Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.12.1976, Blaðsíða 17
Danmörk og EBE Hfikill áhugi Dana á samkomulagi við Islendinga um fiskveiðimál Rætt við Ivar IMörgaard, markaðsmálaráðherra Ivar Nörgaard, markaðsmálaráðherra Dana, hefur verið formaður ráðherranefndar Efnahagsbandalags Evrópu og hann hefur einn- ig verið fulltrúi Danmerkur í ráðherranefnd Norðurlandaráðs. Hann hefur því öðrum Dönum betri yfirsýn yfir samstarfið við grannana í suðri annars vegar og í norðri hins vegar. Það var því eðli málsins samkvæmt að við spyrðum Nörgaard fyrst, hvort hann teldi einhverja hættu á því, að norræn samvinna reyndist örðugri í framkvæmd eftir aðild Dana að EBE en áður. — Þvert á móti finnst mér norrænt samstarf hafa borið meiri árangur en oft áður eftir að við gengum í EBE, sagði Nörgaard. Ég get nefnt stofnun Norræna fjárfestingarbank- ans sem dæmi, og samræmingu á löggjöf í ýmsum málaflokk- um. — Teljið þér hag Dana af EBE-aðildinni óumdeilanlega eftir þá reynslu, sem nú liggur fyrir? — Aðildin að EBE hefur ráð- ið úrslitum fyrir danskan land- búnað. Við flytjum út % af landbúnaðarframleiðslunni og nú kaupa Efnahagsbandalags- löndin af okkur landbúnaðar- vörur fyrir 3 milljarða króna á föstu verði. Þessu væri ekki til að dreifa ef við stæðum utan bandalagsins. Danskur iðnaður byggist mjög á landbúnaðar- framleiðslu og afkoma hans er því afar háð afkomunni í land- búnaðinum Við gætum ekki haldið gengi dönsku krónunnar óbreyttu nú ef við stæðum utan EBE og atvinnuleysið væri enn verra en það er. — Eru horfur á að atvinnu- leysið aukist hér í Danmörku á næstunni? — Hér er vinnuaflið um tvær milljónir manna en 116 þús. ganga atvinnulausir. Nú er at- vinnuleysið mest í byggingar- iðnaðinum og ástandið gæti vissulega versnað, ef staðan í efnahagsmálum í heiminum al- mennt ætti eftir að versna aft- ur. Við erum mjög háðir inn- fluttri olíu og fylgjumst því af miklum áhuga með verðlags- þróun á því sviði. Við bindum líka miklar vonir við samstarf- Norðurlandanna í orkumálum og einmitt um þessar mundir er verið að ræða möguleika á að leggja leiðslur frá gaslindum Norðmanna í Norðursjó beint til Danmerkur og héðan til Sví- þjóðar. Með þessu móti yrði gasið miklum mun ódýrara fyrir okkur en ef það færi um leiðsl- ur. sem liggja um Þýzkaland. — Hafa Danir mjög ákveðn- ar meiningar um fiskveiði- og landhelgismál Efnahagsbanda- lagsins og afstöðu þess til ís- lendinga í þeim málum? — Við höfum mikinn áhuga á þessum málum og mikilla hags- muna að gæta. Danir eru and- vígir hugmyndum Breta og íra um einkalögsögu enda myndi hún t.d. útiloka danska sjómenn af mikilvægum fiskimiðum á DoggerSbanka. Færeyjar og Grænland sem hlutar danska ríkisins koma þarna einnig mikið við sögu. Færeyjar eru ekki í EBE en við munum blandast inn í viðræður um fiskveiðiréttindi við Færeyj- ar. Grænland er aftur á móti í bandalaginu en er þó óháð fiskimálastefnu þess. Hvað samningaviðræður bandalagsins við íslendinga snertir, vil ég aðeins segja, að ég vonast til að frambúðarlausn náist. Vona ég, að Danir geti haft áhrif í þá átt, og ennfrem- ur að viðskiptamálum verði haldið utan við þessa samninga. Ivar Nörgaard, markaðs- málaráð- herra Dana. FV 12 1976 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.