Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1976, Page 18

Frjáls verslun - 01.12.1976, Page 18
Sven Aage IMielsen, sendiherra Dana: „Það kemur of lífið af frétfum frá Islandi í dönskum fjölmiðlum” * * \ sviði verzlunar- og menningartengsla Islendinga og Dana þarf að vera áframhaldandi straumur í báðar áttir „Enda þótt dönsk-íslenzk viðskipti séu allmikil held ég, að stöðugt séu möguleikar fyrir hendi til að auka þau. T.d. mætti auka útflutning frá íslandi á hefðbundnum framleiðsluvörum svo sem lambakjöti og ullarvörum. Það ætti ef til vill að stefna að því að undirstrika hin einstöku gæði þess- ara vara; þær á að setja á markað sem munað arvörur. Það mætti líka hugsa sér einhverskonar framleiðslusamvinnu milli íslenzkra og danskra fyrirtækja, þar sem einnig kæmi til hönnun og söludreifing,“ sagði Sven Aage Nielsen sendiherra Dana í samtali við Frjálsa verzlun. Hann sagði ennfremur: — Útflutningur Dana til ís- lands dreifist eins og kunnugt er á ótal margar vörutegundir. Einnig á því sviði eru án efa möguleikar á aukningu. Trú mín á þessu atriði byggist sum- part á því, að dönsk framleiðsla er í stöðugri endu.rnýjun með r.ýrri sérframleiðslu, sumoart vegna þess að danskar vörur eru samkeppnisfærar, og að þær tilraunir sem fara fram í Danmörku á því að 'halda aftur af launa- og verðhækkunum þjóna þeim tilgangi að viðhalda samkepDnishæfni þeirra. Marg- ir íslenzkir inn-flytjendur hafa sagt mér, að þeir sjái sér sér- stakan hag í því að flytja inn danskar vörur vegna þess að hinir reglubundnu og öru flutn- ingar milli Kaupmannahafnar og Reykjavikur geri þeim mögulegt að flytja inn tiltölu- lega lítið magn í einu, og við það sparast geymslu- og vaxta- kostnaður, sem að sjálfsögðu er afar þýðingarmikið þegar að- stæður til lána eru erfiðar. Ná- ið, traust og oft á tíðum ára- langt samband milli íslenzkra og danskra fyrirtækja, eru þeg- ar allt kemur til alls bezti grundvöllurinn fyrir vonum okkar um, að það verði mögu- legt, einnig í framtíðinni, að auka viðskiptin úr báðum átt- um. — Snúa íslenzk fyrirtæki sér mikið til sendiráðsins vegna upplýsinga um innflutning til Danmerkur? Hvaða þjónustu veitir sendiráðið íslenzkum fyr- irtækjum, sem vilja kaupa af dönskum fyrirtækjum? — Já, það kemur oft fyrir, og við veitum þeim gjarnan að- stoð. Viðskiptin eiga, eins og ég hefi áður sagt, að vera á vegum beggja, og við höfum á'huga á því að auka útflutning frá ís- landi til Danmerkur. Fyrir- spurnirnar til okkar eru ein- kennandi fyrir fyrstu skrefin til undirbúnings, og þar af leið- andi er oftast um að ræða at- huganir á frumstigi. Þegar far- ið er að athuga málin nánar t.d. viðvíkjandi markaðsathugun- um í Danmörku eða upplýsing- um um lánstraust danskra fyr- irtækja, verðum við þó að vísa Starfslið danska sendiráðsins í Reykjavík: Ellen Steindórs, Nanna Kaaber, sendiherrann, frú Madden sendiráðsritari og Asta Stok- lund. 18 FV 12 1976

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.