Frjáls verslun - 01.08.1976, Side 37
SamllAarnatar
Valdemar Baldvinsson, stórkaupmaður:
„Einkafyrirtækin geta margt
lært af samvinnufyrirtækjum
um félagslegt samstarf”
Rekstrarfjárskortur geysialvarlegt vandamál
verzlunarfyrirtækja í strjálbýlinu
„Ég tel, að fyrirtæki einkaframtaksins á sviði verzlunar og iðnaðar megi í mörgu taka sam-
vinnufyrirtækin sér til fyrirmyndar 'um þau félagslegu samtök, sem þar hafa tekizt og ég sakna
sárlega í saanskiptum mínum við starfsbræður mína í verzlun og öðrum tegundum atvinnurekst-
urs, sem einkaframtaksmenn stunda hér nyrðra.“
Það er Valdemar Baldvins-
son, stórikaupmaðm’ á Akur-
eyri, sem þannig mælti í upp-
hafi samtals Frjálsrar verzlun-
ar við hann en það fór fram
einn góðviðrismorgun fyrir
norðan núna í ágústlokin.
Valdemar býr yfir mikilli
reynslu af verzlunarstarfsemi
í höfuðstað Norðurlands. Segja
má, að hann sé alinn upp við
afgreiðslustörf í útibúi KEA í
Hrísey og síðan starfaði hann
um áratuga skeið sem deildar-
stjóri hjá Kaupfélagi Eyfirð-
inga á Akureyri. Þaðan lá svo
leiðin í gosdrykkjaverksmiðj-
una Sana, sem hann eignaðist
síðan í félagi við aðra en eftir
það sneri hann sér að rekstri
eigin heildverzlunar á Akur-
eyri og hefur einnig tekið þátt
í stofnun Tollvörugeymslu og
núna síðast stofnun trygg-
ingafélagsins Norðlenzk trygg-
ing, sem hann er stjórnarfor-
maður fyrir.
Það má því með sanni segja,
að Valdemar tali af reynslu,
þegar hann gerir umræddan
samanburð á starfsemi einka-
fyrirtækjanna og samvinnufyr-
irtækja.
Valdemar Baldvinsson tekur á móti pöntun frá viðskiptamanni.
Viðskiptin eru aðallega við Norður- og Austurland.
„Það er svo margt, sem við
getum lært af samvinnufélög-
unum og gæti orðið okkur til
hagsbóta. Fyrst og fremst á ég
við fræðslustarf, sem Verzlun-
arráðið ætti t.d. að beita sér
fyrir. Til þess þyrfti að hafa
starfandi háskólamenntaða
ráðunauta, sem gætu gefið okk-
ur holl ráð.
Það verður að viðurkennast
að sambúðin milli fyrirtækja í
heildverzlun og smásöluverzl-
un hefur oft verið óþarflega
stirð og tel ég ástæðurnar vera
þær, að enn eimi dálítið eftir
af gamalli tortryggni. Hún var
kannski ekki óeðlileg í gamla
daga, þegar menn voru varla
búnir að snúa sér við, þegar
FV 8 1976
35