Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1976, Page 24

Frjáls verslun - 01.08.1976, Page 24
hvatningar eða stuðnings flokksleiðtoganna. Nú munu frjálslyndismenn- irnir, sem enn eru í áhrifa- miklum stöðum í flokkskerfinu, leggja hart að Carter að maela fyrir hefðbundnum stefnumál- um demókrata og taka ákveðna afstöðu með aukinni þátttöku sambandsstjórnarinnar í Wash- ington við lausn margs konar félagslegra vandamála í land- inu. Sú aðstaða myndi verða í talsverðu ósamræmi við mál- flutning Carters. sem hingað til hefur lagt áherzlu á einstak- lingsbundna og óháða afstöðu til málefna. Aðstoðarmenn Carters hafa þegar af því á- hyggjur, að farið sé að mást yfir ímynd hans, sem hins frjálsa og óbundna frambjóð- anda en á henni hefur hann flotið hingað til. Helztu verkalýðsleiðtogar í Bandaríkjunum eru vanir að gegna þýðingarmiklu hlutverki við val forsetaframbjóðanda demókrata. Aðeins fáeinir studdu Carter í forkosningim- um. Hinir óttast að hinn þrengsti aðstoðarmannahópur Carters muni loka þá úti það sem eftir er baráttunnar. Þrátt fyrir stuðningsyfirlýsingar verkalýðssamtakanna er víst, að Carter þarf að eyða þessari tortryggni til þess að stuðning- ur verkalýðshreyfingarinnar skili sér að fullu. # Trúmálin hafa sitt að segja Forkosningarnar sýndu, að fylgi Carters var minnst í iðn- aðarríkjunum í norðausturhluta landsins, þar sem ítök róm- versk-kaþólskra og Gyðinga eru áberandi mikil. Fyrst og fremst á þetta við um New York, Massachusetts og New Jersey. Margir kaþólikkar- eru enn í vafa um raunverulega af- stöðu Carters til fóstureyðinga. Þótt frambjóðandinn segist persónulega vera andvígur fóst- ureyðingum fylgir hann stefnu flokksins, sem hefur staðið gegn stjórnarskrárbreytingu um bann við fóstureyðingum. Kirkjufeðurnir hafa fordæmt stefnu demókrata í þessu máli. Gyðingar hafa líka mikil á- hrif í demókrataflokknum. tíumir helztu fjáröflunarmenn flokksins og skipuLeggjenaur eru Gyðingar. Peningar valda ekki sömu áhyggjum og áður, þar eð kosningabaráttan vegna forsetakosninganna er fjár- mögnuð af almannafé en skipu- leggjendui’ og kosningasmalar eru mikils metnir. Nokkrir leiðtogar Gyðinga hafa þrátt íyrir stuðning Cart- ers við ísrael, tekið nærri sér trúmálayfirlýsingar Carters, sem segist sannkristinn vera. Gyðingar velta því fyrir sér, hvort trúmálin kynnu að hafa áhrif á gerðir hans 1 forseta- embættinu. Blökkumenn gætu haft úr- slitaáhrif á velgengni Carters með þvi einfaldlega að sitja heima. Leiðtogar blökkumanna vilja eigna sér og kynbræðrum og systrum nauman sigur í þýð- ingarmiklum forkosningum eins og í Michigani, Florida og Wisconsin. Talsmenn blökkumanna krefjast ótvíræðrar tryggingar fyrir því að eftir kosningar verði starfa þeirra minnzt. # Wallace ýtt til hliðar? Nokkrir dyggustu stuðnings- menn George Wallace, ríkis- stjóra í Alabama, munu tregir styðja Carter — meðal annars af því að þeim finnst Wallace hafa verið ýtt til hliðar eftir að hann ruddi brautina fyrir fram- boð Suðurríkjamanns til for- seta og ennfremur vegna þess að þeir kunna ekki vel við sig í félagsskap frjálslyndra frá Norðurríkjunum. Carter má liklega við því að tapa nokkrum atkvæðum stuðningsmanna Wallace í Suð- urríkjunum en fara samt með sigur af hólmi í þeim lands- hluta, Fari hann hins vegar að biðla sérstaklega til þeirra er hætt við að blökkumenn og frjá'lslyndir taki það óstinnt upp. Konur hafa umtalsverð áhrif á kosningabaráttuna vestan hafs núorðið. Carter þarf að lappa svolítið upp á samskiptin við kvennahreyfinguna í flokknum. Það var með inokk- urri þykkju sem konurnar urðu við beiðni Carters um að krefj- ast ekki helmings allra sæta á næsta flokksþingi árið 1980. Þær tóku þó fram, að þær myndu krefjast aukinna áhrifa innan flokksins. # Jafnvægisæfingar Útnefning Walter Mondale sem varaforsetaefnis getur auð- veldað Carter samskiptin við suma af volgu stuðningsmönn- unum en ekki alla. Mondale fellur í kramið hjá frjálslyndum og verkalýðsfor- ystunni. Margir demókratar eru þó þeirrar skoðunar, að Ed- mund Muskie, öldungardeildar- þingmaður, sem er kaþólskrar trúar, hefði betur stuðlað að jafnvægi á framboðslistanum. Þegar líður á kosningabar- áttuna getur Carter átt í vax- andi erfiðleikum með að grípa á málum og verjast árásum án þess að stuða einihverja af veigamestu hópunum, sem hann styðzt við. Stjórnmála- sérfræðingar telja, að Carter verði enn að gera stórt átak til að höfða til hins almenna kjós- anda. Þeir benda á að Carter hafi hlotið útnefninguna á flokksþinginu en aftur á móti ekki fengið mema 40% heildar- atkvæðamagns í forkosningun- um. Carter er þetta ljóst. Hann dró nokkuð úr sjálfsörygginu, sem verið hefur aðalsmerki hans á yfirborðinu og sagði við þingheim á flokksþinginu að kosning hans í forsetaembættið væri engan veginn örugg. Það er komið undir frammi- stöðu Carters í þeirri baráttu, sem í hönd fer, hvort hann get- ur endurvakið þá samstöðu í demókrataflokknum, sem Franklin D. Roosevelt tókst fyrst að negla saman árið 1932. Einn varamaður demókrata sagði: „Við höfum verið úti í kuld- anum í átta ár og það hefur gert mikið til að þjappa okkur saman. Ég vona bara að það haldist.“ 22 FV 8 1976
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.