Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1974, Side 80

Frjáls verslun - 01.01.1974, Side 80
Starfsfólk á auglýsingastofu Kristínar Þorkelsdóttur. saman. Þetta er víða gert er- lendis svo sem í Danmörku og Þýzkalandi og salan hefur aukizt mikið eftir það. — Eru auglýsingar í sérrit- um rétt notaðar, og hvernig eiga þær að vera? — Auglýsingar í sérritum líða fyrir það að vera gerðar til almennrar notkunar. í sér- riti er maður yfirleitt að tala við fagfólk, þannig að stað- reyndir nýtast betur, þegar höfðað er til slíks lesendahóps, heldur en til almenns lesenda. Auglýsingar í sérritum þyrftu að vera ítarlegri, en þá geta þær verið of tyrfnar fyrir hinn almenna lesanda. — Er þörf á markaðsfræð- ingum hérlendis að þínu áliti? — Almennt sagt tel ég ekki þörf á slíku. Hver þokkalega greindur maður, sem hefur unnið á einhverju sviði mark- aðsins er yfirleitt með glögga yfirsýn yfir það svið. Það er þörf á markaðsfræðingum í einstaka sérstæðum tilfellum, en almennt ekki. — Telurð'u að auglýsingar í íslenzka sjónvarpinu hafi jafn mikið auglýsingagildi og fyrst, þegar byrjað var að sýna þær? — Nýjabrumið er farið af auglýsingunum, en við vitum, að auglýsingagildi sjónvarps- ins er ákaflega mikið. Þegar gerð er stór auglýsingaáætlun fyrir fyrirtæki kemur ekki til greina að sleppa auglýsingu í sjónvarpi. Þær hafa sterkustu áhrifin. — Hver er munurinn á stórri og litilli auglýsingaáætl- un? Stærð á auglýsingaáætlun fer eftir markaðsaðstöðu vör- unnar, eðli hennar og mörgum öðrum þáttum. Það er ekkert sérstakt annað en stærðin, sem skilur á milli stórrar og lítill- ar auglýsingaáætlun. Verktakar - Bæjarfélög • LOFTPRESSUR • LOFTVERKFÆRI • BORSTÁL • FLEYGSTÁL • SLÖNGUR • tengi A. WENDEL h.f. jafnan fyrirliggjandi. umboðs- og heildvebzlun, SÖRLASKJÓLI 26, REYKJAVÍK. SÍMI 1 54 64. 80 FV 1 1974

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.