Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Page 14

Frjáls verslun - 01.12.1976, Page 14
IMorræna menningarmálaskrifsfofan: IMorrænt gerfihnattarkerfi fyrir útvarp og sjónvarp tilbúið 1981 Samkeppni um teikningar af Morræna húsinu í Færeyjum fer fram á næsta ári Árið 1971 var undirritaður samningur milli Nor ðurlandanna fimm um samstarf á sviði menningar- mála, byggður á Helsingforssamningnum frá 1962. I samræmi við ákvæði samningsins var komið á fót norrænni menningarmálaskrifstofu í Kaupm annahöfn. Magnús Kull frá Finnlandi veitti henni forstöðu fyrstu árin, en stjórnandi hennar nú er Klas Olofsson frá Svíþjóð. Fréttamaður Frjálsrar verslunar ræddi skömmu fyrir jól við Olofsson og deildarstjóra almennu menningardeildarinnar, Norðmanninn Björn Skau, einkum um þau atriði, er snerta afskipti stofnunar þeirra af norrænum samskiptum á sviði ferðamála og dreifingu sjón varpsefnis. Eftirfarandi pistill er efnilegur úrdrátt- ur úr viðtalinu. Hvað ferðamál snertir hafa einkum verið uppi tillögur um að auðvelda ungu fólki ferða- lög innan Norðurlanda. Norður- landaráð hefur fjallað um þetta efni, og hvað ferðir með t.d. járnbrautum snertir, eru gild- andi ákvæði um afsláttarmiða fyrir æskufólk mjög hagkvæm. Það hefur hins vegar komið í ljós að vart verður í bráð ger- legt að koma á afsláttarfar- gjöldum með flugvélum með öðru móti en þegar tíðkast, þar eð slíkt hefði í för með sér mjög erfið vandamál hvað fjárhags- og framkvæmdahlið snertir. Samvinna á íþróttasviði hefur verið mjög á dagskrá og menn- ingarmálaskrifstofan fjallað um mörg verkefni á því sviði. Jað- arsvæðin, svo sem Færeyjar og Island, eiga hér augljóslega mestra hagsmuna að gæta, enda hefur verið tekið mjög mikið tillit til landfræðilegrar legu þessara landa þegar fjallað er um styrkbeiðni til samskipta milli þeirra og „fastalandsins", og eru þá slíkir styrkir gjarnan hærri. FERÐALÖG MILLI LAND- ANNA Norræna félagið hefur annast vel ýmislegt það sem óskað er eftir almennt t.d. skiptiferðir kennara og sérstök afsláttar- flug milli landa. Um ferðamál af þessu tagi gildir annars það, að á sviðiNorðurlandasamvinnu verður svo best um þau fjallað, að fyrir hendi sé áhugi hjá til- teknum hópum fyrir ferðum. Meðal annars af þessum sökum hafa íþróttirnar verið sérstak- lega rannsakaðar. En nauðsyn- legt er að gera sér ljóst, að hér er um mjög kostnaðarsaman þátt að ræða, sem m.a. snertir náið afkomu flugfélaga, og er því ekki óeðlilegt að þróunin sé hæg. Húsakynni Norrænu menningarmálaskrifstofunnar Snorregade 10 í Kaupmannahöfn. 14 FV 12 1976

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.