Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Page 12

Frjáls verslun - 01.12.1976, Page 12
 Danmörk K. B. Andersen, utanríkisráðherra: „Efnahagsbandaiagið þarf að fastmóta tengsl sín við iýðræðis- ríki V-Evrópu, sem utan þess standa” Danir munu taka fullan þátt í norrænu samstarfi þrátt fyrir EBE - aðild sína „Ég hef lengi dáðst að íslendingum fyrir það, hve gott samband þeir hafa við umheiminn og á þetta ekki sízt við um þátttöku þeirra í norræn ni samvinnu og sérstaklega samskiptin við Dani. Kannski höfum við um of tekið þetta sem sjálf sagðan hlut en mér er Ijóst, að það verður stöðugt að halda þessum samböndum við og að því vilj um við vinna í samvinnu við íslendinga“, sagði K. B. Andersen, utanríkisráðherra Dana í samtali við Frjálsa verzlun. Við litum inn til ráðherrans á skrifstofu hans í Kristjáns- borgarhöll nóvembermorgun- inn, þegar við lá að minnihluta- stjórn sósíaldemókrata segði af sér vegna bílstjóraverkfallsins. K. B. Andersen hafði þá skömmu áður komið af fundi með leiðtogum flokks sir.s og var þá talið alveg eins líklegt, að stjórnin segði af sér og boð- að yrði til nýrra kosninga fyrir jól. Til þess kom þó ekki og K. B. Andersen. eða „Ko-bi“ eins og hann er nefndur manna á meðal í Dan-mörku, er enn utanríkisráðherra lands síns. Það hafði vakið talsvert um- tal i Danmörku og í öðrum löndum Efnahagsbandalagsins, að á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna höfðu Danir skömmu áður greitt atkvæði á sömu lund og Norðurlöndin um mál- efni S-Afríku en ekki eins og hin löndin í Efn-ahagsbandalag- inu, sem vildu mildari afstöðu til stjórnar S-Afríku en Norð- urlöndin. Við spurðum K. B. K. B. Andersen, utanríkis- ráðherra Dana. 12 FV 12 197fi

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.