ár hefur vinnu- aflið sett framleiðsluaukningu takmörk. Nú er ástæða til að ætla, að húsnæði og vélar séu að verða fullnýtt, jafnframt því sem olíukreppan gæti vald- ið því, að ýmis konar efni og efnavörur tefðu framkvæmdir, sem yrði til þess að létta nokk- uð á spennunni. En undiraldan er svo þung. að ekki er unnt að sjá fram á annað en að út- gjaldafyrirætlanir fari fram úr því, sem til ráðstöfunar er, með áframhaldandi verðbólgu sem afleiðingu. ÖNNUMST VIÐGERÐIR Á: Rafkerfum, — frystikistum, — útvarps- og kallkeríum. • SELJUM: Vinnuljós, — ljóskastara, — raf- geyma, — kælimiðil. FRAMLEIÐUM: Spennustilla fyrir rafala og hleðslu- táeki fyrir talstöðvargeyma. POLLINN HF., AÐALSTRÆTI 9 — ÍSAFJÖRÐUR — SlMI 94-3092 FV 1 1974 43

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.