Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1976, Page 31

Frjáls verslun - 01.08.1976, Page 31
ekkert annað en uppgjöí að álykta sem svo, íyrst Alþingi hafi eyðilagt tekjuskattinn með ýmiskonai’ undanþágum, sem valda mismunun, þá sé bezt að leggja hann niður. HVATNING Þriðj a grundvallai’sjónarmið skattlagningar er, að skattlagn- ingin letji ekki vinnuvilja manna. Jaðarskatthlutfall er nú hæst hérlendis 56—57%, sem telst ekki hátt miðað við það, sem tíðkast víða erlendis. Hafa ber þó í huga, hversu fljótt menn komast í hæsta skattstig- ann miðað við það, að ríkissjóð- m- aflar meirihluta tekna sinna með óbeinum sköttum. Hjá þeim, sem stunda árs- tíðabundna atvinnu, sem gefm þeim miklar tekjur, hefur ber- lega komið í ljós, að hátt jaðar- hlufall er þungt á metumum, þegar ákveðið er, hvort vinna skuh allt árið eða ekki. Einnig hefur sýnt sig, að skattfríðindi giftra kvenna valda miklu um atvinnuþátttöku þeirra, sér- staklega þegar ákveða skal, hvort hjónanna aflar viðbótar- tekna til heimihsins. Ef tekjuskattur á ekki að draga úr vinnuvilja manna, má jaðarskattur seninilega aldrei taka meira en helming af við- bótartekjum Til þess að svo megi verða, þarf að afnema ýmis konar undanþágu og frá- dráttarliði, áður en tekjuskatt- ur er lagður á. SÖNNUN SKATTGREIÐSLU Það er almennt talið æski- legt í öllum fagritum um skattamál, að skattgreiðendum sé ávallt ljóst, hvenær þeir eru að borga skatta og hversu mik- ið. Hérlendis hefur þetta sjón- armið ekki verið haft mjög í hávegum, enda væri viðhorf almennings til óbeinna skatta sennilega annað, ef fólk gerði sér betri grein fyrir því, hversu mikið það greiðir í óbeina skatta. Út frá þessu sjónarmiði ætti t.d. öll verðmerking vöru og þjónustu að vera án sölu- skatts, en síðan væri söluskatt- urinn gerður upp og greiddur við kaupin. Hérlendis hefur slík verðlagning ekiki tíðkast, þótt hún sé algeng erlendis, enda banna lögin slíka verð- merkingu. M.a. af þessari á- stæðu hefur Alþingi átt auð- veldara með að hækka verulega óbeiinia skatta án þess að hljóta mikla gagnrýni fyrir, en hefur hins vegar átt í miklum erfið- leikum með beina skattlagn- ingu, þar sem hver skattgreið- andi hefur það svart á hvítu, hversu háa skatta hann greiðir. Niðurstaðan verðui’ því sú, að á undanförnum árum hafa skatt- greiðendur haft mjög óljósa og stöðugt óljósari upplýsingar um, hversu mikla skatta þeir greiða og því verið verr undir það búnir að greiða því at- kvæði, hversu umfangsmikla opinbera þjónustu þeir vilja. RÁÐSTÖFUN FRAMLEIÐSLUÞÁTTA Eitt mikilvægasta sjónar- miðið, þegar rætt er um ein- staka skatta, er það, hversu hlutlausir eða hlutdrægir þeir eru varðandi þá ráðstöfun framleiðsluþátta, sem markaðs- hagkerfi hefði leitt af sér, væru skattarnir ekki fyrir hendi. Skattar geta aldrei verið al- gjörlega hlutlausir og hljóta alltaf að hafa einhver áhrif á starfsemi manna. Hins vegar er hægt að ætlast til þess, að skattar séu þannig úr garði gerðir, að þeir hafi ekki veru- leg mismununaráhrif á ráðstöf- un framleiðsluþáttanna milli at- vinnugreina, á val milli fram- leiðslu- og dreifingaraðferða, á val neytenda milli neyzluvöru o.s.frv. Þetta sjónarmið út- heimtir, að skattar, t.d. tekju- skattur, leggist af sama þunga jafnt á allar tekjur, eða t.d. söluskattur af vöru og þjón- ustu leggist jafnt og með sama þunga á alla vöru og þjónustu. Strax og farið er að undan- þiggja t.d. vissar tekjur tekju- skatti, skattleggja mismunandi tekjur á mismunandi hátt, eða undanþiggja vissa vöru og þjón- ustu söluskatti verkar sú mis- munun til skekkingar. Eftir því sem hagkerfið vex og verð- ur flóknara, og verkaskipting og fjölbreytni viðskipta eykst, getur slík mismunun í skatt- lagningu skipt sköpum um skil- yrði til framhalds hagvaxtar. Umfram allt er hætta á, að í flóknu hagkerfi fari margvís- leg óæskileg og ótilætluð á- hrif skattlagningarinnar að segja til sín í ríkari mæh, þeg- ar frá liður. Hérlendis má sjá fjöhnörg dæmi slíkra skekkingaráhrifa. Söluskattur veldui’ þvi t.d., að stærri fyrirtæki ráða til sín fasta starfsmenn til þess að annast viðhald og annast sjálf ýmsa starfsemi t.d. prentun í stað þess að kaupa slikt að með 20% söluskatti. Aðstöðugjald hvetui- verzlun til umboðssölu og dregur úr verkaskiptingu milh atvinnugreina og fyrir- tækja og þannig mætti lengi telja. SKATTJÖFNUÐUR Það sem hér er átt við, er eitt mikilvægasta sjónarmið skattlagningar, þ.e. að ahir skattgreiðendur séu jafnir fyrir skattalögunum. Að þessu var nokkuð vikið áður en skatta- jöfnuður segh- t.d., að af sömu tekjum skuli greiðast sami skattur. Skattjöfnuður segir hins vegar ekkert um það, að ekki sé hægt að láta greiða hærri skatt af hærri tekjum. Sé atvinnurekstm• hins vegar skattlagður sérstaklega, verður að gæta þess, að hærri skattar af hærri tekjum séu ekki stig- hækkandi, heldui- sama hlut- fall af öllum tekjum vegna þess, að stighækkandi út- færsla tekjuskatts getm’ haft mjög óæskileg áhrif á ráðstöf- un framleiðsluþáttanna, t.d. stuðlað að smærri rekstrarein- ingum en æskilegt er. Hjá einstaklingum er tekju- skatturinn augljósasta dæmið um, hvernig þetta sjónarmið er þverbrotið. Ójöfnuðurinn ligg- ur ekki í því, að atvinnuveg- irnir hafa í vaxandi mæh greitt engan tekjuskatt á undanförn- um árum. Skýring þess er sú, að afkoma atvinnuveganna er ekki betri en svo, að lítill hagnr aður er eftir til greiðslu tekju- skatts, þegar aðstöðugjöld, launaskattur og aðrir skattar hafa verið greiddir. Ójöfnuð- urinn er sá, að fólki með sömu tekjur og fjölskyldustærð er stórlega mismunað í tekjuskatti eftir því, hvernig því nýtast, fjölmargar undanþágur og frá- FV 8 1976 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.