Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Side 57

Frjáls verslun - 01.01.1974, Side 57
Hafskip h.f. Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, sími 21160. Framkvæmdastjóri: Magnús Gunnarsson. Stiórnarformaður; Magnús Magnússon. Skip 1 eigu Hafskips hf. eru M.s. Selá, Rangá og Langá. Selá er 1056 brúttó tonn, Rangá 975 brúttó tonn og Langá 1401 brúttó tonn. Leiguskip félagsins eru tvö, M.s. Laxá og M.s. Vestri. Félagið siglir reglulega á 10 daga fresti til Hamborgar og Antwerpen. Hafa skipin reglu- lega viðkomu í Reykjavík, á Akureyri og Húsavik. Einnig hafa reglubundnar siglingar til norðurlands gefizt mjög vel, að sögn Magnúsar Gunn- arssonar, framkvæmdastjóra. Skip félagsins sigla á 2ja vikna fresti til Kaupmanna- hafnar, Gautaborgar og Fred- riksstad. Á 4ra til 5 vikna fresti er siglt til Gdynia og Gdansk í Póllandi, Þránd- 'heims í Noregi og Goole í Englandi. Flutningsgeta Selár er 1170 ir:íir, Rangár 1670 lestir, og Largár 2230 lestir. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 80 manns og er fyritæk- inu skipt í megin dráttum í fjármáladeild, flutningsdeild og vöruafgreiðslu. Skip Haf- skips eru eingöngu flutninga- skip og taka ekki farþega. Öll starfsemi Hafskips h.f. er nú í góðu gengi og hefur félagið, sem kunnugt er tekið upp samvinnu við flugfélagið Iscargo h.f. Vörugeymslur Hafskips h.f., eru staðsettar á 3 stöðum í Reykjavík, á Eiðsgranda, í Örfirsey og í gamla Tivolí. Fyrirtækið reynir að veita öll- um landshlutum sem mesta þjónustu, og er nú verið að reyna að finna hentug skip fyrir Hafskip h.f. um þessar mundir. Að sögn Magnúsar Gunnars- sonar er verið að endurskoða starfsemi Hafskips h.f. og taldi hann ekki tímabært að skýra frá þeim nýjungum, sem fyrir- tækið hyggst hrinda í fram- kvæmd nú. Að lokum sagði Magnús, að Hafskip h.f. ætti í sömu erfiðleikum við að fá olíu erlendis og öll önnur skipafélög. Skipaútgerð ríkisins Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, sími 17650. Forstjóri: Guðjón Pétursson. Fjöldi skipa í eigu Skipaút- gerðar ríkisins er þrjú strand- ferðaskip, og eru það M.s. Hekla, M.s. Herjólfur og M.s. Esja. Fé- lagið rekur siglingar við strend- ur landsins og fara Hekla og Esja í reglubundnar hringferðir um landið með viðkomu í öll- um helztu höfnum. Tíðni ferða hvers skips er ein ferð á 11-14 daga fresti. Ganga skipin hvert á móti öðru, þannig að annað fer í hringferð vestur um land, en hitt austur um land. M.s. Herjólfur fer að jafnaði tvær ferðir á viku frá Reykja- vík til Vestmannaeyja. Skipaút- gerðin hefur enlgin leiguskip. Skipin eru um 700 brúttó- tonn og er farmgeta þeirra á- líka mikil. Farmrými er um 67 þúsund rúmfet (sekkjahleðslu- rúmmál) í Heklu og Esju, þar af er frystilest skipanna 8600 rúm- fet. Frystilestin er í tvennu lagi, þannig að unnt er að hafa frost í annarri, en ekki hinni. Er það sérlega hagstætt t. d. í beitu- flutningum. M.s. Herjólfur er 500 brúttó- lestir og hefur skipið 200 tonna burðargetu. Lestarrými er 9208 rúmfet, þar af er kælilest til mjólkurflutninga 1617 rúmfet. M.s. Herjólfur hefur 5 tonna lyftigetu, en Hekla og Esja hafa 20 tonna lyftigetu hver um sig. Svefnrými er fyrir 12 farþega í Heklu og Esju og sæti í sal fyrir milli 30 og 40 manns. Fastasvefnrými í Herjólfi er fyrir 21 farþega og varasvefn- rými fyrir 12. Skipið hefur leyfi til að flytja 60-80 farþega að jafnaði. Skipin stunda aðallega vöru- flutninga. Hekla og Esja til flestra hafna landsins og Her- FV 1 1974 57

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.