Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1976, Qupperneq 39

Frjáls verslun - 01.08.1976, Qupperneq 39
næstu grösum og fékk hana. Enginn efast um tilgang kaup- félagsins með þessu. Það er ýmsu hnikað til ef það kemur sér vel fyrir samvinnufyrir- tækin eins og þegar lögð var sérstök inn- og útkeyrsla við nýju hraðbrautina af flugvell- inum til þess að gamla Esso- stöðin gæti fengið sem mest viðskipti. Þegar ég sótti um leyfi til að byggja hús fyrir heildverzlun kom það í ljós, að skipulags- yfirvöld á Aikureyri, hvai’ í flokki sem þau standa geta ekki skihð og hafa aldrei skilið að þörf er á heildverzlunum eða verzlunum í þessum bæ öðrum en kaupfélagsverzlun- rnn. Ég endurtek, að kaupfélags- reksturinn er okkur mikil lyftistöng og þar er vel á mál- um haldið en ég sé ekki, að KEA þurfi á neinum sérrétt- indum að halda hér. F.V.: — Svo gerist það að þú kveður kaupfélagið og ferð út í að starfrækja gosdrykkjaverk- srniðju. Hvernig atvikaðist það? Valdemar: — Ég var ráðinn framkvæmdastjóri þangað árið 1958 en þá voru eigendurnir Valgarður Stefánsscm, Sigfús Sigurðsson, frá Neskaupstað og Aage Schiöt frá Siglufirði. Verksmiðjan var upphaflega starfrækt á Siglufirði en flutt- ist til Akureyrcir og hafði verið þar í nokkur ár, þegar breyt- ing varð á eignaraðild, þannig að við eignuðumst verksmiðj- una Skarphéðinn Ásgeirsson i Amaró, Jón M. Jónsson, fata- framleiðandi og ég. Það er skemmst frá því að segja, að afkomumöguleikamir voru mjög dapurlegir og það vantaði fjármagn til að geta gert nauðsynlega hluti. Þegar við þrír keyptum opnaðist þó leið að fjármagni og um leið varð mikill fjörkippur. Raunar gerðist þetta þannig, að frændi Skarphéðins, bóndi, sem var að flytja í bæinn, átti eitthvað af peningum og fékk Skarphéð- inn að leggja þá inn í banka og taka jafnframt lán út á þá. Það gekk vel hjá okkur í tvö ár og þá fóru menn að huga að húsbyggingu, sem síðan reis Eiginkona Valdemars, Kristjana Hólmgeirsdóttir starfar með manni sín'um í fyrirtækinu. við Norðurgötu. Það var tveggja hæða bygging, 720 fer- metrar á hvorri hæð. Þarna var stunduð gosdrykkjaframleiðsla, einnig vísir að heildsölu og pökkun. Það var alveg ómet- anlegt að hafa þessa pökkun, t.d. á súpujurtum og öðru þess háttar, þvi að gosdrykkjavél- ar máttu við htlu og gátu bilað dag og dag. Timinn var þá not- aður fyrir pökkimina i stað þess að mannskapurinn hefði staðið uppi verkefnalaus. Við urðum nokkuð fyrir barð- inu á kaupfélaginu í sambandi við þennan rekstur, því að það setti sölubann á vörur frá Sana. Það var óneitanlega nokkuð erfið aðstaða þegar stærsti dreifingaraðilinn var búinn að loka á ókkur. Kaup- félagið rak sjálft eigin gos drykkjaverksmiðju, Flóru, og ekki leið á löngu þar th við vorum spurðir, hvort við vild- um ekki selja vélarnar. Það var ekki tekið í mál og kaupmenn í bænum komu til liðs við okk- ur og settu sölubann á fram- leiðsluvörur frá fyrirtækjum KEA. Um þetta leyti fór ég suður til Reykjavíkur og hitti for- ystumenn félags ísl. iðnrekenda að máli og sagði þeim að vél- armar hjá Sana væru komnar að því að hrynja. Það væri ekki um annað að ræða en að endur- nýja þær en að öðrum kosti væri hugsanlegt að KEA vildi kaupa. Ég fékk mikla aðstoð hjá Pétri Sæmundsen, sem þá var framkvæmdastjóri iðnrek- endafélagsins. Eftir að málið hafði gengið fyrir bankastjóra, nýbyggingaráð og fleiri aðila var leyfi veitt til að kaupa vél- ar frá V-Evrópu eða Bretlandi eins og við höfðum óskað, en á þeim tíma fóru slík vélakaup mest fram við A-Evrópu, ef þau voru á amnað borð leyfð. Það steðjuðu ýmsir aðrir erfiðleikar að. Það vantaði veltufjármuni og svo tók að bera á því, að kassar og gler, sem við seldum suður i svolitl- um mæli, skilaði sér’ekki aft- ur. Það kom í ljós, að gos- drykkjaframleiðandi í Reykja- vík stöðvaði þannig endursend- ingu á glerjunum með því að kaupa þau. F.V.: — Síðan átti Sana enn eftir að færa út kvíamar, hefja bjórframleiðslu, Hvemig gekk það fyrir sig? Valdemar: — Það voru á- framahaldandi fjármagnsörðug- leikar, sem hi'jáðu fyrirtækið. Eigendaskipti urðu og þau Inga Sólnes og Eyþór í Lindu urðu meðeigendur mínir. Þá korn fram hugmyndin um bjórfram- leiðslu og var ahugað með að fá leyfi danskra eða þýzkra öl- gerðarfyrirtækja til að fram- FV 8 1976 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.